Leita í fréttum mbl.is

Stolnu fjaðrirnar

black%20feathers(2)

Frá því í október var ríkisstjórn Geirs Haarde á humm og hugs stiginu.

Fjórir mánuðir af engu á meðan þjóðarskútan marraði í hálfu kafi.

Aðgerðir létu á sér standa, almenningur beið í ótta og spennu og leyndarmálin hrönnuðust upp.

Nú er komin ríkisstjórn sem er að vinna.

Hvert málið á fætur öðru er í áþreifanlegri vinnslu, sum þegar komin til framkvæmda.

Þetta þolir Sjálfstæðisflokkurinn illa.

Enda er flokkurinn enn ekki búinn að átta sig á að almenningi er slétt sama hver gerði hvað, hver á hvað og hverjum telst til tekna og hverjum ekki.

Við étum ekki ferilsskrá stjórnmálamanna og við förum ekki og borgum með henni í apótekinu heldur.

Ögmundur er búin að afturkalla Jósefsspítalaruglið.

Svo við förum ekki út í verð á lyfjum til atvinnulausra, barnafjölskylda og svo framvegis.

Þá kemur frasinn með stolnu fjaðrirnar. Er verið að safna í kodda?  Eða er skortur á líkingarmáli að hrjá Sjálfstæðisflokkinn?

Þetta er beinlínis bráðfyndið og hvað er nauðsynlegra nú á dimmum dögum en einmitt broshvetjandi atvik.

Ríkisstjórnin er á þriðju viku, þeir gera og græja eins og fólk í akkorði enda liggur líf við.

Eftir sitja ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og hafa það eitt sér til dundurs að hlúa að særðu egói sínu í ræðustól á Alþingi, nú eða í prinsessuviðtölum á Mogganum.

Það má kannski benda þeim á að í hvert sinn sem þessar þeir opna á sér munninn þessa dagana þá kemur það beint í andlitið á þeim aftur.

Ég minni á AGS og Geir Haarde (kast).

Stolnar fjaðrir - meira ruglið.

Hverjum er ekki sama?


mbl.is Skreytir sig með stolnum fjöðrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Fjaðrir guðanna tveggja Daviðs og Geirs. Þeir standa fyrir utan Gulnahiðið en komast ekki inn vegna vantraust almennings til þeirra. Leifum þeim að banka.

Anna , 17.2.2009 kl. 10:42

2 identicon

Sennilega er verið að safna í sæng og kodda

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 11:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Missti af þessu með Geir og AGS hehehe hef ekki verið við í dag og í gær.  En ég sé pirringin og andleysið sem hrjáið þessa sjalla í dag, ég las einhversstaðar að stjórnarandstaðan væri hlægileg, og þá var verið að tala um Sjálfstæðismenn.  Þabasona!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.2.2009 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband