Sunnudagur, 1. febrúar 2009
Klikkaður forgangur!
Ég ætla rétt að vona að væntanlegur menntamálaráðherra og afmælisbarn dagsins, Katrín Jakobsdóttir, rétti af forganginn hjá RÚV, sem er ekki ríkisstofnun en samt ríkisstofnun, í bítið í fyrramálið og ekki mínútu seinna.
Ég átti ekki eitt einasta orð áðan þegar ég var að horfa á nýja ríkisstjórn í beinni frá Hótel Borg þegar hætt var að sýna í miðju kafi og bara skipt yfir í beina útsendingu frá handboltaleik! (Afgangur af blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á að sýna í hléi!)
Halló, ef ég hef einhvern tímann séð klikkaða forgangsröðun þá er það þarna.
Ný ríkisstjórn á örlagatímum þegar allt er í kalda kolum víkur fyrir íþróttaleik!
En að því sögðu þá óska ég nýrri ríkisstjórn alls hins besta í erfiðum verkefnum komandi mánaða.
Frá jafnréttissjónarmiði, sem er líka mitt heitasta baráttumál, skorar þessi ríkisstjórn fullt hús á fyrsta degi.
Koma svo!
Ísland er í sárum eftir nýfrjálshyggjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Íþróttir, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:12 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Grrrr
Það er eitthvað mjög furðulegt við þennan forgang sem íþróttirnar hafa alltaf þarna á rúv. Ég er ekki nærri því búin að fyrirgefa þegar allri dagskrá var hent út í heilar þrjár vikur í fyrrasumar til að sýna frá einhverri keppni. Svo klukkan níu á kvöldin var hægt að fara að horfa, hélt ég, en nei, þá byrjaði samantekt dagsins.
Ömurlegt bara.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 1.2.2009 kl. 17:25
Sammála þér Jenný, forgangsröðunin er oft einstaklega skrítin hjá RUV, sérstaklega reyndar þegar kemur að íþóttum. Þetta var klárlega skandall í dag og í svipinn man ég eftir tveimur öðrum skandölum. Annars vegar þegar stóri skjálftinn varð 17. júní 2000 og útsending frá HM í fótbolta var ekki rofin til að hleypa að fréttum af skjálftanum. Hitt skiptið var það í raun í hina áttina, ef þannig má orða það, en þá var verið að sýna frá bikarúrslitaleik kvenna í knattspyrnu, leikurinn fór í framlengingu og vítaspyrnukeppni, en þegar kom að vítakeppninni þá var útsending rofin til að hleypa að fréttum! Slíkt hefði aldrei komið til ef þetta hefði verið bikarúrslitaleikur KARLA!!!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 1.2.2009 kl. 17:28
Ehhh....bilað!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.2.2009 kl. 17:31
Þetta boltadekur er auðvitað óskiljanlegt öllu venjulegu fólki. Þó það væri að hefjast heimsstyrjöld mundi boltinn örugglega halda sínu plássi á þessum ljósvakamiðlum.
Þórir Kjartansson, 1.2.2009 kl. 17:40
Já,ég tók eftir þessu áðan,sami faglegi og mannlegi hugsunarhátturinn hjá þessu grafhýsi RÚV,þið munið kannski eftir forgangnum hjá þeim í Suðurlandsskjaálftanum árið 2000!
Kristján Blöndal (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 17:42
úrslitaleikur í heimsmeistaramóti í handbolta er mikilvægari en einhver pólitískar yfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar.. svo er þessu útvarpað á rás 2
Óskar Þorkelsson, 1.2.2009 kl. 17:43
Í fyrsta sinn er ég ósammála Skara.
Heidi Strand, 1.2.2009 kl. 17:51
Óskar Þorkelsson, 1.2.2009 kl. 17:53
þetta er ófyrirgefanlegt og krefst útskýringar???
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.2.2009 kl. 18:27
Voðaleg læti eru þetta. Úrslitin á heimsmeistarmóti í handbolta eru á 2ja ára fresti. Ekki fór ég á límingunum þó restin af þessum fundi frestaðist í nokkrar mínútur. Ég vona að þið getið sofið í nótt elskurnar mínar.
Sigurður Sveinsson, 1.2.2009 kl. 18:48
..svo var þetta líka svakalega spennandi leikur :)
Óskar Þorkelsson, 1.2.2009 kl. 18:54
....já.... og skjálftinn 2000 var nú ekki svo stór :Þ
Hrönn Sigurðardóttir, 1.2.2009 kl. 20:03
Þið eruð ekki í lagi að taka íþróttaleik fram fyrir söguleg tíðindi í stjórnmálum og söguleg tíðindi í fleiri en einum skilningi.
En ég fyrirgef ykkur af því þið eruð krútt.
Hrönn: Segðu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2009 kl. 20:14
Það hefði ekki verið mikið gaman að horfa á leikinn eftir blaðamanafundinn og allt það blaður sem honum fylgdi, og úrslit leiksins öllum ljós af fréttum, þið hafið kannski gaman af því að horfa á leiki sem þið vitið hvernig fer á endanum? ekki mikil skemmtun það.
Hvað ættli sé búið að sýna oft langlokuna sem vall úr munni forsta vors við þetta að Jóhann væri að taka við, ég hélt á tímabili (þegar ég sá þetta viðtal fyrst) að hann ættlað að draga það sem lengst að Jóhanna tæki við þessu embætti.
Nei frestun á blaðamannfundinum um hálftíma breytti engu um það sem kom þar fram.
Lifi sýningar frá Ólimpiuleikum, Evrópumótum og Heimsmeistaramótum.
Sverrir Einarsson, 1.2.2009 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.