Leita í fréttum mbl.is

Í klemmu

 kreisí

Í dag skrapp ég til læknis.  Jájá og það er ekki það sem ég ætla að blogga um en ég var sem sagt stödd úti á lífinu, þe í læknamiðstöð nokkurri hér í bæ þegar ég hitti mann.

Eða maðurinn hitti mig held ég að réttara væri að segja.

"Blessuð" sagði hann hressilega og slengdi hrömmunum utan um mig.

Mér brá nokkuð, bæði vegna þess að maðurinn var upp á þrjár hæðir og þurrkloft að stærð og svo gat ég ekki fyrir mitt litla líf munað hver hann var.  Ég muldraði þó kveðju framan í magann á honum þar sem ég náði sirkabát þangað upp.

Hann lét mig niður og ég hlaut ekki skaða af merkilegt nokk.

"Heyrðu" sagði hann dálítið óöruggur á svip, "þú manst eftir mér er það ekki"?

Ég: "Nei, þú verður að fyrirgefa, er orðin svo ómannglögg í seinni tíð" (sem er lygi, man allt of mikið eftir fólki, líka því sem ég vil helst gleyma).

Hahahaha, hann gargaði úr hlátri, sló sér á lær og rúðurnar í læknamiðstöðinni titruðu af hávaðanum.    Útundan sá ég að fólk var að safnast saman til að fylgjast með endurfundum mannsins sem ég vissi ekki hver var og undirritaðrar.

Ég: "Unnum við saman einhvern tímann"?

Hann: "Hahahahahahohoho, nei, góða (hér var hann búinn að gera sjálfan Pavarotti að vælukjóa í raddstyrkleika), manstu ekki ég er xxxxx og þú vildir ekki sofa hjá mér út af klemmunum í denn?"

Ég dó, hjarnaði við og stundi: "Kle.. klemm ...klemmunum?  Sofa hjá....??????

Hann (hér var ég töluvert áhyggjufull yfir að íbúar í Hveragerðu næmu mögulega ekki nógu vel það sem hann sagði): "Já manstu ekki við vorum í sleik við Tjörnina, þér fannst ég rosa sætur og hefðir örugglega komið með mér heim og allt, en svo datt þvottaklemma úr vasanum mínum og þá hættirðu með mér út af því það væri svo lítið töff  að vera strákur og vera með klemmur í vasanum".

Ég: "Hvaða vitleysa."

Hann: "Jú, þú gerðir það góða, þar gerðirðu mistök, þú hefðir átt að giftast mér ég er svo duglegur á heimili.  Hahahahahahaoghohohoho".

Ég sver fyrir að hafa nokkurn tímann hitt þennan mann, hvað þá farið í sleik við hann eða talið honum til vansa að ganga með tauklemmur á sér.

Þvert á móti hef ég alltaf fallið fyrir mönnum með góðan tauklemmulager.

En að þessu sögðu, hver andskotinn er í gangi?

Eitthvað samsæri gegn mér?

Ég held að ég haldi mig heima þar sem ég er örugg eða hvað?

Kona spyr sig.

En læknirinn sagði mér að fara heim og heila sjálfa mig.

Ókei, hann sagði það ekki en það hefði verið flottur endir á deginum.

Cry me a river.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég get þvílíkt sett mig í þín spor. Ég er svo ómannglögg að ég þarf að velta því fyrir mér hverja ég sé í speglinum á morgnana.

Helga Magnúsdóttir, 26.3.2009 kl. 21:42

2 Smámynd: Ragnheiður

Hahaha æj æj en neyðó...

spurning um stór sólgleraugu, svona eins og bílframrúðu og stóra húfu. Þá þekkir þig ekki nokkur maður skoh

Ragnheiður , 26.3.2009 kl. 21:45

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stundum geturðu drepið mann Jenný Anna Baldursdóttir  Og Guð!!!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2009 kl. 21:57

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vitaskuld hefurðu aldrei farið í sleik við svona menn! Hann hefði fengið í bakið á fyrstu sekúndunni!!

Hrönn Sigurðardóttir, 26.3.2009 kl. 22:10

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 26.3.2009 kl. 22:49

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hahaha 

Sigrún Jónsdóttir, 26.3.2009 kl. 22:55

7 Smámynd: Gulli litli

Gulli litli, 26.3.2009 kl. 23:15

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Á endanum náði guttinn þér þó í klemmu ...

Steingrímur Helgason, 26.3.2009 kl. 23:44

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

 Góður!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.3.2009 kl. 23:56

10 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þessi mannfjandi hefur bara verið svona ókvenglöggur.   Hvernig hann gat mistekið sig á þér er svo reyndar alveg með ólíkindum.   En Selavík...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.3.2009 kl. 04:40

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 27.3.2009 kl. 08:03

12 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Jú jú við Hvergerðingar heyrðum hvert orð - og höfðum gaman af!

Soffía Valdimarsdóttir, 27.3.2009 kl. 08:33

13 Smámynd: Laufey B Waage

Þrjár hæðir og þurrkloft .....

Orðaforði þinn er óborganlegur.

Laufey B Waage, 27.3.2009 kl. 09:47

14 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ef það er eitthvað sem hrisstir upp í mér snemma morguns þá eru það svona færslur frá þér kæra Jenný. 

Ía Jóhannsdóttir, 27.3.2009 kl. 10:12

15 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

 snillingur

Ingibjörg Hinriksdóttir, 27.3.2009 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband