Sunnudagur, 22. mars 2009
Míglekur að neðan
Eftir veðursýnishorn síðast liðins sólarhrings varð ekki hjá því komist að taka ákvörðun.
Og hún var tekin með báðum samhljóða atkvæðum.
Vorið er komið og ekki orð um það meir.
Og þá fór ég að pæla, hvað með grill?
Ég losaði mig við útigrillið, gasfyrirbærið þegar ég flutti s.l. haust og sé ekki eftir því fyrir fimm aura.
Ég sé ekkert spennandi við að vera með útieldavél. Það vantar alla stemmingu í lyktina af gasgrilli.
En, mig langar í kolagrill.
Ég nefndi þetta við minn löglega í förbífarten hér við hirðina í morgun og hann olli mér ekki furðu með viðbrögðum sínum, ég þekki manninn of vel.
Hann sagði einfaldlega: Nei í guðanna bænum ekkert svona vesen!
Ég spennti í hann augun, setti upp ískaldan reiðisvip með kvalræðisívafi og fórnarlambskippum og skyrpti út úr mér: Vá, stemmingin lekur af þér, villtu ekki fara að bjóða þig fram sem gleðipinna í blómabúðir, ég meina þar verður bráðum brjálað að gera í fræjunum og svona hjá EÐLILEGUM fjölskyldum.
Grafarþögn.
Ég: Ég ætla að kaupa kolagrill, það er ekkert vesen, ég sé um það sjálf og síðan hvenær ertu orðinn svona mikill gleðimorðingi?
Hann brosti (sá að sér) við knúsuðumst og grillið verður keypt næstu daga.
Sko, eins og ég elska af guði mér skenktan manninn svona oftast nær þá eru hlutir í fari hans sem geta gert mig dýróða og stórhættulega.
Eins og t.d. varðandi tjaldferðir. Ég elska að fara í tjald.
Vill hann koma með?
Nei, ekki að ræða það. Tjöld eru glötuð, manni verður kalt í þeim og svo mígleka þau neðan frá.
Ég á byrjunarstigi sambúðar: Leka neðan frá, hvað ertu að meina?
Hann: Jú ég var að spila í Húsafelli 1967 og svaf í tjaldi, og þegar ég vaknaði var allt á floti og samlokurnar hennar mömmu sigldu fram hjá andlitinu á mér á leiðinni út úr tjaldinu.
Ég: Halló það var um miðja síðustu öld, tjöld eru fullkomin í dag. Hoppaðu inn í nútímann drengur.
Hann: Nei, íslenskt veðurfar býður ekki upp á tjaldveru. Ég fer ekki í tjald, ekki að ræða það, búinn með þann pakka. Ekki, ekki, ekki.
En ég skal koma með þér og vera á gistiheimili með rúmi og sturtu.
Mál útrætt, búin að marg reyna á það og ég gef mig ekki svo auðveldlega.
Tjaldið er úti hvað hann varðar en ekki mig.
Ég fer með dætrum mínum bara.
Og þá getur hann verið heima að grilla.
Úje
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:31 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Það sem ég skil hann með tjaldið...sko Jenný Anna never never never !!
Aldrei..ég fæ ógeð við tilhugsunina um tjald.
Ég er nú oftast sáttust við að elda inni..er með gaseldavél inni hjá mér.
Átti einusinni kolagrill og var niðursokkin (niðurlút) að kveikja upp í því einn sólríkan dag þegar slökkviliðið var allt í einu komið! Ég tók þetta auðvitað allt til mín og var komin með afsakanir á færiböndum í heilann þegar ég fattaði að það var kviknað í húsinu sem var áfast mínu.
Kolagrill hvað, á ekki svoleis..
Ragnheiður , 22.3.2009 kl. 16:43
Næstu daga verður frost. Vorið er ekki komið! Þú mátt grilla mig upp á það!
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.3.2009 kl. 17:18
Veistu það Jenný Anna að þú ert bara algert æði. Les þig alltaf til að minna mig á að hafa húmorinn í fyrirrúmi og brosa framan í tilveruna..
Takk fyrir mig!
Guðrún Edda Káradóttir (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 17:35
Ég spennti í hann augun, setti upp ískaldan reiðisvip með kvalræðisívafi og fórnarlambskippum og skyrpti út úr mér: Vá, stemmingin lekur af þér, villtu ekki fara að bjóða þig fram sem gleðipinna í blómabúðir, ég meina þar verður bráðum brjálað að gera í fræjunum og svona hjá EÐLILEGUM fjölskyldum
Jenný Anna Baldursdóttir stundum geturðu næstum drepið mig En hvað með það kolagrill og ekkert kjaftæði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2009 kl. 17:37
Kolagrill utandyra, - eldavél innandyra. Ekkert hallæris (lesist; góðæris) millistig.
Laufey B Waage, 22.3.2009 kl. 17:39
Mikið skil ég hann með tjaldið!!! mætti ég þá frekar byðja um gistiheimili með rúmi og sturtu En ég styð þig í kolagrillsmálinu, gasgrill kemst ekki með tærnar þar sem kolagrill hefur hælana.................................eða þannig
Huld S. Ringsted, 22.3.2009 kl. 20:22
Það er þetta með tjaldið, það eru til svo góð tjöld, og svoooo góðar tjalddýnur, en ég get samt ekki hugsað mér tjaldútilegu.
En ég styð þetta með kolagrill, það er svo einfalt og gott. - Svo er hægt að fá einnota kolagrill.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.3.2009 kl. 21:24
Þið eruð frábær.
Takk fyrir falleg orð í minn garð, mér þykir vænt um þau.
Ragga: Þú gengur af mér dauðri.
Sigurður: Hehe.
Takk aftur öll.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2009 kl. 22:31
Sammála Einari með tjaldútilegurnar, þoli þær ekki...sennilega vegna upplifunar í Húsafelli forðum daga
En ég var einmitt að hugsa um að fjárfesta í kolagrilli fyrir sumarið....
Sigrún Jónsdóttir, 22.3.2009 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.