Leita í fréttum mbl.is

Fjölmiðlar - yddið blýantana

Ég er að fara að sofa.

En áður en ég geri það þá verð ég að koma því á framfæri hversu undrandi og hneyksluð ég er á því að enginn hafi haft rænu á að athuga sannleiksgildi yfirlýsinga Björgúlfs Thors á s.l. ári, varðandi flýtimeðferð á dótturfélagavæðingu bankans í Bretlandi.

Nú hefur sjálfstætt starfandi blaðamaður athugað málið og Bretar kannast ekki við málið!

Ekki miði, ekki nóta fyrirliggjandi um málið.  Allt eintómt kjaftæði í BT.

Erum við algjört þróunarríki í upplýsingaöflun?

Eða trúum við öllu sem við okkur er sagt?

Rosaleg siðblinda er í manninum ef hann hefur komið í sjónvarp og logið eins og sprúttsali.

Sem hann gerði.  Ekkert ef þar á ferð.

Fjölmiðlar - yddið blýantana, svona á ekki að gerast.

Það ríður á að hverjum steini sé velt við (kannast einhver við þennan?).

Fjandinn hafi það - ekki gleyma að sukkbarónarnir settu okkur á hausinn.

Í boði þáverandi ríkisstjórnar.

Og hinnar á undan henni.

Góða nótt.

Kastljós um málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2987255

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.