Laugardagur, 14. mars 2009
Ofbeldi á börnum!
Ekkert, alls ekkert, kemur mér í jafn mikið uppnám og ofbeldi á börnum.
Hér var ég búin að ákveða að vera í ljúfum laugardagsgír þegar ég sá þessa viðtengdu frétt!
"Illmögulegt virðist vera að víkja ófaglærðum leikskólastarfsmanni úr starfi þó að þrívegis hafi sést til hans slá tæplega fimm ára dreng. Starfsmaðurinn sjálfur viðurkennir einungis að hafa slegið barnið einu sinni."
Illmögulegt að víkja viðkomandi úr starfi?
Hvaða kjaftæði er það?
Jú, það er málið að nýlega féll dómur í Hæstarétti sem gaf grænt ljós á líkamlegt ofbeldi á börnum. Það má rassskella börn og þá væntanlega slá þau í andlitið líka.
Þetta er viðhorfið gott fólk, viðhorf sem sæmir ekki siðaðri þjóð.
Við erum vesæl við Íslendingar. Höfum ekki einu sinni staðfest barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Við þykjumst svo framarlega og nútímaleg í öllu sem lítur að mannréttindum en leyfum síðan ofbeldi á börnunum okkar.
Það eina sem leikskólinn getur gert í málinu er að bjóða móðurinni að skipta um leikskóla fyrir drenginn.
Auðvitað. Látum hann flytja sig og höldum starfsmanninum sem beitir ofbeldi!
Þetta er eins og í eineltismálum barna í skólum í gegnum tíðina. Þar er þolendanum boðið að skipta um skóla.
Réttlátt?
Nei, og það sem meira er, skilningurinn á líðan barna er undir frostmarki.
Þetta barn er á svipuðum aldri og tvö barnabarnanna minna. Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef einhver myndi gera þeim svona og það í umhverfi sem þau þurfa að dveljast allan daginn og eru undirseld fullorðna fólkinu sem á að gæta þeirra og hjálpa þeim til þroska.
Ég vona að foreldrar á þessum leikskóla bindist samtökum um að losna við ofbeldismanninn.
Og setji sig í samband við umboðsmann barna.
Ofbeldi gegn börnum er gjörsamlega ólíðandi og á ekki að eiga sér stað.
Er svona erfitt að skilja það?
Já, greinilega og dómstólarnir gefa tóninn.
Er ekki kominn tími til að setja í lög bann við ofbeldi á börnum?
Það hafa þjóðirnar í kringum okkur fyrir löngu gert.
Hvað er að þvælast fyrir okkur?
Sló barn utan undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dómar, Lífstíll, Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 09:58 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég er svo hjartanlega sammála þér Jenný Anna. Þetta er með ólíkindum.
Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem stéttarfélag gengur í að verja óhæfan starfsmann frekar en að gæta grunngildanna í starfi hans.
Það er aldrei réttlætanlegt að berja börn - og síst af öllu þegar um er að ræða fólkið sem á að vernda þau.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 14.3.2009 kl. 10:17
Ég ætla nú að verja gjörðir þessa starfsmanns en ég vil benda á að það virðist vera nóg að koma með "maður sló barn" í fréttum og þá hoppa allir bandbrjálaðir upp í ofbeldislestina. Sama hvort fréttin sé sönn eður ei - sé þessi frétt að öllum hlutum sönn þá er starfsmaður sekur um ofbeldi gagnvart börnum og það er ekki gott.
Svo spilar auðvitað inn í þetta hvernig börnin eru uppalin. Þar er ekki hægt að kenna neinum öðrum um en foreldrunum - sem auðvitað neita allri sök.
Ein saga sem ég heyrði var um starfsmann borgarinnar sem var að vinna við að laga eitthvað á skólalóð, líklega einhver rör þar sem að grafa þurfti holu. Starfsmenn voru auðvitað bara að vinna sína vinnu en það dróg auðvitað að börnin og unglingana. Einn krakkinn hafði sig mest í frammi og var farinn að moka aftur ofan í holuna - semsagt að trufla starfsmenn við vinnu. Að lokum, eftir að hafa reynt að biðja krakkann um að hætta þessu sem ekkert var hlustað á, þá greip starfsmaður í upphandlegg krakkans og talaði þjóstur við drenginn. Brást sá það illa við að hann hljóp heim vælandi og skælandi um vonda manninn, alla leið heim til mömmu - sú kom bálreið á svæðið og vildi ekkert heyra um hvað hafði gerst. Þetta endaði svo með einhverjum málaferlum. Hver er sekur þarna? Starfsmaðurinn, drengurinn eða foreldrið?
Spekingur (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 10:37
"Ég vona að foreldrar á þessum leikskóla bindist samtökum um að losna við ofbeldismanninn."
Ég er sammála en vil benda á að ekki kemur fram í fréttinni hvors kyns starfsmaðurinn er, gæti eins verið ofbeldiskona. Er raunar líklegra samkvæmt minni eigin reynslu en ég hef aldrei séð karl leggja hendur á barn en konur margoft.
Tóti (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 10:41
Hverslags eiginlega ofurvernd er þetta yfir sumum starfstéttum?
Hvern og hvað er verið að vernda í þessu dæmi?
Að berja sama barnið í þrígang! Tæplega 5 ára barn. Þetta er ein af þeim fréttum sem mig langar ekki að trúa.
Tek undir með Jenný vonandi geta foreldrarnir tekið til sinna ráða.
Einar Örn Einarsson, 14.3.2009 kl. 10:43
Uppeldi og ofbeldi eru andstæður. Það er hreinlega "ekki í boði" - svo ég noti leikskólafrasa - að slá barn utanundir hversu erfitt sem það er. Ef starfsmaður ræður ekki við skap sitt gagnvart barninu þarf HANN að fá aðstoð. Þarf að fá leiðbeiningar hvernig bregðast eigi við barninu.
Fólk getur átt slæma daga, en fagmennskan verður alltaf að vera í fyrirrúmi. Ófaglærður starfsfmaður þarf að vera undir umsjón þess faglærða og í rauninni finnst mér leikskólastjóri bera þarna ábyrgð.
Leikskólastjóri í leikskóla sem er með starfsmann sem slær barn utanundir hlýtur að eiga að víkja viðkomandi frá, eða í versta falli kalla til foreldra og þann sem brýtur á barninu og komast að sátt. Þekki ekki hvaða ferli fór þarna af stað. Skrítið allt saman.
Varðandi athugasemd þar sem skrifað er um vinnumann sem eru að moka skurð og grípur í hendi barns, það er ekki sambærilegt dæmi þar sem þessir menn eru ekki ráðnir til að vera verndarar þessara barna. Tek líka undir það að það eru vissulega til börn sem ýta á alla neikvæðustu hnappa - en þá er það OKKAR eldri að díla við það og gefur okkur aldrei heimild til ofbeldis.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.3.2009 kl. 12:06
Fyrirgefðu Ólína, athugasemd mín hér að ofan átti að vera til Spekingsins....
:( Enda ætlaði ég ekki að trúa því að þú tækir þessa afstöðu. Skammastu þín Spekingur!
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 14.3.2009 kl. 14:02
Adda: Algjörlega sammála þér varðandi Speking. Sér er nú hver spekin. Hm... Eins og það breyti einhverju hvernig barnið er?
Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt. Punktur.
Takk öll fyrir innlegg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2009 kl. 14:14
eru þrjú orð ekki nóg til að reka starfsmanninn? "Þú ert rekinn!"
Ingibjörg Hinriksdóttir, 14.3.2009 kl. 16:48
Já, mér brá þegar ég sá athugasemd þína Adda - og mér finnst satt að segja óþægilegt að sjá hana standa þarna, þar sem nafnið mitt er sett við skoðun sem er svo fjarri því að vera mín. Það er ekki víst að allir lesi lengra.
Má ekki bara eyða athugasemdinni með aðstoð Jennýjar, og skrifa nýja til Spekingsins?
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 14.3.2009 kl. 16:54
Ég skal gera það Ólína. Adda getur sett inn nýja.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2009 kl. 16:55
snilldarpistill! dómskerfið hérna er svo rotið, omg, vikudómurinn var líka fáránlegur og svo mega hjásvæfur foreldra beita lítil börn perralegu ofbeldi án nokkurs tilefnis - það segja dómarakallarnir allavega - við erum ekki bara vesæl þjóð heldur veik --> nánast fársjúk!
halkatla, 14.3.2009 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.