Leita í fréttum mbl.is

Járn í járn, brúðkaup í sveit og falleg börn

Eftir daginn í dag þá er ég komin með upp í kok af fléttu- og baktjaldapólitík.

Allt stendur fast, plottið fær á sig nýjar og nýjar myndir.

En...

Í kvöld hef ég horft á bíómyndina Sveitabrúðkaup.

Ég brosti út í annað af og til en líður að öðru leyti eins og að ég hafi verið plötuð illilega.

Myndin var hlaðin lofi af gagnrýnendum.  Halló - erum við að tala um sömu mynd?

sofandi engill

Um helgina voru þau hér í gistingu Hrafn Óli og Jenný Una þau yndislegu systkini.

Hrafn Óli a.k.a. Lilleman/Lillebror, hleypur um allt, opnar og lokar hurðum, réttir ömmu og afa eitt og annað sem hann finnur og segir "kakk" svo fallega.

Svo sofnaði hann í rauðum náttgalla sem stendur á "Here comes trouble" sem er nokkuð nærri lagi þegar hann á í hlut.  Krúttsprengja inn í merg og bein drengurinn og svo fallegur, ekki síst þegar hann sefur.

jenny með pabba.

Og svo er hér ein mynd af Jenný Unu með pabba sínum en hún er á því stelpan að pabbi hennar geti gert alla hluti skemmtilega, líka þá alla hversdagslegustu.

Hrafn Óli er sammála og amman styður erindið líka.

Annars er þessi dagur alveg orðinn nægilega langur.

Farin í lúll, eða að minnsta kosti að hugsa um að fara þangað.

Nótt-nótt á ykkur.


mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er andvaka á meðan laufin sofa...........

Hrönn Sigurðardóttir, 24.2.2009 kl. 01:06

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þá ertu spaði.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.2.2009 kl. 01:12

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið eru sofandi börn alltaf falleg og saklaus. Tannburstafeðginin eru líka svo yndisleg, nóttina

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.2.2009 kl. 01:25

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ok konur,farid thid aldrei ad sofa???

Allvega, ynsdisleg barnabørnin, og já..thau eru saklaus medan thau sofa  hehehe...en já "here comes trouble" hljómar nokk spott on bara  

Kvedja hédan og hafdu gódan dag Jenný

María Guðmundsdóttir, 24.2.2009 kl. 07:40

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dásamlega fallegur drengurSammála þér með Sveitabrúðkaup, stóð ekki undir mínum væntingum

Jónína Dúadóttir, 24.2.2009 kl. 08:05

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já það er stundum ekkert mark takandi á kridikerum.  Dúllurnar þínr eru algjörir gullmolar Jenný mín.  Eigðu góðan dag.

Ía Jóhannsdóttir, 24.2.2009 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband