Leita í fréttum mbl.is

Síðasti sleikurinn gerði útslagið

Ég fer í kruðu og krampa þegar ég les/heyri frá Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ.

Hvers vegna?

Jú, maðurinn virðist samsama sig frekar með atvinnurekendum en umbjóðendum sínum.

Hann getur óskapast yfir að almenningur hafi misst trú og traust á hinu og þessu.

Ég get hins vegar sagt honum að líta í eigin barm.

Eftir síðasta sleik við atvinnurekendur þar sem launahækkunum var frestað út af efnahagshruninu þá held ég að traust hins almenna manns á svo kallaðri verkalýðsforystu sé hrunið niður fyrir frostmark.

Samt eru gullmolar í verkalýðsforystunni. 

Verkalýðsforingar sem enn sjá fólk af holdi og blóði þar sem forysta ASÍ sér dauðar tölur á blaði.

Einn þessara gullmola er t.d. hann Aðalsteinn á Húsavík.

Einn af þessum mönnum sem gefa mér vonina um að enn sé hægt að stokka upp og verða eins og fólk en ekki fífl.

En Gylfi og kó eiga nákvæmlega ekkert inni hjá almenningi þegar kemur að trausti.

Kerfiskallar sem eru á sæmilegum launum og lesa skýrslur og ræða hvor við annan eru eins langt frá fólkinu á gólfinu eins og hægt er að komast.

Það er að minnsta kosti mín skoðun.

Og fyrir mér er hún góð og gild.

Góðan daginn annars villingarnir ykkar.


mbl.is Verða að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gjörsamlega, algerlega sammála þér.  Hef aldrei skilið afhverju ASÍ sækir sér forseta út fyrir grasrótina í þeim samtökum

Sigrún Jónsdóttir, 25.3.2009 kl. 11:35

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Gleymum ekki Vilhjálmi Birgissyni á Skaganum, annar gullmoli þar.

Einar Örn Einarsson, 25.3.2009 kl. 11:45

3 identicon

Bæði FME & ASÍ spila "ávalt með vitlausu liði" - sorglega fyndið.  Þjóðar ógæfa fyrir verkafólk að Gylfi skuli forseti ASÍ.

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 11:50

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Algjörlega sammála, eins og svo oft.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.3.2009 kl. 11:51

5 identicon

og hvað hefur hann í laun ha

gislihjalmars (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 11:52

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Svo sammála.

Rut Sumarliðadóttir, 25.3.2009 kl. 12:28

7 identicon

Röskur maður úr grasrótinni er mun trúverðugri en langskólagenginn náungi sem fer í starfið vegna launana, ekki af hugsjón. Verkalýðsfélögin ráða svo til sín fagmenn eins og lögfræðinga og fleiri, eftir þörfum. Svo einfalt er það nú.

Rögnvaldur Þór Óskarsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 12:47

8 identicon

Þú segir allt sem ég vildi sagt hafa!!!

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 12:51

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann komst mjög illa frá kastljósþættinum í gær.  Ég missti alla trú á manninum hafi ég þá haft nokkra.   Hann beinlínis ætlar að troða okkur inn í Evrópusambandið, pólitík hvað?  Lét hann ekki reka konu úr formennsku í verkalýðssambandi vegna þess að hún komst á lista hjá Framsókn?  Maðurinn er rammpólitískur og notar hvert tækifæri til að hamra á þessari Evrópusambands aðdáun sinni. Svei honum bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2009 kl. 13:30

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir innlegg.

Ásthildur: Ég næ ekki upp í nefið á mér vegna þess sem hann var að gera varðandi Vigdísi Hauksdóttur.  Má fólk ekki fara í launalaust leyfi til að praktisera borgaraleg réttindi sín?

Djöfuls gerræði.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2009 kl. 14:39

11 Smámynd: Lafðin

Jenný :  það má ekki NEMA þú sért að praktisera borgarleg réttindi þín hjá RÉTTUM flokki ... sbr, hann sjálfan, Magnús og Bryndísi Hlöðvers .... nú svo er það hann Ögmundur blessaður.

Hræsni og tvískinnungur ... tja, maður spyr sig

Lafðin, 25.3.2009 kl. 15:07

12 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Mælið manna heilust , dælan í mér er á sama stað og í ykkur . Einhverrarr ástæðu vegna fletti ég upp orðinu ; praktísera , jú og það hafði nú ekki alveg sömu þýðingu og ég taldi mig vita = að stunda sérfræðistörf án fasts embættis . Jújú þau eru mörg og misjöfn sérfræðistörfin og það embættislaus .

Hörður B Hjartarson, 25.3.2009 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2987153

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband