Fimmtudagur, 19. mars 2009
Af þessari eða hinni kynslóðinni
Ég hef aldrei skilið hrifninguna á "My way" eða á Frank Sinatra sjálfum, ef við tökum þetta aðeins lengra.
Alveg er ég viss um að Frank hefur verið lágvaxinn.
Nánast sami dvellinn og Prince, Tom Cruse og fleiri mætir menn.
Af hverju hjartaknúsarar eru oft svona helvíti lágvaxnir er auðvitað bloggefni út af fyrir sig.
En það verður seinna.
Ég held að mín kynslóð finni ekki glóru í músík Franks og vina hans, Crosby og Martin.
Það vantaði allt líf, allan kraft í hana. Þetta var svona "ég elska þig, villtu giftast mér og eignast með mér börn í þessari röð" tónlist.
Það er hægt að drepa mig úr leiðindum á einni B-hlið með þessum mönnum. (Ókeypis upplýsingar í boði hússins fyrir áhugasama).
Ég spyr; hvar er hitinn og sexappílið?
Sama var með Shadows-kynslóðina á Íslandi sem missti af Bítlunum og Stonesog náðu aldrei málinu.
Þeir héldu bara áfram að vera í nælonskyrtu, með lakkrísbindi og greitt í píku.
Og fóru í Þórskaffi og rugguðu sér í lendunum.
Algjört törnoff sú kynslóð.
Við vorum hins vegar frábær, bítlakynslóðin sem síðan varð hippós.
Ég málaði á mér lappirnar með eylinernum mínum, rósir og læti upp á læri og gekk um í Jesúskóm, um ískaldan vetur.
Hippabarnið var nærri dáið úr akút þvagfærasýkingu.
Ég held reyndar að Shadows-gæjunum og Sinatrangenginu hefði fundist ég eins og hálfviti.
Það fannst foreldrum mínum að minnsta kosti.
En ég tók ekkert mark á því.
Þau voru af Maríu, Maríu, Maríu-kynslóðinni.
Skiljið þið hvert ég er að fara?
Nei?
Mér er alveg sama.
Ég er nefnilega líka af I don´t give a fuck kynslóðinni.
Úje.
Ekki spurning - Hagen tekur þetta.
40 ár frá því Sinatra flutti My way í fyrsta sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Tónlist | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2987323
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég næ þér alveg Jenný en samt fannst mér Dino stundum dúlla en þá var ég líka hrikalega ástfangin.
Ía Jóhannsdóttir, 19.3.2009 kl. 20:27
Ég skil alveg hvert þú ert að fara, enda er ég af sömu kynslóð....fannst Cliff samt vooooða sætur og mikið krútt
Sigrún Jónsdóttir, 19.3.2009 kl. 20:40
kúl einsog þú...úje!
Eva Benjamínsdóttir, 19.3.2009 kl. 20:41
Sko við fengum að upplifa þetta frá sykursætum Cliff til súrsætu Nínu. Eftir það er bara copy/paiste tímabil.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 20:58
Það er boðuð blúsáhaldabylting 4. apríl !
Blúshátíð í Reykjavík, 19.3.2009 kl. 21:04
ég er ekki alveg að sjá að Frank Sinatra hefði fílað þína kinslóð,hann hefði sjálfsagt ekki málað á sér lappirnar með eylinernum þínum,þó þið hefðuð náð saman,held bara að hann hafi verið þannig típa
zappa (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 21:21
Franki boy var 5 feet 11 inches eða 180.34 cm segist á einum vef en 10cm lægri segist svo á öðrum og hvor þeirra hefur rétt veit ég ei -
p.s Nina Hagen & Leonard Coen voru saman á Kalvøya tónleikum -85 og hittuðu bæði annað punkað hitt rykað - í 32stiga hita og sól!
nolli (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 21:40
Ég hrökk alveg yfir hippatímann, fílaði það ekki. Hef hinsvegar alla tíð haft óeðilegt dálæti á gamla blue eyes..og ekki versnar það nú með aldrinum.
Þvældi einmitt lagi með honum þar inn í morgun..(www.gledibankinn.blog.is)
Undarleg þessi tilvera
Takk fyrir hrósið í dag, mér þótti reglulega vænt um það hehe
Ragnheiður , 19.3.2009 kl. 21:48
Ég sting upp á dvergakasti með þessum gaurum sem halda að þeir séu svooooo smart!
Hrönn Sigurðardóttir, 19.3.2009 kl. 22:04
Djö - missti af þessum tíma - jesúskór hefðu farið mér vel. Mun betur en helv. lakkskórnir, glansskyrtan og hárlakkið í Holly. En tónlistin er cult.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 20.3.2009 kl. 00:09
Hrönn er komin með viðeigandi íþróttamót: Dvergakast með T Cruise, Prince og MÖRGUM fleirum sem varla standa útúr hnefa. (undirrituð er 6 fet!)
Eygló, 20.3.2009 kl. 00:36
Ég tilheyri kynslóð hinna miklu tískuslysa.... DISCO.
Hjálpi mér hvað maður var hallærislegur!
Heiða B. Heiðars, 20.3.2009 kl. 01:06
"I did it my way" mun vera uppáhaldslag virkra alkóhólista við eigin úrfarir.
Kindoff exsjúses it all, eða þannig ! (Svo lengi sem Geir Ólafs gatekrassar ekki samkomuna og heimtar að fá að syngja lagið...)
Annars finnst mér nú soldið gaman að sumun þessum "mellow" lögum með Dínó og Frankí boy frá fyrri tímum.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.3.2009 kl. 01:35
ohh hlustaði á Nínu syngja þetta í Köben.....
Hólmdís Hjartardóttir, 20.3.2009 kl. 02:19
Já já Get shorty og allt það sem fyrst :) Hagen rústar Frank þarna. Ógeðslega góð.. En Frank, Mr. Blue eyes, The chairman of the board, fyrsta öskur-yfirliða-idolið.
Hvað er hægt að segja um hann sem ekki hefur verið marg-sagt áður? Allar stelpur pissuðu á sig í námunda við goðið og Rat pack gengið hans drakk allt búsið sem til var í LasVegas og voru mestu töffararnir hérna megin Alpafjalla. Hann fékk mafíuvini sína til að hjálpa JFK í Chicago og dó svo óhamingjusamur vegna þess að Eva vildi ekki vera hjá honum. Ég hlustaði á hann og Nancy syngja Like I love you og líkaði það ágætlega í denn. Ekki eins sniðugt þegar Bónó í U2 fór að kyrja með honum dauðum.
Steypa er þetta orðin :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 20.3.2009 kl. 02:30
Nina Hagen og allir pönkaranir rústa þetta fyrir litla bláeygja mafíuvininum. Hins vegar verð ég að viðurkenna að höfundurinn, sem mig minnir endilega að sé Paul Anka (mér finnst hann alltaf hljóta að vera bróðir Kalle Anka=sænska Andrésar andar), fyltji þetta bara nokkuð vel þótt hann sé raulari af guðs náð. Svolítið vandamál hvað ég er orðin umburðarlynd í tónlistarmálum í seinni tíð, frá því almennilegt rokk (Stones, Zeppelin og co.) var að þynnast út og fram að pönkinu var ég hreinlega tilbúin að hætta að hlusta á tónlist frekar en fórna mér í að hlusta á það sem þá viðgekkst - nema náttúrlega blúsinn sem aldrei brást - (þetta er svona 1973-1978). Harðlínurokkari, smá klassík og svo nútímatónlist.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.3.2009 kl. 03:37
Vinsamlegast leiðréttið of margar innsláttarvillur (stafavíxl og auka j).
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.3.2009 kl. 03:38
Það versta er á klakanum okkar er hallærisleg og mjóróma Frank Sinatra eftirherma, sem að auki telur sig líklega vera magnaðan söngvara.
Stefán (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 08:50
Þið eruð hreint ógeðslega skemmtileg gott fólk.
Og fróðleikurinn ekki verri sem þið leggið til með.
Ragga: Ekkert að þakka, beint frá hjartanu.
Knús í daginn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2009 kl. 09:22
Sko ,,mín" kjaftfora kerling!!
Ég er svo innilega innilega sammála þér.
að vísu voru til Blues söngvarar, sem ekki voru neitt í ..viltu giftast ef þú bara giftist" bulli, heldur bara í groovi og nettum fíling.
Svo komu Janis og Stones, Hendrix Purple og fl góðir.
Svo kom auðvitað punkið. Ian Dury með Hagen ívafi.
Ekkert jafnast á við vormorgna eftir Glaumbæ, labba í dögginni í Hljómskó .
Hei það er að koma helgi.
Belss ,,mín" mellow minniga vekjari.
Bjarni Kjartansson, 20.3.2009 kl. 09:27
Bjarni: Góður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2009 kl. 11:28
Mér skilst að David Bowie hafi samið texta við lagið áður en Anka gerði það. Sá texti heitir vísy Only A Fool Learns To Love eða eitthvað álíka. Þetta var áður en hann varð frægur. Held hann sé feginn að hafa misst af þeim strætónum. Get ekki séð Báí raulandi My Way með slöppum texta. Færi honum ekki ver að vera krúnari.
Villi Asgeirsson, 20.3.2009 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.