Leita í fréttum mbl.is

Hugsið áður en þið kjósið

Það sagði við mig kona í kvöld að samkvæmt þessari skoðanakönnun væru um 30% Íslendinga fífl.

Ég vildi ekki skrifa upp á það (amk. ekki opinberlega) en verð að játa að ég skil ekki landsmenn mína sem eru tilbúnir til að flykkja sér á bak við Sjálfstæðisflokkinn eftir allt sem á hefur gengið.

Ég nenni ekki einu sinni að fara inn á það hversu þessi flokkur hefur gjörsamlega týnt og tapað andliti frá bankahruni.

Ekki að hann hafi verið mikið upp á punt fyrir venjulegt fólk fram að þeim tíma.

Mér er þetta þjónkunarheilkenni sumra hulin ráðgáta.

Vonandi eru þetta samúðar"atkvæði" sem þarna koma fram.

Ég skal alveg skrifa upp á svona 15% fylgi ekki prósentustigi meira.

Í guðanna bænum Íslendingar hugsið áður en þið kjósið.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Jenný Anna !

Kommúnistinn; Steingrímur J. Sigfússon, er samsekur frjálshyggju hjörð D - B og S lista, hvar hann segir okkur ekki sannleikann, um raunverulega stöðu, okkar Íslendinga !

Mig grunar; Jenný mín - að staða okkar sé, mun alvarlegri, en okkur er tjáð !!!

Punktur !

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 23:32

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú mannst hvað nefndin sagði. Stefnan er góð en fólkið brást og kjósendur eru nátturlega að kjósa stefnuna, en skítt með fólkið.

Svo eru ansi margir flæktir í netinu og telja sig ekki getað losað sig. Halda líklega að "FLOKKURINN" sjái ef þeir krossa ekki "rétt".

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.3.2009 kl. 00:51

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála Óskari Helga, um það að staða okkar sé miklu alvarlegri en okkur er sagt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.3.2009 kl. 01:21

4 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Þú verður eiginlega að skilgreina þessi 15%

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 6.3.2009 kl. 02:26

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessi fimmtán eru ólæknandi bjartsýnismenn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2009 kl. 08:23

6 identicon

Það er algjörlega óhugsandi að 30 % þjóðarinnar séu svo heims að kjósa kvalara sína, Sjálfstæðisflokkinn. Mín skoðun á þessari fylgiskönnun er sú að hún nái mjög takmarkað til unga fólks og kvenfólks. Að þarna sé aðallega náð til íhaldsamra miðaldra karlpunga sem eru svo utangátta í lífinu að þeir hræðist allar breytingar. 

Stefán (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 08:30

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Krúsidúllan mín!!

Kíktu í Fréttablaðið í morgun.  Þar er skoðanakönnun, hvar þjóðin var spurð og hún hefur svarað.

 Spurt er:

VILT ÞÚ VINSTRI STJÓRN?

Þjóðin svaraði:

í . 1 lagi---Nei

í annann stað ,--Neiiii

í þriðja lagi og að lokum þetta:

neeeeiiiiii!!!!!!

Sumsé

Nýsköpunarstjórn Íhaldsins á Hægri kantinum OG íhaldsins á Vinstri kantinum.

Kann alltaf svo vel við kant eitthvað.

Þú skilur

Ekkert dónó þú veist

Bara svona mjúkt og rómó

Mibbú

Bjarni Kjartansson, 6.3.2009 kl. 08:47

8 Smámynd: Einar Steinsson

Ég hef aldrei skilið þá þrælslund sem fær launafólk til að kjósa flokk sem svo bersýnilega gengur erinda þeirra sem vilja halda launum, réttindum og lífsgæðum launafólks í lágmarki. Því fólki er ekki viðbjargandi.

Einar Steinsson, 6.3.2009 kl. 09:04

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála öllum hér sem eru hugsandi yfir því að sjálfstæðisflokkurinn skuli ennþá hafa svona mikið fylgi.  Já fólk er hreinlega fífl. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2009 kl. 09:08

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mibbó: Rólegur með þessa könnun.  Það er hægt að kjósa í hvert skipti sem þú ferð inn á síðuna.  Halló, marktækt?

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2009 kl. 09:19

11 Smámynd: Bjarni Kjartansson

OK

En þetta með nýSKÖPunarstjórn var svo obbó gaman.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 6.3.2009 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986829

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband