Leita í fréttum mbl.is

En ég elska ykkur samt..

esja 

Ég óska þessum manni til hamingju, sko þessum sem gat marið fram sex ástæður til að flytja hingað á klakann.

Hann veit auðvitað ekki um alla hina plúsana sem eru innifaldir í fæðingarrétti Íslendingsins.

Að geta gengið úti í náttúrunni, hlustað á fuglasöng, lyktað af lyngi, verið einn í heiminum og altekinn af fegurð náttúrunnar.  Slíkt verður aldrei metið nógsamlega.

Að vera inni í hlýjunni og hlusta á rokið, rigninguna, snjóstorminn eða hríðina.  Það jafnast fátt á við það.

Að horfa á Esjuna á björtu sumarkvöldi og sjá endalaust ný litbrigði hennar.

Að horfa á sjóinn.

Að finnast maður heyra til, þó allt sé í kalda kolum.

Djöfull er ég væmin.

En mér þykir vænt um landið mitt.

Því miður þá ætti ég auðveldara með að hripa niður sirka hundrað ástæður fyrir að koma sér úr landi.

En ég ætla ekki að gera það. 

Vill ekki leggja mín lóð á vogarskálar varðandi brottflutninga á þessum síðustu tímum.

En málið er einfalt: Mér þykir undurvænt um þessa eyju og flesta sem á henni dveljast.

En sumir mættu flytja úr landi mín vegna.

En ykkur kemur ekkert við hverjir það eru.

En ég elska ykkur samt.


mbl.is 6 ástæður til að flytja til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er að hugsa um Grænland.

Edda Agnarsdóttir, 6.3.2009 kl. 12:45

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú?? Hví?? Á að flytja??????

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2009 kl. 13:43

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú ert líka skemmtileg "væmin".

Helga Kristjánsdóttir, 6.3.2009 kl. 14:17

4 Smámynd: Ásta Björk Solis

Ef eg gaeti fengid vinnu a Islandi a sumrin kaemi eg sko arlega.Thad jafnast ekkert a vid Island.

Ásta Björk Solis, 6.3.2009 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.