Leita í fréttum mbl.is

Minna hljóðmengandi drykkjumenning

Ég man hvar ég var þegar Kennedy var myrtur.

Ég man hvar ég var þegar árásin var gerð á tvíburaturnana.

Líka hvar ég hélt hús þegar það gaus í Vatnajökli 1996.

Svo man ég hvar ég var við öll möguleg og ómöguleg tækifæri.

Hef minni fílsins enda segir minn ástkæri og löglegi að ég gleymi aldrei neinu og taki það upp reglulega þegar mér finnst við eiga.

Röflið í manninum.

En ég man ekki hvar ég var 1. mars fyrir tuttugu árum þegar bjórinn var leyfður.

Ég veit það eitt að ég var ekki á bar.

Mér var nefnilega svo nákvæmlega sama get ég sagt ykkur.

Þetta var sko áður en ég fór að drekka.

Löngu áður en ég varð að virkum alkahólista.

Sem fór svo í meðferð og hefur síðan ferðast um lífið með friggings geislabaug á höfðinu.

Neysla á bjór hefur aukist um 128% á þessum tuttugu árum.

Fleiri stunda dagdrykkju (eins og yours truly gerði).

En það eru ekki jafn mikil helvítis læti í fyllibyttunum.

Drykkjumenningin (ætti að vera í gæsalöppum) er einfaldlega minna hljóðmengandi.

Það er munurinn.

Skál í boðinu.


mbl.is Tveir áratugir með bjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Til hamingju með bloggafmælið Jenný mín.  Einhvern tíma hefði ég nú smókað með þér og ég skal lofa þér því að ég verð ekkert þessi sem predikar yfir þér heheh... er enn með alla öskubakka uppivið heima ef þú skildir kíkja í kaffi.

Ekki man ég hvar ég var þegar bjórinn var innleiddur en mér finnst lengra en 20 ár síðan. 

Ía Jóhannsdóttir, 1.3.2009 kl. 12:55

2 Smámynd:

Ég var heima hjá mér með eitt tæplega ársgamalt barn, annað tæplega þriggja ára og eitt átta og hálfsárs og það liðu margir, margir mánuðir þar til ég notfærði mér bjórfrelsið

, 1.3.2009 kl. 13:19

3 Smámynd: Dísa Dóra

Ég man nú ekki alveg hvar ég var 1. mars fyrir 20 árum en ég man hvar ég var 2. mars fyrir 20 árum haha.  Þá var ég stödd í flugvél á leið til Kaupmannahafnar og svo áfram til svíþjóðar en þangað var ég að flytja   OMG það eru 20 ár síðan - fjúff það getur ekki verið þar sem ég er ekki deginum eldri en 25

Dísa Dóra, 1.3.2009 kl. 13:59

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég man nákvæmlega hvar ég var 1. marz 1989!

Þá var ég á fæðingardeildinni að eignast gullfallega stúlku - sem hefur orðið fallegri með árunum ef eitthvað er.

Hrönn Sigurðardóttir, 1.3.2009 kl. 14:20

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfur faðmur af ást og hlýju til þín elskulegust.....Ástarkveðjur frá mér til þín..:=)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.3.2009 kl. 15:53

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Alltaf hressileg og skemmtileg nafna,  aldrei leiðinleg.

Þjáist líka af þessu fílaminni, neibb ég er sko enginn gullfiskur.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 1.3.2009 kl. 21:03

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hver segir að ''drykkjumenningin'' sé hljóðlátari. Aldrei hef ég vitað mun á fullum manni eftir því hvort hann hefur drukkið vodka eða bjór. Meiri sala á áfengi þýðir meiri neyslu og meiri neysla þýðir meiri alkóhólisma og meiri alkóhilismi þýðir meiri hávaða og meiri leiðindi. Svona einfalt er nú það. Annars er ég svo langt frá drykkjurugli hvers konar að mér væri skítsama ef ég væri ekki sá kærleiksríki mannvinur og föðurlandsvinur sem ég er!

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.3.2009 kl. 01:08

8 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hahaha, þann 1. mars 1989 var ég á Verzlóballi á Hótel Borg að kyssa Gísla Martein  ....oh, my God....

Lilja G. Bolladóttir, 2.3.2009 kl. 11:15

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigurður: Víst var meiri ölæði í denn.  Kommon, þú hlýtur að muna það.

Lilja: Ég kalla þig góða að muna þetta, sko, svo margir voru í blakkáti.

Hrönn: Og fékkstu einn kaldan á sængina?

Þið eruð frábær.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.3.2009 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2986834

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.