Miðvikudagur, 18. febrúar 2009
Hvað varðar okkur um það?
Alltaf gott þegar dílerar og ofbeldismenn eru gómaðir.
En fyrirgefið, hvað kemur almenningi við, við hverja hinn ákærði og nú dæmdi talaði í síma?
Það er verið að gera mikið mál út af því að um amk. einn "frægan" einstakling var að ræða, mann sem hafði talað við dílerinn í síma og mögulega verslað af honum.
Maðurinn "frægi" var ekki fyrir dómi, hann var ekki til umfjöllunar vegna eins eða neins og þar af leiðandi varðar okkur ekkert um það.
Ef fíkniefnalögreglan hefur eitthvað á fólk þá væntanlega taka þeir viðkomandi og setja í járn.
Ef ég hringdi í einhvern sem seldi landa og ætti við hann ruglaðar samræður (sem er ekki saknæmt síðast þegar ég gáði) ætti ég þá á hættu að röddin á mér kæmi fyrir dóm, væri skráð í dómsskjöl og ég missti svo vinnuna jafnvel í þokkabót?
Maður heyrir bara hringla í handjárnunum í fjarska.
Eins gott að passa sig á hvað mann segir og við hvern og ég er ekki að grínast.
Svona er fólk tekið af lífi á Íslandi.
Skamm.
Nöfn tekin út úr dómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dómar, Lífstíll, Mannréttindi | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2987243
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hvað ég er sammála þér!!!!
Konráð Ragnarsson, 18.2.2009 kl. 17:26
Þeir sem þekkja þennan heim segja að það fari ekki milli mála að þarna var verið að ræða fíkniefnaviðskipti enda væru þessar samræður ekki til umfjöllunar fyrir dómi nema þær komi málinu við.
En hverju skiptir það þegar frægir eiga hlut að máli. Jú, þeir eru oft á tíðum Idol barnanna okkar (eða barnabarnanna ef því er að skipta) og þess vegna skiptir það máli. Við viljum ekki að börnin okkar líti á dóphausa sem hetjuna sína er það?
Steinn Hafliðason, 18.2.2009 kl. 17:39
"Ef ég hringdi í einhvern sem seldi landa og ætti við hann ruglaðar samræður (sem er ekki saknæmt síðast þegar ég gáði) ætti ég þá á hættu að röddin á mér kæmi fyrir dóm, væri skráð í dómsskjöl og ég missti svo vinnuna jafnvel í þokkabót?"
Til þess að lögreglan gæti sýnt fram á að viðkomandi væri landasali, já þá þyrfti að vitna í samtalið. Af sömu ástæðu er vitnað í samtalið í dómnum, en nafnið átti ekki að koma fram, vegna þess að viðkomandi var ekki ákærður, en samtalið eingöngu til þess að sýna fram á viðskipti.
Því eins og fólk veit, þá er saknæmara að selja en kaupa, einhverja hluta vegna.
Ingólfur Þór Guðmundsson, 18.2.2009 kl. 17:39
Sammála.
Skil ekki svona aftökufréttamennsku þar sem hún á ekki við.
jonas (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 17:41
Ingólfur: Ég skil að það sé vitnað í símtalið í dómi en hvaða erindi nafn mannsins á inn í dómsskjöl skil ég ekki, enda búið að taka nöfn út núna en allt er komið á fleygiferð í kjaftapressunni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.2.2009 kl. 17:47
Ég tek athugasemdina þína út Hilmar, þessi maður er ekki fyrir dómi og þú átt ekkert með að nafngreina hann hér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.2.2009 kl. 17:48
Svo innilega sammála þér Jenný
Ótrúleg bullframkoma...
Maðurinn hefur ekki einu sinni verið ákærður en samt er ferli hans stemmt í voða. Og ráðuneytið tekur þátt í bullinu líka.
Það að Bubbi sé eitthvað að kommentera viðkomandi, hmmm að mínu mati getur Bubbi troðið sinni skoðun svo langt upp í bossan á sér að ½ væri nóg. Nú þegar búinn að kasta diskunum sem ég átti... blessuð sé minnig Bubba gapháls.
Viðkomandi á rétt á stórri skaðabót að mínu mati...
Baráttu kveðjur
½ * 2 = 1 (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 18:07
Gott hjá fyrirtækinu að styðja hann
öllum getur orðið á.
...... hefur komið fram í auglýsingarherferðum ..... en í yfirlýsingunni segir að hann hafi verið valinn á sínum tíma vegna þess að hann sé skemmtilegur og vinsæll tónlistarmaður.
„Það er vel þekkt í auglýsingum að nota þekkt andlit og nöfn - stjörnur - en þetta fólk misstígur sig eins og aðrir og það er áhætta sem fyrirtæki taka þegar þau velja talsmenn. Þá skiptir ekki máli hvort viðkomandi er afreksmaður í íþróttum, vinsæll tónlistarmaður, sjónvarpsstjarna eða Jón Jónsson. Öllum getur orðið á," segir í yfirlýsingunni.
jonas (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 18:12
Ég skil hvorki upp né niður...... Hvað skeði? Hverju missti ég af?
Hrönn Sigurðardóttir, 18.2.2009 kl. 21:02
tek undir þetta.
ég kynntist Bjössa fyrir löngu síðan. góður drengur á ferð. vera má að hann hafi misstigið sig síðan, en ef einhverjir ætla að sóta út æru hans finnst mér lágmark að koma fram með hardcore sannanir.
þar til annað kemur í ljós er hann góður gæi.
Brjánn Guðjónsson, 18.2.2009 kl. 21:16
Rétt upp hönd sem lennti á milli tannana á fjölmiðlum fyrir að vera bendlaðir við Baugsmálið sem meintir viðskiptavinir eftir dóminn í Baugsmálinu ...
Atli (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 21:18
Mér finnst okkur koma ennþá minna við hvort hann Bubbi tekur þetta nærri sér eða ekki.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 22:24
Þetta er þvílík ósvífni að bendla manninn við þetta mál með þessum hætti. Dómstólar gefa út veiðileyfi á manninn án þess að hann hafi verið kærður fyrir nokkurn skapaðan hlut.
Helga Magnúsdóttir, 18.2.2009 kl. 22:29
Átta mig ekki alveg á þessu. Er það lögreglan sem gefur það upp að samtal Björns við dílerinn hafi komið upp við símhleranir ?
hilmar jónsson, 18.2.2009 kl. 22:37
Sammála þér Jenný Anna, ég er alveg rasandi yfir þessu.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.2.2009 kl. 22:40
Halló!!! Hvað meiniði??
Maðurinn er opinber persóna. Held að það sé nokkuð ljóst af skrifum hérna og annarsstaðar að opinberar persónur eru búnar að gefa okkur leyfi til að hafa skoðanir á því sem þær aðhafast
Björn Jörundur er ábyggilega fínn gæi.... eiginlega viss um að hann er frábær.
EN .... hann átti viðskipti við dópsala. Hann vissi upp á hár hvaða séns hann var að taka með því.... það vita jú allir sem eiga..eða hafa átt..í slíkum viðskiptum að það er ákveðin hætta á að samtöl á milli þín og dílerins þíns séu tekin upp.
Það fer ekkert á milli mála hverslags samtal þetta er.
Hann verður bara að taka því.
Og jú.... okkur kemur það víst við. Hann er opinber persóna sem stundaði dópkaup...sem er kolólöglegt.
Heiða B. Heiðars, 18.2.2009 kl. 23:13
Heiða: Okkur kemur ekkert við hverjir eru í neyslu, opinberir eða óopinberir. Hefði maðurinn verið fyrir dómi hefði gengt allt öðru máli. Að setja hann í dómskjöl eins og virðist hafa verið gert fyrir misskilning án þess að hann hafi verið ákærður fyrir eitt eða neitt er vont mál.
