Leita í fréttum mbl.is

Farið ríðandi inn í helgina

Var að sjá þessa skelfingarfrétt af því að það væri búið að loka kynlega safninu í Köben.

Jeræt, mér gæti ekki verið meira sama.

En það er þetta með kynlíf sem ég staldraði við.

Heilt safn undir aðferðir, íhluti og föt til að rífa sig úr.

Alls kyns stellingar, ismar og istar.

Þegar ég var ung hélt ég að fólk sem lifði kynlífi eftir fertugt væru kynlífsfíklar.

Gamalt fólk stundar ekki kynlíf, það er bölvaður viðbjóður.

Vó, hvað maður getur haft rangt fyrir sér.

Hafið þið pælt í því að stóran hluta æfinnar hrærist maður í hugsunum um kynlíf?

Ástundar það líka, en það er ekki málið, maður er sífellt á milli drátta ef þið skiljið hvað ég meina.

Frá einum (drætti) til annars þó langt sé á milli.

Maðurinn er alltaf að leita að guði í gegnum kynlíf.  Finna í sér uppsprettuna til að sameinast föðurnum.

Flott afsökun.  Notið hana endilega.

Á ákveðnum aldri þá lifir maður leynt og ljóst í pælingum um draumaprinsa, eilífa hamingju og ástarbríma.

Ég elti þennan draum skammlaust þó ég hefði ekki hugmynd um það mestan partinn.

Giftist ansi oft, fannst það gaman enda sagði ég ykkur einu sinni að í fyrsta skipti sem ég steðjaði upp að altarinu var ég staðráðin í að gera það sem fyrst aftur.

Svo komst ég að því í fyllingu tímans eftir nokkrar giftingar og svona að  besta kynlífið á sér oftast stað utan hjónabands.

Nú er ég að fokka aðeins í ykkur og sjálfri mér í leiðinni.

Annars dáist ég að mér fyrir að hafa skrifað heilan pistil um ríðingar (hér set ég upp sólgleraugu).

Ég er af kynslóðinni sem mátti ekki einu sinni lesa um kynlíf.

Né fara opinberlega á túr.

Í staðinn kom helvítið hún Rósa frænka í heimsókn.

Og í leikfimi stundi maður upp úr sér eldrauður í framan að maður yrði að horfa á (túr sjúkdómsástand á þeim tímum?) vegna þess að maður "væri forfallaður".

Halló.

En eslkúrnar mínar, farið ríðandi inn í helgina.

Hehemm.


mbl.is Danskt kynlífssafn gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Arnar

Ég fer ríðandi allavega þvímín Íslenska meri bíður mín niðri við Kongelunden og við tölum vel saman (helv er hún góð á töltinu - er ekki mikið vanur slíkum góðgangi frá Skjóna og Jarpi þeir stukku jú bara og brokkuðu :-)

p.s melodifestival i morron afton på SVT1

Jón Arnar, 13.3.2009 kl. 23:19

2 identicon

öll getum við átt okkar þarfir,sem til allra lukku gera okkur ólík hvort öðru samanber"bylli the mountain"sögunni,til allra hamingju,annars væri lífið einsog hjá sjálfstæðismönnum fyrir prófkjör(allir eins)

zappa (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 23:58

3 identicon

Ég öfundaði tökubörn mikið þegar ég var lítil því foreldrar þeirra höfðu aldrei þurft að ríða.

Ég var yngst af sex systkinum og skammaðist mín alveg óskaplega yfir öllum

6 ríðingum foreldra minna.

Mér fannst þessi barnafjöldi nánast ófyrirgefanlega dónalegur og væri auðvitað

öllum augljós - en þar sem ég var yngst og afskaplega glöð að hafa

fæðst, reyndi ég að leiða þetta hjá mér !

Ég skrifa þetta með sólgleraugu enda af sömu kynslóð og þú.

Margrét (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 06:27

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hvassegiru.... er maðurinn að leita að Guði í gegnum kynlíf ? Aldrei heyrt þennan áður...

Jónína Dúadóttir, 14.3.2009 kl. 08:17

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég fór á safnið einu sinni - það var hörkugaman!

Er ekki viss um að ég geti uppfyllt ósk þína um að fara ríðandi inn í helgina en ég skal svei mér þá gera mitt bezta

Hrönn Sigurðardóttir, 14.3.2009 kl. 09:04

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehe hér frussaðist kaffið yfir morgunverðarborðið hehehe.... bjargaðir deginum, nú er vorið komið.  Takk fyrir hressandi færslu. vinkona

Ía Jóhannsdóttir, 14.3.2009 kl. 09:54

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég skammaðist mín líka rosalega fyrir sóðalegt kynlíf foreldra minna sem eiga 8 börn.

Takk fyrir vísur og bráðskemmtileg komment.

Stundum er bráðnauðsynlegt að fíflast svolítið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2009 kl. 10:01

8 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Ég hélt svei mér þá að Tígulgosinn væri að ganga í endurnýjun lífdaganna þegar ég las fyrirsögnina þína. Vissi fyirir víst að það er ekki þinn stíll að vera í bomsum og vera í hestastússi.

Kannski er fólk orðið þreytt á því að fara inn á þetta safn með sólgleraugu og sektarkennd, og hinir vija frekar "geraða" heldur en að skoða gamal rykfallið kynlífsdót, sem mér finnst ekki virka sexy á mig.

Hott hott ég er farinn að r.....................................aða í mig morgunmat

Einar Örn Einarsson, 14.3.2009 kl. 10:09

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Einar Örn: Góður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2009 kl. 10:32

10 Smámynd: halkatla

þú ert algjör snillingur ég sé þetta allt fyrir mér í huganum (ekki samt þetta dónalega) 

halkatla, 14.3.2009 kl. 16:44

11 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Eftirfarandi vísa er eftir nýlátinn hagyrðing.

Týndir og slasaðir bíða menn bana
sem bæglast á hestum um grundir og hlíð.
En ég hef fram að þessu haft fyrir vana
að horfast í augu við það sem ég ríð.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 14.3.2009 kl. 16:59

12 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Var það ekki hin frægi langferðabílstjóri Óli Ket. sem sagði parinu í aftursæti rútunnar hjá sér að þau þyrftu ekki að borga ferðina frá Selfossi, v.þ.a. "þið fóru nú ríðandi í bæinn" ?

Afsakið dónaskapinn, þetta bara skrapp út sísvona

Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.3.2009 kl. 18:42

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

HH: Ég dey!

Ben.Ax: Góður líka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2009 kl. 19:40

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

hákon Aðalsteinsson var snillingur, blessuð sé minning hans.

Magnús Geir Guðmundsson, 15.3.2009 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2987153

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband