Leita í fréttum mbl.is

Hálf krípí andskoti

fullur læknir 

Halló, Neyðarlínan styrkir Sjálfstæðisflokkinn um þrjúhundruð þúsund krónur.

Engan annan flokk.

Neyðarlínan mun vera okkar allra er það ekki?

Vitið þið að mér finnst þetta hálf sjúklegt. 

Sko, eins og að hafa hjartalækninn með í glasi um leið og hann sker upp á manni ðe kórasón.

Að tjilla ofan í blóðugt brjóstholið á manni bara með eðalrauðvín vel í kippnum.

Svona fyrirtæki eins og Neyðarlínan á ekki að koma nálægt stjórnmálum, hvað þá styrkja flokka, eða flokk eins og í þessu tilfelli.

Þórhallur Ólafsson, þessi sem er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir fyrirtækið hafa verið hlutafélag á þeim tíma sem styrkurinn er veittur.

Enginn annar flokkur hafi falast eftir styrk.

Af skiljanlegum ástæðum þarna manngarmur falaðist enginn annar flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn eftir styrk hjá Neyðarlínunni.

Hinir flokkarnir hafa ekki haft hugmyndaflug í að leita fanga hjá fyrirtæki sem er í svona bransa.

Það eru bara íhaldsmenn sem sjá matarholur í heilbrigðiskerfum heimsins og starfsemi því tengdu.

Við Íslendingar erum búandi í miðjum spillingarpotti - og það bullar og sýður í honum.

Moi er farin að elda.

Passið upp á heilsuna börnin góð.


mbl.is Enginn sóttist eftir styrk nema Sjálfstæðisflokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

„Það eru bara íhaldsmenn sem sjá matarholur í heilbrigðiskerfum heimsins og starfsemi því tengdu.“

Vel mælt, kona.

Annars má segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé svo neyðarlegur að honum veiti ekki af aðstoð neyðarlínunnar.

Brjánn Guðjónsson, 21.3.2009 kl. 18:18

2 identicon

Þú kannt að setja hlutina í samhengi kona:

Það eru bara íhaldsmenn sem sjá matarholur í heilbrigðiskerfum heimsins og starfsemi því tengdu.

Með þennan Þórhall Ólafsson innanborðs nær þetta fyrirtæki aldrei minni virðingu. Ég las styrkjaveitingu til Sjálfstæðismanna og bar síðan saman við styrkjaveitingar til hinna flokkanna. Það var áberandi oft sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk fullan styrk (300þús), en öðrum flokkum skammtaður 10-20þús kall svona til að vera með.

Stundum fengu allir 10-50þús en Neyðarlínan er nokkuð sér á parti með þetta, veitir XD fullan styrk og öðrum ekkert. Auðvitað á Neyðarlínan ekki að styrkja pólitísk framboð, hvurs lags er þetta! Þórhallur þessi á að skila peningnum með vöxtum frá 2007

Kolla (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 18:31

3 identicon

Þeim sem veitti styrkinn finnst þetta smá mál, "ekki umtalsvert" en segir að engum eigi að koma þetta á óvart, þar sem að hann sé liðsmaður Sjálfstæðisflokksins, og kannski sé hann að eigin sögn helst til aumingjagóður! Finnst þetta ekki umtalsvert! En þetta er umtalsvert þegar siðblindan er komin á það stig að Sjálfstæðisflokkurinn hringir í síma 112, til að biðja um fjárhagsaðstoð í kosningasjóðinn, og fær hana!!!  Skyldu þessir bláu englar hringja næst í Landsbjörgu, Hjálparsveit Skáta, og líknarfélög til að sníkja aura til að drífa áróðursmaskínu Sjálfstæðisflokksins áfram. Hver veit!! Eitt er að kunna að skammast sín, eða gera það!!!

Stefan Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 18:35

4 identicon

Er félagsmenn Sjálfstæðisflokks að viðurkenna að þeir þurfi á Neyðarlínunni að halda?

Nú? (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 18:35

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur .0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.3.2009 kl. 18:39

6 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

rrriiinnngg... neyðarlínan góðan dag, get ég aðstoðað?

Ah, jaa sko - þetta er pínu neyðarlegt, ... mig vantar pening!

Já, svoleiðis, - er um neyðartilvik að ræða?

eee, jasko við erum að setja landið alveg hellings á hausinn svo við þurfum að redda smá fjölmiðlafulltrúa og kaupa nokkur bretti af veruleikafyrringarpillum og sandi áður en einhver fattar það...

Og vantar ykkur mikið?

Áttu milljarð???

Þið getið fengið þrjúhundruðþúsundkall af því ég er svo aumingjagóður!!!

Djö... ég meina takk æðislega, reddar okkur geðveikt... (nánös)

Þá segjum við það, gangi ykkur vel.

Haraldur Rafn Ingvason, 21.3.2009 kl. 18:42

7 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þetta er löglegt.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 21.3.2009 kl. 18:52

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fjandinn sjálfur!!

Hrönn Sigurðardóttir, 21.3.2009 kl. 19:09

9 identicon

Brjánn góður

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 20:21

10 identicon

Það er nú fleira rotið hástjórn þessarar neyðarlínu ... "keyptu" nýlega hús Veðurstofunnar á Hveravöllum ... og til hvers ... jú til að yfirstjórnin eigi í hús að vernda á hálendinu .... og vinir og vandamenn .... svona ókeypis fjallakofi handa yfirstjórninni ... ákaflega sérstök aðgerð ... og því miður ekki komist í fréttir ... sukk og svínari innan kerfisins ... fjölmargir aðrir betur að því komnir að eiga inni í húsi á Hveravöllum en fyristjórn þessarar neyðarlínu ... til hvers í ósköpunar var neyðarlínan að kaupa hús á Hveravöllum??? ... og fyrst Veðurstofan var að selja hús ... hví fór það ekki í sölu hjá Ríkiskaupum ... af hverju einhver einkavinasala bak við töldin????

Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 20:34

11 identicon

Það verður hjálpræðisherinn og  mæðrastyrksnefnd næst. þessar stofnanir báðar eru göfugar og synja ekki bágstöddum.

kolbrún Bára (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 22:14

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Manni verður orðavant. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2009 kl. 22:58

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er mjög neyðarlegt. En etum samt, drekkum og verum glöð!

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.3.2009 kl. 23:12

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

JÁ matarholurnar leynast víða. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.3.2009 kl. 00:12

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Samvizkuaulinn náttla er að reyna að banna mér að segja eitthvað dona trúnó & krazzandi af því ég skrifaði einhverntíman viljandi undir dona dæmigerðann 'þöggunarsamníng', sem að er samt ólöglegt brot á mínum mannréttindum.

Helvítiz samvizkan, en ,,,

Neyðarlegt 'skítabatterí' Neyðarlínan.

Ferlega flott færzla hjá þér, ~ázdin~.

Steingrímur Helgason, 22.3.2009 kl. 01:01

16 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Frábær pistill !  Þetta er náttúrulega alveg kolólöglegt, Neyðarlínan var á þessum tíma að miklum meirihluta í Ríkiseign, það er alveg á hreinu. - En mér finnst það alveg brjálæðislega fyndið sem skrifað er hér fyrir ofan.

 Að engum nema sjálfstæðisflokknum dettur í hug að hringja í 112 og biðja um fjárhagsaðstoð.  - Vegna siðblindu.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.3.2009 kl. 01:50

17 Smámynd: María Guðmundsdóttir

María Guðmundsdóttir, 22.3.2009 kl. 07:58

18 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Góður pistill.   Að detta í hug að leita líka fanga þarna...

Þarf framvegis að framvísa flokksskírteini þegar hringt er í neyðarlínuna?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.3.2009 kl. 09:53

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

HH: Ég var einmitt að velta því fyrir mér, sko með að þurfa að framvísa flokksskírteini, en ég þorði ekki að skrifa það.

Takk öll, þið eruð frábær.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2009 kl. 10:14

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vááááá´.... þið eruð öll svo frábær. En það verður að virða ykkur til vorkunnar að fréttir um að vinstriflokkarnir eru núna líka búnir að skila styrkjum frá opinberum fyrirtækjum. En þið gerið ekki svona frábær blogg um það, er það?

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2009 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2987153

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband