Laugardagur, 28. febrúar 2009
Valdakikk
Ég harma innilega veikindi ISG.
Ég óska henni fulls bata og það sem fyrst.
Að því sögðu..
"Hún sagðist undanfarna fimm mánuði hafa barist við alvarleg veikindi sem hefðu kippt sér út úr daglegum veruleika. Því væri tímasetning á prófkjöri og kosningum ekki sú heppilegasta fyrir hana. Ég hugleiddi alvarlega að draga mig alveg í hlé og hætta í pólitík. En mér fannst að í því fælist uppgjöf gagnvart þessum veikindum mínum og ákvað því að berjast við þau," sagði Ingibjörg Sólrún og bætti við að hún væri þess fullviss að hún nái fullri heilsu."
Fyrirgefið þið en mér finnst þetta ekki alveg rétti vettvangurinn til að berjast við veikindi.
Svo held ég að ISG ætti að átta sig á því eins og vinur hennar og samstarfsmaður GHH gerði að í pólitík er best að þekkja sinn vitjunartíma.
Ég er mjög umfram um að fá félagshyggjustjórn eftir kosningar.
En ég treysti ekki Sollu til að koma því á koppinn.
Hún lofaði síðast en fór beint til íhaldsins.
Sjálfstæðisflokkurinn verður, bara verður að vera í skammarkrók næsta kjörtímabil að minnsta kosti.
Ofboðslega togar valdið í fólk.
Á maður að fara að kynna sér kikkið?
Ingibjörg býður sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Vettvangsferð eða framboð ?
hilmar jónsson, 28.2.2009 kl. 12:04
Hún á að víkja. Finna sér annan vettvang en stjórn á landi til að takast á við veikindi sín. Veit að mitt atkvæði fer ekki í Samfó með hana innanborðs.
Rut Sumarliðadóttir, 28.2.2009 kl. 12:12
Því miður dregur þetta úr líkum á að SF og VG verði hjón að loknum kosningum.
Sigurður Sveinsson, 28.2.2009 kl. 13:15
Hvernig þá ? Sigurður
hilmar jónsson, 28.2.2009 kl. 13:17
Ég hef fylgst með Ingibjörgu og Davíð frá því að þau voru í pólitík í borginni og fóru svo í landsmálapólitíkina. Fyrir mér eru þau tvö, í raun, með keimlíkt geðslag. Þau eru bæði hrjáð af Napoleons heilkenni, þ.e. þeirri drottnunargirni sem tengist geðrænni veilu ofmats á eigin gáfum og hæfileikum.
Enginn annar er hæfari en þau til "góðra" verka. Því geta þau ekki með góðu móti yfirgefið sinn eigin blóðvöll, þó svo illa sé fyrir þeim komið, af ótta við að hafa ekki lengur stjórn á atburðarrásinni.
Það á öllum að vera ljóst, sem hafa fylgst með pólitíkinni, að þessir tveir einstaklingar hafa ávalt látið almannahag víkja fyrir pólitískum hagsmunum sínum og síns flokks á ögurstundu.
Ég var á borgarafundinum í Háskólabíói þegar Ingibjörg talaði niður til rúmlega tvö þúsund manna og kvenna í salnum. Yfirlætið og hrokinn, bæði hjá henni og Geir, var slíkur að við sem vitsmunaverur eigum ekki að láta bjóða okkur slíkt oflæti í okkar garð.
Þó Ingibjörg hafi á þeirri stundu upplifað reiði fólksins úti í samfélaginu og inni í salnum, þá afgreiddi hún okkur bara með því að segja að við værum ekki þverskurður af þjóðinni. Þarna værum við bara stödd á eigin vegum, hvert og eitt. Þvílíkur djöfulsins hroki í einni manneskju. Þetta er svona Davíðs/Napoleons heilkenni sem leggst á margan manninn á valdastól og hrjáir hana verulega.
Ég tel að við eigum ekki að vera að þvæla veikindum fólks inn í pólitíska umræðu eins og Hörður Torfa hafði á orði í sambandi við veikindi Geirs. Áttum okkur á að það er leikur þess sem valdið hefur að spila á samúðina þegar hann telur sig vera að tapa stöðu sinni.
Þannig eigum við ekki að láta glepjast af fláræði þessa fólks. Þeim er alveg sama um veikindi þín og mín þegar á reynir, þar erum við bara kennitölur, með mismunandi arðsemi. Við megum þeirra vegna, bæði þjást og deyja drotni okkar án þess að þau fari á bömmer út af því.
Ég tel að veikur leiðtogi eigi að víkja en ekki fá þá samúð sem hér er alltaf keyrð af stað í hans garð. Það er nefnilega oft þannig að það er heil þjóð sem þjáist vegna þeirrar samúðar sem þessi eini einstaklingur fær.
DanTh, 28.2.2009 kl. 13:36
Eitthvað finnst mér endurnýjunin hjá Samfó léleg. Ingibjörg Sólrún áfram, ef ekki hún þá Jón Baldvin (ekki sá nýjasti undir sólinni), Jóhanna er frekar gömul í hettunni og svo á Össur blessaður að hanga þarna áfram. Mér finnst nóg komið, líkar reyndar vel við Jóhönnu en hún er farin að sýna valdatakta sem ég er ekki að fíla og sýnist á öllu að hún og Steingrímur séu að sanna það sem ég hefu margoft hugsað og sagt, að þegar fólk er komið í valdastóla þá er eins og það umpólist og verði allt annað fólk.
Mig langaði að sjá meiri endurnýjun hjá Samfó.... og reyndar alls staðar annars staðar líka. Ég held ég skili auðu eða sjái hvernig nýja aflið okkar verður. Vonandi fyllist það ekki af úrhrökum úr gömlu flokkunum. Ég skal samt reyna að vera jákvæð og bjartsýn....breytt og nýtt Ísland....Vonandi.
Erna Kristín (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 13:46
Jenný mín. Maður byrjar ekki með gamla kærastanum aftur. Við ætlum okkur að vera samferða eftir 25. apríl. Ég gæti svo sem sagt ýmislegt um Skallagím en . . . . .
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 17:44
Að færa sinn einkabardaga við skæðan og erfiðan sjúkdóm inn í landsmálapólitík er algerlega út í hött...ef Ingibjörg þarf að sanna fyrir sjálfri sér að hún geti tekist á við veikindi sín er það fínt en það verður hún að gera heima hjá sér en ekki á vettvangi þjóðmálanna. Nema hún haldi að hún sé þjóðin og að þessi veruleiki hennar eigi erindi við okkur öll.
Sem er misskilningur. Krafan er að leiðtogar þjóðar hafi heilsu til að sinna störfum sínum á ögurstundum þegar mikið mæðir á...við eigum hreinlega heimtingu á því.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.2.2009 kl. 18:20
ISG virðist ófær um að lesa í stöðu sína meðal kjósenda. Þetta ólæsi er búið að há henni allt síðasta ár og fer greinilega ekki batnandi. Hún virðist ekkert botna í að hún þurfi að axla ábyrgð á miklum mistökum sínum síðasta árið og heldur að allt snúist um veikindi sín.
ISG ætlar sér greinilega að hagnýta sér vinsældir Jóhönnu og hnýta sig aftan í hana til að troðast áfram og fullnægja valdafíkn sinni. Það kann að verða Samfylkingunni dýrkeypt en ISG setur sína hagsmuni í fyrirrúm.
Vonandi tekur Samfylkingarfólk í taumana og kemur vitinu fyrir formann sinn. Til hliðsjónar er gott að hafa ófarir Sjálfstæðisflokksins vegna misskilinnar foringjahollustu.
Sverrir (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 20:26
Hvað er Steingrímur aftur búinn að vera lengi formaður VG? Hvar er endurnýjunin þar?
Svala Jónsdóttir, 28.2.2009 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.