Leita í fréttum mbl.is

Á þessum bleika degi

Ég er alveg búin að finna út úr því hvernig er best að meika það í lífinu.

Ef maður dinglar sér í sjónkanum nógu lengi til að maður brenni fastur í höfuð fólks þá ertu með pottþétta uppskrift á sökksess.

Ég ætla ekki að æra óstöðugan og fara að fokkast út í hann Sigmund Erni eitthvað að ráði, það eru svo margir sem láta þá staðreynd að Sigmundur mætti á svæðið og lenti í 2. sæti í NA-kjördæmi fara illilega í taugarnar á sér.

Reyndar var Sigmundur Ernir settur á minn svarta lista eftir gamlárskvöldsdramað í Kryddsíldinni, þá setti hann einfaldlega niður sína síðustu kartöflu í mínum garði.

Svo getur hann verið háfleygur og spakur á þingi án þess að það trufli mig.

En þetta sökkar auðvitað að einhver sem hefur ekki komið nálægt pólitík, bara verið í sjónvarpinu, labbi inn og skjótist upp fyrir fólk sem hefur unnið hörðum höndum í flokksstarfi og lagt heilmikið á sig.

Ég skil vel að fólk verði pirrað.

Annars eru fjölmiðlamenn og aðrir sviðsljósálfar oft kallaðir guðir nútímans.

Ég meina fólk vill vita hvað þeim finnst gott að borða í morgunmat.

Hvenær þeir hafi fyrst dottið í það.

Og annað fánýtt kjaftæði sem manni kemur ekkert við.

En hver er ég að vera að rífa mig.

Er farin að horfa á Silfrið á þessum bleika degi.


mbl.is Næsta skref að flytja norður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

erum við hvor eð er ekki með "séð og heyrt"liðið á þingi og hvar erum við svo stödd?vonandi verður eftir kostningar áfram ráðist í að ráða fagfólk í ráðherrastóla,einsog hefur nú verið gert ,að vísu tímabundið.

zappa (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 16:48

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er algjörlega á því að vera með utanþings ráðherra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.3.2009 kl. 18:14

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hvort það er Sigmundur Ernir eða hver annar, þá finnst mér gott að „óbreyttir“ nái svona árangri, en ekki bara afdankað lið úr útungunarvélum flokkanna.

Brjánn Guðjónsson, 9.3.2009 kl. 09:35

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brjánn: Sammála með að afdanskaða liðið úr útungunarvélum flokkanna.  En... óbreyttur, Sigmundur Ernir?  Halló, jörð kallar á Brján.

SE er gangandi og sprelllifandi kosningarbæklingur á lúxuspappír og í lit.

Maðurinn er búinn að vera í stöðugri kynningu í sjónvarpinu í 30 ár.

Óbreyttur my ass.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2009 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.