Leita í fréttum mbl.is

Ungfrú læri, kálfar, brjóst og bak

Female_Mannequin

Ég er á mínum hefðbundna laugardagssamning við sjálfa mig.

Ekki pólitík í dag umfram það sem þegar er orðið.

Sko, nema eitthvað gerist.

En að máli dagsins.

Á hverju ári verð ég jafn hissa þegar ég sé fjallað um fegurðarsamkeppnir?

Alveg: Ha? Eru þær tímaskekkjur virkilega enn við líði?

Jájá, heldur betur og ekkert á undanhaldi, það er nokkuð ljóst.

Mér finnst svo sorglegt að sjá þessar fallegu og efnilegu stúlkur standa fyrir framan "dómara" í fegurð sem undantekningalaust segja að "stúlkurnar verði að hafa innri fegurð og persónuleika til að eiga möguleika", og láta meta sig eins og gripi á markaði.

Hvað sem þeir segja "dómararnir" þá sitja þeir og mæla út læri, brjóst, maga, nef og allt hitt.

Þá er komin ungfrú sóandsó.

Það væri ágætis innlegg í jafnréttisbaráttuna að hætta þessu.

Ég vil meta bæði kynin af verkum sínum, hjartalagi og hæfileikum.

Ekki af tommufjölda frá læri og uppí nára.

Í hruninu höfum við þurft að læra að yfirborðsmennska og áhersla á ytra byrði og veraldleg gæði, segir okkur ekki nokkurn skapaðan um hlut um fólk.

Og reglurnar, leyfið mér að öskra.

Þær mega ekki reykja (flott að reykja ekki en er þetta ekki stjórnarskrárbrot? Segi svona, það er svo vinsælt að halda því fram þessa dagana).

Þær mega ekki vera mæður.  Helvítis Lólítuheilkennið þar eins og í tískubransanum.

Það er svo saurgandi að vera mamma.  Gargandi vitnisburður um að stúlkan sé búin að vera í hankípankí.

Það mætti ætla að keppendur væru að ganga í klaustur.

Erum við stödd á miðri síðustu öld þegar toppurinn á tilverunni var fyrir konuna að verma inniskó húsbóndans, vera aðlanðandi og halda kjafti?

Mér finnst svo sorglegt að horfa upp á þetta ár eftir ár.

ARG


mbl.is Magdalena Dubik kjörin ungfrú Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Já, Jenný Anna, það er nú oftar en ekki að við erum ósammála... en nú er ég sammála þér.

Það eru allar konur fallegar og engin ein óumdeilandlega fallegri en önnur. Ég geri ráð fyrir að það sama eigi við um karlmenn. Ég hef einfaldlega ekki velt því eins fyrir mér. 

Emil Örn Kristjánsson, 28.2.2009 kl. 15:16

2 identicon

síðan hvenar var í reglum að þær meiga ekki vera mæður?

Þóra (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 16:25

3 Smámynd: Tiger

 Ég horfi nú reyndar aldrei á þessar keppnir hér heima en ef íslensk stúlka kemst eitthvað áfram erlendis þá náttúrulega fyllist maður af þjóðrembu og fylgist vel með. 

Er sannarlega sammála þér að það á að meta fólk almennt eftir innri fegurð og verkum jafnvel.

En, svona "afþreyging" er víst og verður alltaf til. Mér er reyndar alveg sama - þannig séð - hvort svona keppni heldur áfram eða ekki, en mér finnst það ekki gott þegar unglingsstúlkur fara að reyna að breyta sjálfum sér til að mögulega komast á slík nautgripauppboð í framtíðinni - jafnvel svelta sig hvað þá meir ..

Hafðu ljúfa helgina Jenný mín.

Tiger, 28.2.2009 kl. 16:51

4 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Smá innlegg frá mér, Jenný:

Ég man ekki hvenær ég horfði síðast á fegurðarsamkeppni og er því fyrir mína parta frekar sama um afdrif slíkra keppna/sýninga. En á hitt ber að líta að margar stelpur sækja það stíft að fá að taka þátt því þær langar að flíka fríðu fési og koma sér á framfæri í framhaldinu. Enda hafa sumar náð að skapa sér heilmikinn karríer úr því að hljóta kosningu. Þær hljóta að mega það, án þess að við hin höfum neitt frekar um það að segja ...?

Mér finnst fínt að mismuna reykingastelpunum með þessum hætti; ef það verður til þess að einhverjar skvísur leggi pakkann á hilluna þá er gerningurinn hreint þjóðþrifaverk. En mömmu-tabú-vinkillinn finnst mér aftur á móti skrýtinn, og sé engin rök fyrir honum.

Að lokum hnaut ég um fullyrðingar Emils í kommentakerfinu hér að framan.

" Það eru allar konur fallegar og engin ein óumdeilandlega fallegri en önnur."

Með öllu respekti - ertu alveg galinn, maður?! Eða bara sjóndapur? Það er kannski ljótt að segja það en því fer fjandans órafjarri að allar konur séu fallegar, ekki frekar en karlmenn. Og að engin ein kona sé óumdeilanlega fallegri en önnur ... fjúúú, þetta er bara pjúra veruleikafirring.

Með góðri helgarkveðju, Jenný

Jón Agnar Ólason, 28.2.2009 kl. 17:24

5 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það er alltaf þessi leyndi draumur að endurupplifa Hófí og Jón Pál, þessar fegurðardrottningar eiga að halda uppi þjóðarstoltinu, fallegasta kvenfólk í heimi og allt það. Þess vegna er nú pínulítill húmor í því að þessi stúlka er hreint ekki íslensk, heldur eru foreldrar hennar pólskir tónlistarmenn sem hér hafa búið árum saman og gert garðinn frægan með sinfó o.fl. Ekki þar fyrir að hún er ekkert ljótari fyrir það. En hugsa sér að hún yrði nú ungfrú alheimur, að ungfrú Ísland kæmi frá Póllandi. Það væri nú dálítið skemmtilegt fyrir þjóðarstoltið eða hvað

Margrét Birna Auðunsdóttir, 28.2.2009 kl. 18:37

6 identicon

Fegurð selur. Það er ekkert flókið við það.

Í Idolinu er hæfileikaríku fólki gefið kostur á að koma sér á framfæri.

Í fegurðarsamkeppni er fallegu fólki gefið kostur á að koma sér á framfæri.

Þetta gefur markaðsöflum, sem hafa annaðhvort ekki skynbragð eða ítök, tækifæri til að leita uppi rétta fólkið. Svo gefur þetta fallegum stelpum tækifæri á að sýna sig. Margar stelpur sem sækja á frama í þessum bransa vita að það er erfitt að koma sér á framfæri og sanna sig. Þetta er því kjörið tækifæri.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 19:22

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér um daginn þegar ég horfði á Idolið. Þetta með að móðurhlutverkið og fegurðardrottningartitill ættu ekki samleið. Í íslenska Idolinu keppir nú hinn huggulegasti ungi maður sem einhvern tíma tók þátt í Herra Ísland (ég man ekki hvort hann vann). En þessi ungi maður á dreng. Ungi maðurinn er sem sagt faðir. Og mér reiknast til að það barn hafi verið til þegar ungi maðurinn keppti um titilinn Herra Ísland. Í framhaldinu ákvað ég að það hlyti að vera búið að fella þessa reglu fegurðafrömuða úr gildi: þ.e. að fegurð og foreldrahlutverk færi ekki saman.

En reglan er sem sagt enn í gildi?

Hvað segirðu annars dúllurassinn minn?

Jóna Á. Gísladóttir, 28.2.2009 kl. 19:40

8 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég er eins og sumar þvottavélar, sem auglýstar eru til sölu með afslætti, útlitsgallaður. Um mína innri fegurð fer ekki mörgum sögum. En mér finnst það ósköp saklaus skemmtun ungra stúlkna að keppa í því sem hvorki er hægt að mæla né meta.  

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 28.2.2009 kl. 19:44

9 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ungi maðurinn hefur ekki verið með slitför á maganum. Það hefur barnsmóðir hans sennilega haft. En hún var heldur ekki að keppa. Og hefði ekki fengið.

Jamm, þessar reglur.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 28.2.2009 kl. 20:33

10 identicon

Þett snýst um væntanlega tekjur í hugum þáttakenda og ekkert annað.

itg (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 20:52

11 Smámynd:

Alger tímaskekkja og ætti að setja lok á eins og annað glys og glingur sem fylgdi yfirborðsdýrkuninni.

, 28.2.2009 kl. 21:10

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hún er nú bara ansi snoppufríð þessi dama.  Takk fyrir hlýjar kveðjur Jenný mín.

Ía Jóhannsdóttir, 28.2.2009 kl. 21:51

13 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Mér finnst svona komment alltaf jafn kjánaleg - afsakaðu þessi orð minn ágæti bloggvinur - líttu á samfélagið. Þetta er bara genasýning og það er vart til meira "relevant" sjónvarpsefni í rauninni þótt það sé hjákátlegt að mörgu leyti.

a) Karlar hugsa um kynlíf a.m.k. 50% af deginum og myndu gera nánast hvað sem er til að sofa hjá. Þeirra hugsun á bakvið áhorf á þetta er frekar basic sko - Ég er þeim megin línunnar sjálfur!

b) Kvenfólk hugsar yfirleitt um fátt annað en útlitið á sér og þá fremur á neikvæðum nótum með því að bera sig saman við annað kvenfólk.

c) Mun fleira kvenfólk, leyfi ég mér að fullyrða, horfa á þessa kroppasýningu en karlar þótt það sé hálf kjánalegt. Það skrifa ég á genetískt forrit sem heitir: "Tryggðu þér aðgengi að karlmönnum."

Þetta er allt samkvæmt genaformúlunni - armur náttúruvals Darwins er langur og sterkur!

Aðalatriðið er að það er varla til meira passandi keppni en fegurðarsamkeppni kvenna og valda/kraftakeppnir karla því þeir þættir eru ráðandi hjá okkur sem tegund. Orsakar ljúfsára eymd hjá kvenfólki, öfund eða markmið og virkar á sinn augljósa hátt fyrir karlana.

Reyndar finnst mér þetta sjálfum þessi fyrirmyndadýrkun ósköp kjánaleg líka. Ætli ég sé þá ekki kjáni? :)

Rúnar Þór Þórarinsson, 1.3.2009 kl. 00:29

14 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Mér fundust greinarnar og umtalið hjá þessum tveimur fyrrverandi keppendum um daginn ansi hreint gott, dissuðu þessi 'jákvæðu áhrif' keppnanna til helvítis, það sem kæmi helst út úr keppnunum fyrir stelpugreyin sem tækju þátt væri aðallega átraskanasjúkdómar.

Litla dóttir vinkonu minnar, þegar hún var fárveik og sem allra horuðust fyrir nokkrum árum síðan fékk ekki frið fyrir módelagentum á meðan. Viðbjóður!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 1.3.2009 kl. 00:55

15 Smámynd: Ólöf Anna

piff ert bara abbó

Ólöf Anna , 1.3.2009 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2985732

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband