Leita í fréttum mbl.is

Sisterhúddið

 kvennadagur

Alþjóðlegi baráttudagur kvenna er á morgun.  Vá hvað tíminn flýgur, maður varla búin að snúa sér við og þá er komið ár!

Það eru spennandi tónleikar í Þjóðmenningarhúsinu á morgun kl. 17,00 og þar verða konur í öllum hlutverkum.

Skemmtilegt.

En..

Það var ekki eins skemmtilegt að horfa á bíómynd gærkvöldsins á RÚV.

Mynd um konur gerð af konum og ég hélt að þarna væri töff mynd um hipp og kúl konur.

Halló, það hefði átt að standa sem viðvörun að þetta væri mynd upp á 19 klúta og mörg eggvopn.

Mig langaði satt best að segja að myrða einhvern,  myndin var svo klisjukennd.  Hefði jafnvel reynt að beita einhverju á einhvern til að fremja eitthvað með eggvopninu.  Úff.

Nafnið á myndinni var það eina sem sló í gegn hjá mér:

"Divine secrets of the Ya Ya sisterhood".

Sandra Bullock og meðleikkonur hennar voru beint upp úr klisjupottinum.

Móðir hatar dóttur en elskar hana samt og vice versa.

Ég gæti gargað.

Af hverju er alltaf verið að halda að manni þessari ranghugmynd um skelfilega erfið samskipiti mæðra og dætra?

Ég keypti þetta kjaftæði fyrir mörgum árum og borgaði tugþúsundir króna hjá sálfræðingi til þess eins að komast að því sem mig hafði alltaf grunað, að mamma mín er frábær.

Stelpurnar mínar þurfa vonandi ekki að leggja í mikil fjárútlát til að komast að því að ég er æðisleg.  Sú staðreynd ÆTTI að minnsta kosti að garga í andlitið á þeim.

Ekki horfa á svona myndir stelpur.

Þarna er ekki verið að spegla líf alvöru kvenna.

Nú nema sisterhúddið auðvitað, það er til.

Ég er í mörgum sisterhúddum.

Og elska hvert einasta eitt.

Súmí.


mbl.is Konur í öllum hlutverkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég ákvað að fara að sofa frekar en að horfa á imbann í gær.

Á morgun langar mig meira í messu en kéllínga-eitthvað

Annars góð en þú?

Ragnheiður , 7.3.2009 kl. 17:48

2 identicon

Ég nennti ekki að horfa á þessa vælu-rang-túlkunar-mynd um mæðgur.Ömurlegt sjónvarpsefni

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 18:07

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

er thetta mædgnasamband ekki ordid útmjólkad?? og svo sammála,ordid svooooooooo klisjukennt ad thessi samskipti séu svona erfid,fullt af mædgum sem eru bara i gódum málum og lausar vid thessi mál.Sem betur fer.

Góda helgarrest

María Guðmundsdóttir, 7.3.2009 kl. 18:46

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég lét mér leiðast yfir henni - enda ekki svefnfriðinum fyrir að fara á mínum bæ í gærkvöldi!

Sammála þér að öllu leyti og líka með það að stelpurnar fari ekki að eyða og spenna andvirði margra banka í að komast að því hvað þú ert stórkostleg

Hrönn Sigurðardóttir, 7.3.2009 kl. 19:18

5 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Ég ætla bara að segja núna: Takk fyrir að vera blogvinkona min!

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 7.3.2009 kl. 19:33

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mömmur og aðrar kellur eru að mínu mati flestar geðveikt kúl konur...og flottur þessi bleiki sisterhood litur á síðunni þinni!!! Myndi setja broskerlingu hér með bleikan varalit ef hún væri til..rautt er bara "out" hér.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.3.2009 kl. 19:45

7 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Vá þetta er bara eins og skrifað um mig. Nema ég er alltf jafn bráðung!! Bleikleitur varalitur og kinnalitur

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 7.3.2009 kl. 19:50

8 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Æi, er þetta ekki bara í lagi? Þó ég horfi á svona amrískar klisjumyndir, þá flippa ég ekkert yfir þeim. Horfði ekki á myndina í gærkvöldi, gerði það fyrir mörgum árum og hún skildi lítið eftir. Steel Mangolians er af sama meiði og öllu betri.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 7.3.2009 kl. 20:46

9 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Steel Magnolians heitir hún víst

Ingibjörg Hinriksdóttir, 7.3.2009 kl. 20:46

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Horfði ekki í gær, en rámar í að hafa séð hana miðað við lýsingu frá þér

Sigrún Jónsdóttir, 7.3.2009 kl. 21:47

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ragga: Ég er ágæt.

Ingibjörg: Ég geri þetta meira að gamni mínu en ég get sagt þér að ég elska Steel Magnolias og Fried green tomatoes.

Sigrún: Þá hefurðu örugglega séð hana.  Hehe.

Tara: Sömuleiðis.

Takk stelpur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.3.2009 kl. 22:56

12 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Þetta verða sko megatónleikar. :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.3.2009 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.