Leita í fréttum mbl.is

Stjórnlagaþing - já takk

Stjórnlagaþing getur kostað á bilinu 1.700 til 2.100 milljónir króna.

Haldið þið að það sé?

Látið ekki svona, lýðræðislegar umbætur, já lýðræðið, kostar peninga.

Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki upp í nefið á sér yfir ábyrgðarleysi stjórnvalda að ætla að eyða peningum í þennan óþarfa.

"Hér er auðvitað um gríðarlegan kostnað að ræða og full ástæða til að krefja forráðamenn ríkisstjórnarinnar svara um það hvort þeim sé í raun og veru alvara með að leggja út í útgjöld af þessu tagi á sama tíma og niðurskurðar er þörf á öllum sviðum ríkisrekstrarins, þ.á.m. í velferðar-, heilbrigðis- og menntamálum,“ segir Birgir Ármannsson."

Það má benda Birgi og félögum á að þetta er krafa almennings eftir að flokkurinn hans svaf á vaktinni með skelfilegum afleiðingum fyrir mann og mús.

Ég veit að þeim þykir það ekki stórt mál hjá Sjálfstæðisflokknum að almenningur sé að heimta eitt eða annað, enda hefur hinn andlitslausi massi sem hefur barið búsáhöld í gríð og erg, verðir kallaður skríll og á hann sigað óeirðalögreglu.

En við viljum stjórnlagaþing þó það kosti dýra peninga.

Þó ekki væri nema til þess að setja undir lekann sem orsakaði að menn gátu farið með þjóðina á höfuðið án þess að nokkur fengi rönd við reist.

Annars nokkuð góð bara.


mbl.is Stjórnlagaþing kostar 1,7 til 2,1 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er full ástæða til þess að skoða alla möguleika á ódýrari lausnum, til þess að ná sambærilegum árangri. Nú átti að skera niður í heilbrigðiskerfinu um 2 milljarða og allt ætlaði um koll að keyra. Næsta vetur liggur fyrir að þá hefjist niðurskurðurinn fyrir alvöru. Þá mun fyrst heyrast í heilbrigðisgeiranum og frá almenningi. Ef eyða á 1,7 milljarði í stjórnlagaþing, þá verður til viðbótarniðurskurður. Ætla að geyma þetta blogg þitt til þess tíma.

Sigurður Þorsteinsson, 16.3.2009 kl. 13:44

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég skal taka þetta að mér ókeypis.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 16.3.2009 kl. 13:55

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigurður: Að sjálfsögðu á að leita að ódýrustu lausninni svo fremi að hún uppfylli kröfuna um utanþings stjórnlagaþing.

Ben.Ax: Láttu vita.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.3.2009 kl. 14:35

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

María Guðmundsdóttir, 16.3.2009 kl. 15:09

5 identicon

Birgir Ármannsson er líklega mesti vælukjói á Íslandi í dag og uppskar í samræmi við það í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Það er hlegið að honum jafnt innan flokks sem utan. Gott á hann !!!

Stefán (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 16:36

6 identicon

Er þessi minimum 1.700 mio.kr. ekki betur varið í t.d. heilbrigðiskerfið eða eitthvað annað þarfara?

Eru nú allt í einu til peningar til að fara að bjarga atvinnulífinu eða heimilinum sem eru að blæða út?

Það kostar 600 mio.kr. að frysta verðtrygginga lána heimilanna í eitt ár og það þótti ráðamönnum of dýrt.  Meira að segja Gylfi Arnbjörnsson var algjörlega á móti þessu, því þá myndu skuldaeigendur eins og t.d. lífeyrissjóðirniar missa spón úr aski sínum.

Hverslags lýðræði er þetta eiginlega?  Þetta er ekkert annað en skrýpaleikur.

Ísland er orðið að "leikhúsi fáránleikans" í bæði vinstri(landráða)aflanna!

Ja, nú er sko til nóg af peningum og fyrst að við höfum efni á stjórnlagaþingi sem kostar 1,7 - 2,5 mia.kr. þá er landið ekki eins illa statt fjárhagslega eins og af er látið, og væri það þá vel. 

Arinbjörn Hjaltason (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 17:09

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

HEYR HEYR !  ÉG ER ÞÉR SVO HJARTANLEGA SAMMÁLA JENNÝ ANNA.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 16.3.2009 kl. 17:35

8 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég held að við verðum að finna leið til að gera þetta fyrir 500 milljónir og það á að vera hægt.

Héðinn Björnsson, 16.3.2009 kl. 17:36

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég mundi ekki hafa áhyggjur af reikningskúnstum Íhaldsins varðandi stjórnlagaþingið. Auðvitað er það ekki ókeypis frekar en annað, en til að rétta af lýðræðiskúrsinn á Íslandi er ekki hjá því komist að fara í þetta verk. Ráðherraræðið er svo gríðarlegt að það er bara með ólíkindum. Hugsa sér að einn maður hafi vald til að ákvarða fiskveiðiheimildir fyrir heilt ár. Sú ákvörðun fer ekki til umræðu og atkvæðagreiðslu á Alþingi áður en veiðiheimildir eru gefnar út hverju sinni. Að slíkt vald sé falið einum manni er með ólíkindum. Hann talar um ráðleggingar vísindamanna og mikilvægi þess að vernda fiskistofnana og allt það. Alþingi tekur ekki þessa ákvörðun, heldur ráðherra og hann hefur til þess fulla heimild. Svona er lýðræðið á Íslandi í dag.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.3.2009 kl. 17:47

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er nú ekki sjálfstæðis í merkingunni XD en tel þó að þetta sé bruðl sem við höfum ekki efni á í augnablikinu. 

Ef slíkar peningaupphæðir  finnast einhvers staðar á lausu í samfélaginu vil ég nota þá til þess að koma skikki á fjármál þeirra 14 þúsund heimila sem hanga sitt hvoru megin við gjaldþrotalínuna. 

Kolbrún Hilmars, 16.3.2009 kl. 18:10

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Forgangsraða, forgangsraða ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.3.2009 kl. 19:26

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ekki metið til fjár að endurskipuleggja lýðræðið í þessu landi, en alveg augljóslega eru Sjálfstæðismenn hræddir við slíkt, enda gæti það orðið þeim þungur ljár í þúfu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2009 kl. 20:53

13 identicon

Já, Ásthildur.

EE elle (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 00:35

14 identicon

Og sammála nokkrum öðrum að ofan líka.

EE elle (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband