Leita í fréttum mbl.is

Talandi um martraðir!

Jóhanna yrði flottur formaður Samfó, ef til stendur að breyta um þar á bæ, sem ég veit ekkert um.

En það er ekki nóg.

Það versta við kosningar á Íslandi er að við vitum sjaldnast hvaða stjórn við fáum eftir að talið er upp úr kjörkössunum.

Í þetta skipti mun ég ekki styðja flokk sem segist ganga óbundinn til kosninga.

Það er á hreinu.

Það er eins og að segjast vera til sölu fyrir hæstbjóðanda.

Reyndar hafa VG lýst yfir vilja sínum til að halda áfram núverandi stjórnarsamstarfi.

Ég vil gjarnan að Samfó gefi út slíka yfirlýsingu líka.

Framsóknarflokkurinn hefur stundað þessa klæki með "óbundnir til kosninga" með góðum árangri fyrir flokkinn og skelfilegum árangri fyrir almenning.

Reyndar trúi ég og vona að nýr Framsóknarflokkur viðhafi öðruvísi vinnubrögð en sá "gamli" gerði.

Það er algjörlega óþolandi að horfa upp á flokka sem tapa í kosningum setjast í valdastóla í nýrri ríkisstjórn á meðan sigurvegarar kosninga sitja í stjórnarandstöðu vegna þess að þeir voru ekki plottaðir inn í samsullsstjórn.

Þið vitið hvað ég meina.

Upp á borðið með hvað flokkum hugnast best varðandi samstarf og helst vill ég sjá félagshyggjuflokkana fara í kosningabandalag.

Svo það komi ekki til óhuggulegra timburmanna daginn eftir kosningar.

Timburmanna sem staðið gætu í fjögur ár.

Talandi um martraðir!

P.s. Þetta á auðvitað við um möguleg ný framboð sem eru að koma fram.


mbl.is Flestir vilja að Jóhanna leiði Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ekki það að ég hafi trú á samfó, en Jóhanna er örugglega betri kostur en Ingibjörg.

Ingibjörg hefur ekki réttu áruna í þetta, er of hrokafull.

Sagði ekki nýbakaður þingmaður Frjálslynda flokksins að Jóhanna væri með stærstu áruna ?

hilmar jónsson, 27.2.2009 kl. 14:46

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já list vel á thad..og Jóhønnu sem formann. Sé ekki neitt vænlegra i stødunni lige nu..en thad gæti svosem breyst.

Góda helgi Jenný,hafdu thad gott

María Guðmundsdóttir, 27.2.2009 kl. 16:48

3 identicon

Jóhanna á að vera pro alla leið fyrst tíminn hennar er loks kominn, á ekki mörg ár eftir. Samstarf Samfó og VG getur aldrei enst svona lengi. Segi saga og sönn á milli vinstri flokka. Ekki það að það séu aðrir kostir skárri. Það er stóra problemið í flokkapólítíkinni í dag. En ég sé ekkert að því að flokkkar komi óbundnir til leiks.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 17:45

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jenný mín, þetta með Framsókn mín tilfinning er sú að þetta sé sama gamla plottsettið, bara með nýmálaða framhlið.  Þar á bæ hefur ekkert breyst, og mun ekki breytast.  Annars lýst mér vel á Jóhönnu, hún er ein af þeim fáu heiðarlegu manneskjum þarna niður á þingi, að mínu mati.  En það er líka satt, auðvitað þurfa flokkarnir að koma hreint fram og segja hverjum þeir vilji starfa með, komist þeir í þannig aðstöðu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2009 kl. 22:07

5 Smámynd: Jón Arnar

væri ekki ok að koma óbundin nú eftir svona stutt "hjónaband" - held bara að þetta verði enn ein "dumskalla" stjórnin eftir síðustu fréttum eð dæma!

Jón Arnar, 27.2.2009 kl. 22:42

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Var á fundi með frambjóðendum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvestur kjördæmií gærkvöldi. Það var stóra spurningin, ætlið þið að ganga "óbundin" til kosninga, eða fá kjósendur skýr skilaboð um samstafsflokk(a) eftir kosningar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.2.2009 kl. 22:55

7 identicon

Við einfaldlega verðum að fá vinstri stjórn eftir kosningar.

Svandís Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 23:56

8 Smámynd: Einar Indriðason

Mín skoðun á B er sú að þar sé "gamalt vín á nýjum belgjum".  (Sama hugsun, en ... dulbúin til að falla betur í kramið hjá rugluðum kjósendum.)

(Ég ætla ekkert að tjá mig um D... held ég þurfi ekki að bæta orði í þann pott.)

Einar Indriðason, 28.2.2009 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband