Föstudagur, 20. mars 2009
Komið til mín
Hér er sólarhrings gömul frétt sem ég ætlaði ekki að blogga um.
Mér líður svo illa með hana og ég er svo reið.
Í staðinn fyrir að láta liggja ætla ég svona fyrir sjálfa mig að blogga um dóm Hæstarétts sem hefur sýknað sóknarprestinn af ákæru um kynferðislega áreitni við unglingsstúlkur.
"Presturinn, sr. Gunnar Björnsson, var á síðasta ári ákærður fyrir að hafa brotið gegn tveimur 16 ára gömlum stúlkum með því að faðma þær og strjúka aðra þeirra og segja straumarnir streymdu úr líkama hans við það að faðma hana. Hann var ákærður fyrir að kyssa hina stúlkuna á kinnina og segja að hann væri skotinn í henni og hún væri falleg."
Mér skilst að presturinn hafi játað verknaðinn sem að hans sögn hafði ekkert með kynferðisáreiti að gera, hann er bara svo opinn og tjáningarríkur maður.
Svo snertiglaður og blíður. Jesús bara alla leið og kraftaverk í gangi.
Er það nema von að ég hafi skömm á kjólklæddum mönnum hjá þessari glötuðu ríkisstofnun.
Það er ekki í fyrsta sinn sem kærleikurinn lekur út í útlimina á þeim blessuðum guðsmönnunum.
En ég, heiðin eins og ég telst vera af tæknilegum ástæðum sem ekki verða gefnar upp hér, skil auðvitað ekki að Jesús er að verki í prestum eins og þessum.
Kyssa, strjúka og faðma telst samkvæmt þessum dómi eðlilegt í kirkjunni.
Það þarf engan Hæstarétt til að segja mér hvað er viðeigandi og hvað ekki.
Mikið rosalega bíð ég spennt eftir því hvort biskupinn yfir kirkjunni setur sérann aftur í vinnuna.
Komið til mín börnin góð.
Sóknarprestur sýknaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dómar, Trúmál, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:35 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
.Orðlaus
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 17:30
Þessi dómur er með ólíkindum!!!! Það er semsagt í lagi fyrir prestinn að strjúka og kyssa þessar ungu stúlkur auk þess að hvísla að þeim einhverjum "fallegum" orðum. PUFFFFFFFFFFFF
Burtu með manninn úr prestastéttinni! Kæmi mér ekki á óvart samt að hann yrði ráðinn í af kirkjunni í einhver sérverkefni á meðan mál hans gleymast hjá almenningi.
Katrín Linda Óskarsdóttir, 20.3.2009 kl. 17:56
Já.. fjölþreifinn er hann þessi.
Að hann hafi verði dæmdur saklaus.. það finnst mér furðulegt.. hann var með athæfi sínu að brjóta gegn þessum stúlkum. Hann snerti þær ósæmilega.. og kyssti þær.
Svona hegðun er ekki í lagi. Ég trúi því ekki að þessi maður muni snúa aftur til starfa.
Þetta réttarkerfi.. er ekki í lagi.. það sér maður alltaf meira og meira. Með hverjum dómnum í svona málum.
En ekkert breytist.. og eftir sitja fórnarlömbin með sárt ennið.
Merkilegur fjári.
ThoR-E, 20.3.2009 kl. 17:57
Hver sá er syndlaus er...
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 20.3.2009 kl. 19:29
"kærleikurinn lekur úti limina á theim", bara frábærlega ordad,nema hvad.
En já,thetta er til algerrar skammar ad thetta sé bara samthykkt hegdun og thad af kirkjunnar manni og vitid til,hann verdur kominn aftur til starfa sem prestur ádur en vid náum ad hnerra. Svona er thetta skitaréttarkerfi okkar islendinga,thad er bara hætt ad koma manni nokkud á óvart,svei mér thá.
Góda helgi Jenný og hafdu thad gott
María Guðmundsdóttir, 20.3.2009 kl. 20:09
Einhvernveginn er það nú ekki svona sem prestur á að haga sér við fermingarbörn. Ef "snertiþörf" klerks er svona yfirgengileg, á hann þá ekki að fá útrás fyrir hana með öðrum hætti ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.3.2009 kl. 21:02
Þetta eru ekki góð skilaboð til þeirra sem eru að vinna með unglinga. Það er með ólikíndum að slíkt sé látið ótalið að hægt sé að þreifa á og strjúka án þess að gerðar sé athugasemdir. Er líklegt að kennari komist upp með slíkt? Því miður óttast ég að hann verði settur í "sérverkefni" um ókomna tíð á kostnað skattborgarana.
Bjarni Jónsson (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 21:11
Þessi ágæti maður hefur alltaf haft orð á sér fyrir að káfa á smástelpum, hann var í Bolungarvík og hann var í Holti við Flateyri. Það gengu sögur..... en hann var aldrei kærður því miður. Þetta hlýtur að vera erfitt fyrir stúlkurnar. En svo er það ég þori varla að segja það, en samt.... það er einhver hrikaleg brenglun í gangi hjá hæstaréttardómurum, þeir létta alla kynferðisglæpi en þyngja fíkniefnaglæpi. Ég segi nú bara si sona fyrir mig, að mínu mati eru þeir meira og minna kynferðislega brenglaðir þarna í hæstarétti, ef maður skoða dóma þeirra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2009 kl. 21:36
Furðulegur dómur.
Jens Sigurjónsson, 20.3.2009 kl. 21:41
Máttur hinz bendandi fíngurz er náttla dómstólum æðri.
Steingrímur Helgason, 20.3.2009 kl. 22:29
Já Hæstiréttur sýnir og sannar enn eina ferðina að hann er gjörsamlega getulaus... og til skammar að þetta sé æðsti dómsstóll landsins. Illa rekið þriðja heims ríki, eins og einhver orðaði það, á allavega vel við um Ísland þegar dómsstólar eru skoðaðir.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.3.2009 kl. 22:47
heyrðu tjelling! þú hefur greinilega ekki lesið vísuna mína. læt hana þá fylgja hér.
káfað, strokið, kysst og snert.
Klerkur með margt fyrir stafni.
Í góðu allt, ef það er gert
af Gunna, í Ésú nafni.
Brjánn Guðjónsson, 20.3.2009 kl. 22:48
Hæstiréttur virðist vera handbendi einhverra "yfirmanna". Þessi sýknudómur er með ólíkindum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.3.2009 kl. 23:28
Zteini: Ég er enginn andskotans bendandi fingur, ég er bara að segja að það sem presturinn sjálfur hefur viðurkennt að hafa gert er langt yfir allt velsæmi. Þess vegna á hann ekki að vinna með börn.
Hæstiréttur kemur mér ekki á óvart. Það andskotans karlæga vígi.
Brjánn: Þetta er brilljant vísa.
Katrín Anna: Þetta dómskerfi er ekki fyrir konur og börn, það er nokkuð ljóst.
Ásthildur: Ég er sammála þér með Hæstarétt.
Takk öll fyrir innlegg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2009 kl. 23:30
Jenný mín, ég get sagt þer margar sorgarsögurnar. Sem leikskolakennari hef ég oft grátið vegna barna. Og hvernig líf þeirra hafa verið eyðilagt. Brotnar sálir sem ekki er hægt að líma sama.
Anna , 21.3.2009 kl. 09:31
Blessuð elsku vinkona.
Ég þekki Gunnar prest og verð því aðeins að fá að segja mína skoðun.
Já satt er það að hann tekur utan um alla og faðmar. Misjafnt er hvernig fólk tekur því. Hvort þetta sé viðeigandi fyrir prest er annað mál. En eitt veit ég og það er að þessi maður hefur aldrei haft neitt misjafnt í huga. Gunnar er góður og blíður maður og við verðum að muna að alltaf eru er 3 hliðar á öllum málum.
Ekki ætla ég að sakfella séra Gunnar og heldur ekki að draga úr því sem þessar stelpur sögðu. En eins og fyrr segir að þá þekki ég manninn og veit ég til þess að margir sem hann þekkja hér á Selfossi eru sammála því sem ég segi hér um hann.
Burt séð frá þessu öllu þá sendi ég þér kærleiksríkt knús að vanda.
Tína, 21.3.2009 kl. 10:14
Í þessu máli er Hæstaréttur að senda út þau skilaboð að það sé í lagi að kissa og strjúka unglinga.
Rannsóknir hafa sýnt að þessir menn hætta ekki slíku hátterni. Þeir finna sér ný fórnalömb.
Einnig hafa nýjar rannsóknir sýnt að veikindi fólks á eldri árum meigi reka beint til áfalla fólks í barnæsku. Sem barn var það áreit kynferðislega eða nauðgað.
Nú fyrrveradi Dómsmálaráðherra gat hækkað dóma yfir þessum mönnum. En hann gerði það ekki. T.d. í Bretlandi eru dómar 10 ár fyrir auðgun á barni. Sem ég vil sjá einnig á Íslandi. Í króatíu er það dauðadómur fyrir að nauðga barni.
Barnasáttmáli SÞ. segir.
1.gr. Í samningi þessum merkir barn hvern þann einstaklingur sem ekki hefur náð átján ára aldri, nema hann nái fyrr lögræðisaldri samkvæmt lögum þeim sem hann lýtur.
34.gr. Aðildarríki skuldbinda sig til að vernda börn fyrir hvers kyns kynferðislegri notkun eða misnokun í kynferðislegum tilgangi. Í þeim tilgangi skulu þau einkum gera allt sem við á bæði innanlands og með tvíhliða og marghliða ráðstöfunum, til að koma í veg fyrir.
Ég tel að þessi prestur braut af sér því að hann var að fullnægja kynferðislegum þorsta sínu. Átti hann því að fá dóm.
Barnasáttmáli SÞ má fina á netinu. Einnig www.unicef.is
kveðja Anna.
Anna , 21.3.2009 kl. 10:31
Ég hef mestar áhyggjur af stelpunum. Það má semsagt stjúka og kyssa þær þó þeim finnist það óþægilegt. Hvers konar skilaboð eru það til ungra stúlkna? Hvað þarf margar stúlkur til að þær séu teknar trúarlega? Og ég meina ekkert dónalegt með þessu.
Svo sammála að dómskerfið er ekki fyrir konur og börn. Þessi dómur segir það hærra en nokkur orð.
Rut Sumarliðadóttir, 21.3.2009 kl. 11:49
Ég skal segja ykkur það að ef ég gengi um strjúkandi og kyssandi táningsstúlkur.. segjast vera skotin í þeim og svona, ég væri í steininum um leið.
DoctorE (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 12:31
Eruð þið ekki farin að fatta þetta? Það leyfist ALLT ef þú ert með Jesú í liði
Prestur í Chicago fundinn sekur um að flengja stúlku sem undirgekk 'meðferð' hjá honum
Nota bene meðferðin var vegna 'lyga', þar sem foreldrar stúlkunnar (og presturinn) vildu ekki trúa að hún hefði verið kynferðislega misnotuð.
Fallegt.
kiza, 21.3.2009 kl. 20:25
Viðbjóður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2009 kl. 21:23
Um götu gengur
í dökkum klæðum
hokinn með hornin ber
fjaðrir tínir af sér
saklaus stúlka er
ber fyrir svörtum skikkjum dómara
sem ekkert sér
hún tínir ekki upp svartar fjaðrir
hrafna
kirkjur og dómshús
loga milli stafna
saklaus dæmd
stúlka.
Dáinn
Svartir fljúga hrafnar
með horn
turnar tveir
kirkja og fálkar
hann (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.