Leita í fréttum mbl.is

JBH má vera skemmtilegur

Hvað er að þessum körlum eins og Jóni Baldvini, mínum fyrrum kennara (og Davíð auðvitað líka, þó JB sé nú öllu skemmtilegri karakter)?

Ef þið hlýðið ekki þá komum við og skemmum!

Jón Baldvin veit sem er að ISG fer ekki að láta hann segja sér fyrir verkum, enda engin ástæða til.

JBH er asskoti skemmtilegur ræðuhaldari, klár og sjarmerandi - í hófi.

En okkur vantar enga skemmtikrafta í forystu stjórnmálaflokkanna heldur fólk með nýjar hugmyndir, ný vinnubrögð og öfluga löngun til breytinga í farteskinu.

Geta meðlimir Viðeyjarstjórnar sem annaðhvort hafa gengið í björg eða eru wannabí forystusauðir á listum ekki sagt þetta gott bara?

Skrifað bækur, telft eða eitthvað?

Plís.


mbl.is Ingibjörg Sólrún ekki að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

já eða hvílt lúin bein.....

Hrönn Sigurðardóttir, 14.2.2009 kl. 22:07

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Eina von okkar í þessu góða landi er Marteinn Mosdal. Hann stendur með höfuð og herðar upp úr íslenskum stjórmálamönnum. Hér í kreppunni væri bara einn réttur til sölu í búðunum á degi hverjum, þjóðarrétturinn! Ein þjóð, eitt land, ein skoðun, Ríkisskoðunin.

Held að hann yrði ekki verri en þetta lið við Austurvöll, væri hann til í raun og veru.

Ég mætti á Austurvöll í dag til að mótmæla þessu endemis rugli öllu

Einar Örn Einarsson, 14.2.2009 kl. 23:05

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Dapurlegt þegar þráin við að endurheimta forna frægð, verður skynseminni yfirsterkari.

hilmar jónsson, 14.2.2009 kl. 23:35

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Úff.....ekki batnar það.  Sendum Viðeyjarjarlana til Viðeyjar og seljum útlendingum aðgang að þessum "sýnishornum" gamla siðspillta Íslands.

Sigrún Jónsdóttir, 14.2.2009 kl. 23:36

5 Smámynd: Jón Arnar

en hvað hefur ISG gert af viti í sinni "drottningar" tíð  - kominn tími á yngra lið þarna hjá "EU-flokknum" eða hvað

Jón Arnar, 15.2.2009 kl. 01:28

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jú jú Jón Baldvin er klár, vel máli farinn og getur verið þrælskemmtilegur, en mér finnst hann vera orðinn allt of gamall til að ætla að fara að dúkka upp í pólitíkinni aftur

Jónína Dúadóttir, 15.2.2009 kl. 07:21

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jenný, ert þú að segja að þér lítist betur á ISG?

Sterkasta minningin sem ég tengi við hana er að hafa reynt eins og rjúpan við staurinn að koma okkur í öryggisráðið meðan Ísland brann og fór á hausinn. Og það var ekki eins og hún hefði ekki verið vöruð við. Sveiattann!

Af hverju veljum við ekki frekar menn í stjórnmálastétt eða utan hennar (þeir eru reyndar mun fleiri utan hennar) og reynum að fá þá til að stýra landinu  úr kreppunni og spillingunni?

Sigurður Þórðarson, 15.2.2009 kl. 09:07

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

María Guðmundsdóttir, 15.2.2009 kl. 09:13

9 identicon

Já tími Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er liðin í Íslenskri stjórnmálasögu, hún sjálf sá til þess.

Konan sem hlustaði ekkert á viðvaranir um bankakerfið og passaði sig á sama tíma að halda upplýsingum um það leyndum fyrir viðskipta- og bankamálaráðherra landsins.

Konan sem hentist um heiminn þveran og endilangan á einkaþotum elítunar til þess að mæta á toppfundi sem banka- elítan og útrásarpakkið skipulagði til þess að mæra þetta topplið og segja heiminum aftur og aftur að Ríkisstjórn Íslands myndi verja þetta lið fram í rauðan dauðan.

Konan sem sagði með hroka og yfirlæti við fullan sal mótmælenda í Háskólabíói og framan við sjónvarpsvélarnar að við værum sko aldeilis ekki þjóðin.

Konan sem ítrekað aftur og aftur opinberaði forstokkaðan hroka sinn og yfirlæti gagnvart mótmælendum og þjóðini.

Konan sem sá enga eigin sök í efnahagshruninu og ríghélt í þetta gagnslausa Ríkisstjórnar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn fram í rauðan dauðan og væri þar enn ef ekki hefði komið til mótmæla í grasróti flokksins. Þá reyndi hún þó enn að segja fólkinu í sínum eigin flokki að þau væru heldur ekki fólkið. En var að lokum yfirbuguð. 

Þessi manneskja gjaldféll miklu verr en Íslenska krónan gerði í efnahagshruninu og ber gríðarlega ábyrgð sem hún stóð ekki undir og sem hún hefur heldur ekki axlað.

Ég heyri nú að hún svarar fyrir sig fullum hálsi með sínum alkunna hroka og yfirlæti sem fyrr !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 10:17

10 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

tími INGIBJARGAR  er löngu liðin hún hefur verið of metin hrokagikkur sem ætti að seigja af sér fyrir löngu

Ólafur Th Skúlason, 15.2.2009 kl. 12:16

11 Smámynd: Anna

Ég sakna Jón Baldvin út pólitík. Með humor og bara skemmtilegur karl. Hann setti svip sinn á pólitík sem hefur verið hundleiðilegt að fylgjast með síðan hann fór af þingi.

Anna , 15.2.2009 kl. 13:08

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko bara svo það sé á hreinu þá er ég enginn sérstakur talsmaður ISG, en mér finnst að JBH eigi ekki að vera að hóta einu né neinu.  Vonandi verður nýliðun í öllum flokkum sem mest.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.2.2009 kl. 14:58

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jenný og þið hin, hver á að vera formaður Samfylkingarinnar?

Sigurður Þórðarson, 15.2.2009 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.