Miðvikudagur, 18. mars 2009
Í ökkla eða eyra
Skoskur sérfræðingur, dr. Carol Craig segir að verið sé að ala upp kynslóð sjálfsdýrkenda.
Svíar kalla þetta egókynslóðina.
Ég kalla þessa kynslóð þolendur sakbitinna foreldra.
Það er eins og það sumir hlutir séu annað hvort í ökkla eða eyra.
Mín kynslóð var í sífelldum hneigingaræfingum fyrir kennurum, skólastjórum og öðrum valdsmönnum.
Við máttum ekki tala nema á okkur væri yrt. Þegja þegar fullorðnir töluðu og þeir héldu reyndar orðinu alveg stöðugt.
Það var nánast brottrekstrarsök að vera með tyggjó, eða bregða sér í búðina á móti skólalóðinni.
Þessi ósköp enduðu auðvitað með byltingu minnar kynslóðar þar sem við sögðum borgaralegum gildum stríð á hendur. Gáfum skít í allt sem tengdist yfirvöldum. Þar með taldir foreldrar.
Sumir áttu aldrei afturkvæmt úr baráttunni. Liðuðust upp í tómarúm með hassreyknum.
En núna er mér sagt að börn rífi stólpakjaft, fari ekki eftir reglum og hagi sér eins og litlir einræðisherrar.
Ég er ekkert að alhæfa, veit ekkert um málið, því nálægt mér eru bara yndisleg börn, hehemm.
Hvernig væri að reyna að finna hinn gullna meðalveg í þessu sem öðru?
Æi, hvað er ég að blogga um þetta?
Ég vaknaði í morgun og setti mig í bann fram að hádegi hvað varðar pólitík og svoleiðis fyrirkomulög.
En mig langaði að blogga.
Þetta er öruggt bloggefni er það ekki?
Fer enginn að missa sig yfir þessu blásaklausa málefni skyldi ég ætla.
Cry me a river og góðan daginn villingarnir ykkar og verið þið til friðs svona til tilbreytingar.
Jabb, verið það.
Varar við sjálfsdýrkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 09:39 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hverskonar uppeldi fékk eiginlega uppakynslóðin sem arðrændi þjóðina ? Þessir svokölluðu útrásarvíkingar, blekkingameistarar bankanna og samviskulausir fasteignasalar og braskarar, sem svifust einskis í því að ljúga og pretta. Var þeim virkilega inrætt það í uppeldinu að svífast einskis við að ná völdum og að svífast einskis við að hámarka peningagróða sinn á kostnað annara? Sé það svo, þá mega uppalendur uppakynslóðarinnar skammast sín.
Stefán (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 09:55
Uppalendur uppakynslóðarinnar eru fólkið sem gerði uppreisn gegn gömlum gildum um aga, aðhaldssemi og reglufestu. Ætluðu sko ekki að vera jafn leiðinleg og foreldrarnir. Og sjá - til varð kynslóð af fólki sem er algerlega óagað og kann ekki að skammast sín. Börn þessa fólks er svo sjálfhverfa kynslóðin sem aldrei hefur þurft að hafa fyrir neinu og hefur komist upp með kjafthátt og leti. Vonandi gera börn þeirrar kynslóðar uppreisn og heimta að gömul gildi aga, aðhaldssemi og reglufestu verði innleidd á ný.
, 18.3.2009 kl. 10:31
ég er af xoy kynslóðinni. Bugta mig og beygi og ríf kjaft á meðan
Hrönn Sigurðardóttir, 18.3.2009 kl. 10:35
Sæl, Jenný.
Ég er grunnskólakennari og hef starfað sem slíkur í 7 ár (reyndar 2 í fæðingarorlofi en það er kennsla í því).
Það eru sem betur fer til góð börn sem augljóslega eru vel upp alin og vel gerð. En það er til þó nokkur slatt af börnum sem gerir ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn, ef þú skilur hvað ég á við. Maður þarf stanslaust að vera að verðlauna þau ef það á að ná einhverju frá þeim. Þau gera ekkert án þess að það hangi gulrót fyrir framan þau. Svo er annar hópur sem gerir bara ekki það sem hann nennir ekki að gera. Alveg sama hvað, þeim finnst viðfangsefnið ekki nógu skemmtilegt eða vilja frekar vera að gera eitthvað annað og þá er ekki nokkur leið til að fá þessa nemendur til verks.
En eins og ég byrjaði á þá eru sem betur fer þó nokkur hópur af frábærum krökkum til sem eiga að sjálf sögðu sín móment en fúnkera flott. Ekki það að hinir hóparnir eigi ekki flotta einstaklinga og góða krakka, þeir bara hafa aldrei þurft að gera nokkurn skapaðan hlut nema fá verðlaun fyrir eða að þeim þætti verkefnið skemmtilegt.
Takk fyrir mig og Áfram Ísland.
Erna Kristín (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 12:09
Annað skemmtilegt bloggefni: Stebbi vinur þinn Fr. er miður sín yfir leikonu, sem er "heiladauð og á sér litla von um lækningu"
http://stebbifr.blog.is/blog/stebbifr/entry/831622/
Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2009 kl. 12:32
Stebbi er alltaf meira og minna miður sín yfir Hollývúdd...en að efninu. Þessi tegund Homo Sapiens er eintómir öfgar í allar áttir.
Þetta fer alltaf allt of langt.
Það eru allir að keppast við að vera ekki eins og foreldrarnir og missa öll tök á dæminu.
Fróðlegt innlegg kennarans hér að ofan
Ragnheiður , 18.3.2009 kl. 13:08
Já takk Erna Kristín fyrir fróðlegt innlegg.
Stebbi er svo mikil tilfinningavera Jón Steinar og skiptir þá litlu hvort um sé að ræða slasaða hóllívúddara eða sjálfstæðismenn og þeirra hyski.
Múha.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.3.2009 kl. 13:12
Stebbi vinur minn? Halló, get a live.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.3.2009 kl. 13:12
hmmmm..... Hvað kemur það málinu við hvað Stebbi Fr. bloggar um? Svona alveg burtséð frá því að ég sé ekki djókið í að vera heiladauður.....
Hrönn Sigurðardóttir, 18.3.2009 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.