Sunnudagur, 22. febrúar 2009
Bandsjóðandi reið
Ég er gargandi ill eftir að hafa hlustað á Atla Gísla í Silfrinu.
Hann talar nefnilega mannamál og ég skil nú betur en áður hversu illa við höfum verið rænd af auðmönnum í boði stjórnvalda auðvitað.
Atli talar um að það eigi að setja þennan hóp (ca. 40-30 manns) á válista og bankarnir (okkar) eigi ekki að skipta við þá.
Halló - er það ekki þegar inni í myndinni?
Það hélt fíflið ég.
Í þau skipti sem maður hefur verið of seinn að borga, farið yfir á kortinu eða gert annað andbankalegt í fjármálunum sínum í gegn um árin hefur maður svo sannarlega verið látinn borga og blæða.
Og hafa mínar syndir ekki miklum sköpum skipt fyrir aðra en "yours truly".
Ég er ekki að kvarta - finnst sjálfsagt að fólk sé lamið til fjármálahlýðni með refsingum, dráttarvöxtum og öðrum bankafærum aðgerðum, svo fremi að sanngjarnar séu.
Maður skyldi ætla að þetta næði yfir alla viðskiptavini bankanna. Sömu reglur fyrir JJonna og Júlíus
En af hverju í andskotanum er ekkert að gerast í þessum málum?
Hvernig væri að frysta eigur þessara manna?
Ójá, hvernig læt ég? Það væri mannréttindabrot offkors.
Djöfuls kjaftæði, það er búið að fremja mannréttindabrot á okkur almenningi og við eigum að borga og brosa.
Við borgum ekki - ég sverða, nema að þetta lið sem var svo hálaunað vegna mikillar ábyrgðar í starfi (góður) druslist með eigur sínar hingað og lágmarki skaðann.
Ég er bandsjóðandi reið get ég sagt ykkur.
Útrásarvíkingana á válista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Loksins kominn þingmaður sem talar af viti! - Við hvað eru þingmenn annars hræddir?
Kolla (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 14:27
Innilega sammála hverju orði !
Jónína Dúadóttir, 22.2.2009 kl. 14:33
Ég er líka bandsjóðandi reið, hvar endar þetta rugl?
Sigrún Jónsdóttir, 22.2.2009 kl. 14:37
Ef það er ekki kominn tími til allsherjarverkfalls og þrýsta á að réttlæti verði að einhverju leiti fullnægt í þessu þjóðfélagi ....þá bara veit ég ekki hvað.
Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 14:40
verðum við ekki að taka tillit til íslenskra aðstæðna og meðalálags á vergt meðaltal lánskjara.
ehaggi?
Brjánn Guðjónsson, 22.2.2009 kl. 14:56
Jamm það er ekki alveg laust að það sjóði á manni við svona lesningu. Það er greinilega ekki sama hvort það er Jón eða séra fyrir framan.
Anskotans fokkings fokk!!
Dísa Dóra, 22.2.2009 kl. 14:58
Alþingismenn, já, segirðu? Ætli bara Atli Gíslason sé ekki einn af örfáum stjórnmálamönnum, sem eru lausir við að eiga þátt í öllu pókerspilinu. Kæmi ekki á óvart.
Nöldurseggur (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 15:15
Atli kann að orða það!
Hrönn Sigurðardóttir, 22.2.2009 kl. 15:16
Nákvæmlega,við hvað eru þingmenn hræddir.Allir nema ATLI eða hvað ?Lafhræddir við útrásarklíkuna?Af hverju???????
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 16:43
Þegar kemur að húsnæði gjaldþrota fjölskyldu er ekki verið að tala um neina frystingu það er hreinlega tekið eignarnámi samdægurs. Það er ekkert að vefjast fyrir yfirvöldum.
Finnur Bárðarson, 22.2.2009 kl. 17:07
Atli hlýtur að vera samkvæmur sjálfum sér og heimta það líka að þeir sem staðnir eru að því að veiða með maðki í ám þar sem það er bannað fari á sérstakan válista hjá þeim sem sjá um árnar. Auga fyrir auga er mórallinn á þeim bænum greinilega.
http://eyjan.is/blog/2007/09/17/%c3%beingma%c3%b0ur-var-i-ma%c3%b0kahollinu-i-hitara-vei%c3%b0i-alltaf-a-flugu-segir-atli-gislason/
kv. Barton
Barton (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 17:18
algerlega sammlá þér Jenny.. og Barton þú ert fífl.
Óskar Þorkelsson, 22.2.2009 kl. 18:07
Þú ert ekki ein um að vera reið, ég gæti trúað að 80 % af þjóðinni sé á suðupunkti,
Stjórnmálamenn skelfa eins og hríslur, þora ekki að kjósa um stjórnlagaþing. Í Silfri Egils talaði Eiríkur Tómasson um samtryggingu þingmanna.
Ég var kommi en orðin krati, hver andskotan voru mínir þingmenn að hugsa, svo ég tali nú ekki um nöfnu mína.
Eru þeir allir þ.e.a.s. þingmenn og ráðherrar að bíða eftir að lygni, eins og venjulega. Það er bláköld staðreynd að Íslendingar hafa gullfiskaminni. Við verðum alveg bandsjóðandi viltlaus, rífum kjaft á torgum úti en síðan fellur allt í ljúfa löð.
Eigum við ekki að gefa í, fara með meira en potta og pönnur niður á Austurvöll, eigum við ekki að fara með gömul og úr sér gengin rafmagnstæki og slá í þau, skilja þau síðan eftir alþingismönnum til umhugsunar.
Flestir núverandi þingmenn og ráðherrar eru eins og úr sér gengin rafmagnstæki:
ALVEG HANDÓNÝT! Afhverju hlusta þeir ekki á okkur og ekki heldur sína nánustu samstarfsmenn eins og´Atla. Við hvað eru þeir hræddir?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 22.2.2009 kl. 18:07
Já - þeir skulu hunskast heim með peningana og borga eitthvað af þessu. Ef ekki þá skulum við mæta á Austurvöll og bannfæra þá.
Valgeir Skagfjörð, 22.2.2009 kl. 18:12
Þegar ég fór i banka til að fá lán þurfti ég að skila inn launaseðlum,skattaskýrslu,veðbókarvottorði og fara í greyðslumat ,þegar allt þetta var búið gat ég hugsanlega fengið lán fyrir 1 milljón eða svo ,en svo dropar inn einnhver og spyr hvort hann geti fengið einn milljarð fyrir þessu já svo vantar mig 3 milljarða fyrir einu húsi í góðri borg já ekkert mál góði er eitthvað fleirra fyrir þig ,ekki einu sinni gert greiðslumat eða athugað hvort hann hafi veð fyrir þessu .og svo eigum við aumingjarnir sem fengum 1 milljón með herkjum að borga fyrir þessa landráðamenn .
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 22.2.2009 kl. 18:55
Knús knús og ljúfar kveðjur..:=)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.2.2009 kl. 19:35
Svo sammála þér!! erum við ekki flest orðin bandsjóðandi reið nema kannski pólitíkusarnir
Huld S. Ringsted, 22.2.2009 kl. 19:50
Barton er greinilega einn af þessum fluguveiðisnobbkörlum
Ólafur Gunnarsson, 22.2.2009 kl. 20:56
Barton: Man eftir þessu, ertu að bera þetta saman. Maður sem var með Atla að veiða notaði vitlausa beitu (heitir þetta ekki svoleiðis). Ég gef ekki fimmaura fyrir það bölvað snobb.
Takk öll fyrir frábær innlegg í umræðuna og það er rétt hjá Valgeir að við bannfærum þetta lið.
Ég held að bankakreppan hafi gert mig of róttæka fyrir nokkurn flokk, andskotinn hafi það, ég vil byltingu hugarfarsins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.2.2009 kl. 21:08
Því miður virðast allt og margir háttsettir hér og þar verða innvinklaðir inn í þetta til að einhver þori að klippa á spottann. Atli Gísla er búinn að tala svona í nokkur ár. Enginn hlustað, ekki einu sinni hans eiginn flokkur. Var að vonast til að hann fengi ráðherraembætti. Það stefnir í að það verði vonlaust að kjósa neinn af núverandi flokkum nema persónukjör gefi kost á því. Takið dæmi með Illuga Gunnars, vill 1.sæti í Reykjavík, ætlar einhver að segja mér að það sé gleymt að hann sat í stjórn peningamarkaðssjóðs nr. 9 í Glitni? Og leyfði því að gerast sem þar gerðist. Reiði er aldrei réttlát en undantekningin sannar regluna.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 21:17
ein brellan enn fyrir kosningar talað talað talað en ekkert hefur verið gert - Atli Gíslason nú síðast og það af Alþingi en ekkert skeður - ferlega fúllt að láta menn komast upp með þetta og líka það að þeir fá að sprikla áfram með full réttindi sem "heiðarlegir" kaupsýslumenn
Jón Snæbjörnsson, 23.2.2009 kl. 09:53
Oft veltir litil þúfa þungu hlassi.
Áttið ykkur á því að þetta breytist aldrey,aldrey, aldrey.
Nema að þú breytir því, já þú ekki við hin sem erum reið eða á einhvernhátt misboðið. Nei þú getur breytt þessu. Vertu (verið) hreyfiafl.
Gestur (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 11:44
Nú er Jón Ásgeir að taka yfir stjórn moggans, ætti frekar að vera í yfirheyrslu með stöðu grunaðs ( við vitum öll að hann er sekur) eða í gapastokk á lækjartorgi. Persónulega held ég að við séum enn á fyrstu metrunum í hreinsuninni miklu, það er ansi sárt hvað við spólum í sama farinu í stað þess að ákæra þjófana...
Fríða Eyland, 23.2.2009 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.