Eva: Bubbi!! Miðað við að hans vegur hefur hvoki verið beinn né breiður þá held ég að hann ætti að spara dómhörkuna.
Steinn: Er ekki gáfulegra að ala börn upp í þeirri vissu að allir eru breyskir og öllum getur orðið á. Ég held að það sé nytsamlegra þegar til lengdar lætur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.2.2009 kl. 23:18
Vissulega geta allir tekið feilspor. Ég er ekki að segja að það eigi að taka manninn af lífi en ef fólk vinnur við það að vera fyrirmynd annara hljótum við að gera meiri kröfur til þeirra en annara.
Það að hans mál rataði svona inn í fjölmiðla hljóta að hafa verið mistök en eins og Heiða bendir á þá vita þeir sem kaupa dóp að þeir gætu átt á hættu að dragast inn í alls konar vitleysu sem þeir hafa ekki stjórn á. Rót margra glæpa er afleiðing af dópneyslu og það er óþarfi að vera meðvirkur. Hann lenti ekki í þessu, hann tók þátt í þessum viðskiptum að fúsum og frjálsum vilja. Eiturlyfjaneysla er ekki einkamál heldur vandamál alls samfélagsins og ég vona sannarlega að hann sé ekki lengur í neyslu.
Að lokum óska ég Birni alls hins besta í framtíðinni.
Steinn Hafliðason, 18.2.2009 kl. 23:46
"All great minds think alike" Var einmitt að minnast á það hvað ég sæi litla ástæðu t.þ.a. draga nafn eins mann út úr þessu máli og leka því opinberlega.
Þekktir einstaklingar eiga líka rétt á friðhelgi einkalífs. Þeir/þær eiga líka maka, börn og unglinga.
Ef þurfa þykir að birta nöfn í svona dæmi, hljóta þau öll að vera birt. Ekki bara þeirra sem allir vita að verður smjattað á...
Er auðvitað ekki að bera í bætifláka fyrir neinn í þessu máli. En á ekki eitt yfir alla að ganga ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 19.2.2009 kl. 03:55
Svona fréttir þjóna fyrst og fremst þeim tilgangi að fullnægja þörf smásála til að velta sér upp úr vömmum og skömmum náungans. Án þess að ég vilji mæla með fíkniefnaneyslu þá eru andskotans engir almannahagsmunir í húfi þótt hann Björn Jörundur eigi það til að fá sér í nös. Ef hann væri heilaskurðlæknir gæti ég skilið þetta.
Er Björn Jörundur virkilega átrúnaðargoð unglinga? Hafa menn kannski áhyggjur af því að hann hljóti að gefa dóphákum atkvæði sitt í idolinu?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 08:02
Fáránlegt að nafn hans hafi verið dregið inn i þetta mál...
Enn fáránlegra var að Björn segi að fyrirmynd hans Bubbi sé hugsanlega um að kenna, það er rosa sorglegt.
DoctorE (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 11:50
Öllu samfélaginu kemur við hverjir eru í neyslu. Og ef BJF hefur t.d gerst sekur um að bera ljúgvitni fyrir dómi, þar sem hann hefur örugglega neitað að þetta hafi verið fíkniefnaviðskipti, sem hann NÚ hefur neyðst til að gera, hefur hann gerst brotlegur.
Friðjón (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 13:43
Ég er ekkert að segja að mér finnist þetta rétt........ En það er það sem það er og Björn Jr veit það vel
Heiða B. Heiðars, 19.2.2009 kl. 14:55
Gæti ekki verið meira sammála. Okkur kemur þetta ekkert við, þetta er ekki einu sinni saknæmt. Ef einhver skaðaði ímynd og fyrirmynd idol-dómarans eru það fjölmiðlarnir sem hafa mynd og nafnbirt hann oftar en fréttir sem virkilega skipta máli, án þess að hugsa sig tvisvar um hvort þessi frétt hafi áhrif á börninn hans eða annarra.
