Þriðjudagur, 10. mars 2009
Jói á hjólinu
Forsetar Bandaríkjanna mega ekki skrifa innkaupalista öðru vísi en að vera tilnefndir til bókmenntaverðlauna - og svo fá þeir þau og það er eins víst og að Sjálfstæðismenn eru með heví málþóf niður á þingi!
En hvað um það.
Ég kalla eftir skoðanakönnun!
Hvað eru margir sem horfa á Ísland í dag á Stöð 2 eftir að Nína og Geiri tóku við taumunum?
Ég sver það að ég held að áhorfstalan hljóti að vera á pari með tölunni sem Sjálfstæðisflokkurinn fær í skoðanakönnunum. Ca. 30%.
Eins og mér finnst það óskiljanlegt að 30 prósentukvikindi vilji kjósa íhaldið þá gæti ég trúað að þessir sömu Einsteinar horfi á nærmyndir af hverjum slordóna sem mígið hefur utan í tré á fylleríi og náð að selja ömmu sína hæstbjóðenda.
Meira að segja fréttirnar eru í sama stíl á Stöð 2, svona drífum þetta af, segjum frá því allra nauðsynlegasta og förum svo í auglýsingar.
Annars er þetta ágætt fyrir RÚV, ég er farin að komast í tilbeiðslukennt ástand þegar ég horfi á fréttir og Kastljós, ég sverða og lýg því ekki.
Tárast af þakklæti yfir hverri einustu frétt og atriði.
Alveg: Takk fyrir að segja mér þetta og láta mig trúa að þið meinið það. Snökt.
En á þessum tímum breytinga, umróts, spillingarmála og komandi kosninga við undarlegustu aðstæður sem ég hef upplifað, þá málar Stöð 2 nærmyndir af einhverju liði í pastellitum, fótóshoppuðum og alveg ógeðslega 2007.
En..
svo var ég að heyra að þeir ætluðu ekki að vera með kosningasjónvarp.
Þá var mér allri lokið. Ekkert kosningasjónvarp? Er þetta skólasjónvarp eða æfingabúðir fyrir hálfvita og væntanlega kaupendur vídeóleiga?
Sko, gott fólk, af hverju í andskotanum eruð þið að borga fyrir þetta rugl dýrum dómum?
Vídeóleigan er úti á næsta horni.
Eða eins og í mínu tilfelli inni í friggings sjónvarpinu.
Fjarstýringin bjargar lífi mínu hvern dag.
Á morgun vonast ég eftir að fá nærmynd af Jóa á hjólinu.
Obama hlýtur tilnefningar til bókmenntaverðlauna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2987323
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég get tekið þátt í þessarri könnun og staðfest að ég horfi ekki á Ísland í dag, ég er Kastljóskona.
Jói á hjólinu er áhugaverðari en margir aðrir sem dregnir eru fram í dagsljósið.
Ragnheiður , 10.3.2009 kl. 20:42
Það er alveg klárt að þegar Ísland í dag tekur nærmynd af Jóa á hjólinu þá mun ég vera límd við imbann og læt ekki Kastljós eða RUV fréttir trufla mig. Jói rokkar!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.3.2009 kl. 21:42
Þótt ríkissjónvarpið hafi stöðvartvövæðst þegar Páll og hans lið gekk þangað yfir þá má það nú eiga það að úr því hefur ræst og þar sér maður oft fréttir sem eru fréttir. Hins vegar er botninn algerlega dottinn úr stöð2 og alls óskiljanlegt að nokkurri viti borinni manneskju detti í hug að borga fyrir það sem þar er í boði.
, 10.3.2009 kl. 21:50
Horfi ekki á Ísland í dag og er bráðum búin að vera laus við Stöð 2 í ár. Tek ekki þátt í svona vitleysu, enda hef ég aldrei og mun aldrei kjósa Sjálfstæðisflokkinn, verð líka seint auðkona, hef reyndar stefnt að því að verða ríkur kennari en fólk hlær bara að mér.
Erna Kristín (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 23:05
Held að ég hafi aldrei horft á Ísland í dag. Og er búin að segja stöð2 upp fyrir ári síðan. Sakna enskis þar á bæ.
Ég er líka alveg bit á fólkinu sem kallar sig Sjálfstæðismenn, þau eru ein og hópur af gargandi villigæsum þar sem minkur hefur komist inn til. Þau fremja hvert asnastrikið af öðru, og svo situr sendinginn frá okkur í miðjum vefnum og hælist um. Mikið er ég feginn að hann fór. Megi bersa sem mest á honum fram til kosninga.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2009 kl. 09:24
Iss er löngu hætt að horfa á ísland í dag.Jói á hjólinu já ,ég man eftir honum.Annars hitti ég Tryggva á hjólinu síðasta sunnudagskvöld.Hann var hress
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 09:45
Hehe, þið eruð ágæt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2009 kl. 09:53
Já verð nú bara að segja, að ég er mjög duglegur hérna í útlöndunum að horfa á ýmislegt Íslenskt, en hef ekki einu sinni reynt að horfa á Íslandi í Dag.
Eini frétta þátturinn sem varið var í á StöðTVÖ var Kompás og þar sem það fittaði ekki lengur inn í Séð&Heyrtvæðinguna þá var sá þáttur auðvitað tekinn af dagskrá. Gott að vita að þátturinn sem hefur unnið til flestra verðlauna á stöðTVÖ fyrir utan Sjálfstættfólk, er það fyrsta sem fær að fjúka í kreppunni.
Unnsteinn J (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 10:28
Langar líka að bæta við, ég vil sjá Kompás aftur, á annari stöð og ég vil að Lára Hanna verði með í teyminu!
Myndi gera góðann þátt MIKLU BETRI
Yfir og út
Unnsteinn J (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.