Miðvikudagur, 11. mars 2009
Persónudýrkun - nei takk!
Hvað ætli verði fluttar margar fréttir af þrýstingi Samfylkingarinnar á Jóhönnu?
Ég skil Samfylkinguna alveg, Jóhanna er traustur og gegnheill stjórnmálamaður og það er ekki offramboð á þeim á þessum síðustu og verstu. Ég vona að þeir fái hana til að taka við keflinu af ISG.
En...
Persónudýrkun er eitur í mínum beinum. Það er stutt í hana, það er eins og við þurfum að leggja traust okkar og trú á einhvern og stundum upp að því marki að jaðrar við brjálæði.
Jóhönnu Sigurðardóttur hefur verið komið fyrir á kollektívu þjóðaraltari og ég dauðvorkenni henni að hafa á sér allar þessar rosalegu væntingar heillar þjóðar.
Ég dáist mikið af Jóhönnu, er einlægur stuðningsmaður þess að hún verði sem lengst í pólitíkinni og ég treysti fáum jafn vel til að halda um stjórntaumana og henni.
En að persónudýrkun svona almennt, þá getur þessi tilhneiging fólks gert mig brjálaða, ég verð ofboðslega pirruð.
Besta fólk hangir í tilbeiðslugírnum á þessum krepputímum - því vantar sárlega einhvern til að bera uppi væntingarnar.
Lofræðurnar eru færðar upp á nýtt plan - minningargreinar; snæðið innmat!
Auðvitað er persónudýrkun lenska í Sjálfstæðisflokknum og telst þar til eðlilegra hátta en ég er að tala um venjulegt fólk hérna.
Davíð er enn í guðatölu hjá íhaldinu - hvað get ég sagt?
Einu sinni var ég með ákveðinn stjórnmálamann á stalli.
Hann gat ekki gert neitt rangt.
Maðurinn var bjargvættur öreiganna, hann skildi þá, lifði fyrir þá og barðist fyrir þá.
Svo hætti hann því og fór í annað - hann fór í borgaralegasta embætti sem fyrir finnst og nei, ég útskýri það ekki nánar.
Kommasálin í mér fékk alvarlegt áfall.
Ég var svo miður mín yfir að það væri maður á bak við goðið að ég lagðist í þunglyndi og ákvað að því loknu að taka ávallt til fótanna þegar mér færi að hraka af persónudýrkunarheilkenninu.
Ég er nefnilega tilfinninga- og stemmingamanneskja, hrífst með, græt yfir þvottaefnisauglýsingum, mér því verulega hætt við þessu ástandi.
Ég hef haldið mér á þessari beinu braut nokkuð þokkalega með örfáum smáföllum sem ég hef leiðrétt hið snarasta um leið og ég hef náð að stilla mig af.
Fólk er fólk, með tilleggi upp á kartöflur og baunir.
Það er vísast að muna það.
En það er margt gott að koma út úr þessum hörmungum.
Fullt af nýju fólki gerir sig gildandi og hefur helling að miðla.
Hlustum, meltum og metum.
En hendum helvítis altarinu á haugana.
Capíss?
Beðið eftir Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Kjarnyrt að venju og mikið til í þessu hjá þér, persónudýrkun er hættuleg... fyrir báða aðilana
Jónína Dúadóttir, 11.3.2009 kl. 10:05
Jenný..ég bara DÝRKA þig og pistlana þína.
Og alveg sammála um að svona stallar eru bara fyrir fólk að detta niður af
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.3.2009 kl. 10:25
Þeir íhaldsmenn sem enn hafa Davíð í guðatölu eru að mínu mati á sama plani og þeir sem enn hafa Hitler og Stalín í guðatölu.
Stefán (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 11:14
Jóhanna er prýðilegur stjórnmálamaður og mættu nýliðar margt af henni læra. Hún hefur gefið það út að hún hafi ekki áhuga á að gegna stöðu formanns Samfylkingarinnar og það ber að virða.
Háir hestar eru ekki mjög stöðugir og slæmt þegar fólki er troðið upp á þá, óviljugu.
Ragnheiður , 11.3.2009 kl. 12:50
Það sem ég undra mig á er hversu lítið mark félagar Jóhönnu taka mark á orðum hennar. Hún lýsir því yfir að hún vilji ekki vera formaður og þá er í snarheitum skipulögð blysför heim til hennar til að reyna að fá hana til að skipta um skoðun.
SF lítur út fyrir bragðið eins og mauraþúfa sem ekkert kann annað en að fylgja hermaurunum. Allt verður að vera þar um slóðir með hefðbundnum hætti. Formaðurinn á að vera forsætisráðherraefnið o.s.f.r.
Ef að Jóhanna lætur telja sér hughvarf og mistekst síðan að fá nauðsynlegt fylgi, eða hlekkist eitthvað á síðar, getur hún staðið keik og sagt að hún hefði nú aldrei viljað þetta embætti og að því hafi verið hálfpartinn neytt upp á hana.
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.3.2009 kl. 12:54
Mæl þú kvenna heilust!
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.