DoctorE, ég held að Björn sé bara skjóta á bubba á móti. Orð Bubba um að stöð2 yrði að láta hann fara eftir þetta og bara að hann hafi verið að tjá sig opinberlega um þetta mál er fáranlegt. En hann hefur víst séð af sér og beðið afsökunar. Batnandi mönnum er best að lifa.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 19.2.2009 kl. 15:23
Jenný Anna: Það vekur furðu mína að þú takir út athugasemd mína. Aðrir fá hér að nafngreina téðan mann. Hvers vegna? Þetta er í fyrsta sinn sem athugasemd sem ég hef skrifað er tekin út og hef ég nú bloggað í þó nokkra mánuði. Athugasemd mín var meinlaus með öllu. Þar sem ég er vandur að virðingu minni, vil ég bara að öllum sé það ljóst!
Kær kveðja: Hilmar
Himmalingur, 19.2.2009 kl. 17:37
Hilmar; Ég gerði þetta áður en BJ sjálfur tjáði sig um málið. Þess vegna vildi ég ekki nafngreina hann.
Vona að þú skiljir það en það skiptir auðvitað engu máli lengur.
Vonandi getur við verið vinir þrátt fyrir þetta.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.2.2009 kl. 20:32
Himmalingur, 19.2.2009 kl. 23:25
Hvað heldurðu að margar opinberar persónur noti kókaí og önnur ólöhleg eyturlyf á Íslandi Jenny mín!
Og þeir eru flestir í fjármálageiranum. "Bubbi fallinn" málið vann Bubbi fyrir dóm, enda féll hann á sigarettum. Ekkert merkilegt.
Hverjir hafa efni á að kaupa almennilegt kókaín fyrir 30 þús. á dag? Vill einhver vita hverjir það eru og hneykslast á því?
Ég reykti hass á hippatímabilinu. Heilinn verður eins og reyna að hugsa með tyggói. Enn það var voða gaman þetta blóma tímabil og frjálsar ástir.
Allir sem ég umgekkst með höfðu ógeð á brennivíni.
Ólögleg eiturlyf er það eina sem lækkar í verði á Íslandi! Enn lögleg eiturlyf hækka. Tóbak og brennivín.
Af hverju er ekki tóbak bannað af heilbrigðisástæðum? Það drepur fleiri enn öll önnur eiturlyf samanlögð!
Ég held bara að íslensk "hneykslisfíkn" sé verri enn sum eiturlyf.
Enda er hneykslisfýkn ákaflega ávanabindandi. Þetta var ekki einu sinn frétt!
Kíkiði á þennan link: www.leap.cc og segiði svo einhvað af viti um eiturlyf.
Þetta var færsla um akkúrat ekkert, Jenny mín, eins góðar færslur þú ert oft með.
Sterkustu eiturlyf sem til eru á Íslandi, fæst í Bykó, og jurtir sem eru seldar í Nóatúni og Bónus og fleiri samsvarandi búðum.
Fíklarnir hafa bara ekki fundið hvað efni og jurtir þetta eru og ef þeir gerðu það, væri allt smygl á eiturlyfjum til Íslands, óþarfi...amen..
Óskar Arnórsson, 20.2.2009 kl. 13:08
Ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar ég las allar fréttirnar um þetta á visi.is í gær, þær eru algjörlega fáránlegar, fara í taugarnar á mér, og hysterísk viðbrögð Bubba Morthens voru hlægilegust af öllu. (hey, svo er þér boðið í "tvista"partý sem enginn má vita um, uss, það er leynilegasta nýja dópið á markaðnum, mundu bara að það er ekki ás heldur tvistur, ok? )
halkatla, 20.2.2009 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.