Fimmtudagur, 29. janúar 2009
Skyrp og hoj
Ég er enginn hvalaverndarsinni þannig að það standi mér fyrir þrifum.
En ég tel glórulaust að veiða þessi ferlíki og senda heiminum þar með fokkmerki og stríðsyfirlýsingar.
Fyrir utan að það eru tæplega markaðir fyrir hval, ja nema eina og eina Hrefnu fyrir þá sem hafa lyst á þeim - mat.
Það er ekki eins og við sitjum á gullnámu þegar orðspor okkar er annars vegar.
Að við höfum efni á að taka sénsa með hvítflibbann hér og þar um víðan völl.
Við erum í skammarkrók þjóðanna nú um stundir.
Hvað finnst mér um STARFANDI sjávarútvegsráðherra?
Mér finnst hann ekki stórmannlegur. Afar fallega orðað hjá mér sko.
En ég hef fordóma fyrir fólki sem talar sig blátt í framan fyrir hvalveiðum.
Ég veit það, skammast mín, en mér finnst þeir allir hljóta að vera neftóbaksmenn, sem þurrka af nefinu á sér í peysuermina, klóra sér í rassinum á almannafæri, ropa og fara á sveitaböll og segja haltu kjafti ef maður bíður þeim góðan daginn og senda slummu í næsta vegg.
Þetta eru menn sem telja hafragraut með lýsi toppinn tilverunni. Aktú.
Svo kom Hvalur sjálfur í Kastljósið og var einhvern veginn alveg eins og ég sé fyrir mér þessa tegund fólks.
Þarna myndbirtust fordómarnir í beinni í sjónvarpinu. Að vísu sá ég hann ekki klóra sér en appíransið smell passaði.
Ég er eiginlega komin á þá skoðun að ég er ekkert með fordóma fyrir þessum mönnum.
Þeir eiga ekki að hafa orðspor Íslands með höndum.
Þeir gætu gefið náttúruverndarsamtökum heimsins á kjaftinn bara, væru þau með múður.
Hinn íslenski karlmaður í merkingunni skyrp og hoj lifir enn góðu lífi.
Skammastu þín fyrir þessa löðurmannlegu gjörð EKG.
Kastljósið.
Skýr skilaboð frá Svíum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Hneyksli, Umhverfismál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:11 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 2987152
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 70
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég gæti ekki verið meira sammála þér en ég er,og ég vona svo sannarlega að væntanleg ríkisstjórn dragi þetta til baka.
Anna Margrét Bragadóttir, 29.1.2009 kl. 00:28
Gott blogg hjá þér Jenný , en það breytir því ekki að ég er ekki sammála vegna þess að ég tel nauðsynlegt að grisja í hvalastofninum , ekki öllum stofnum hvala , en sumum og þar eru hrefnur einna fremst á lista og háhyrningar. Ef ekki á að grisja þessa stofna , þá á ekki að drepa mink , sem dæmi . Að sjálfsögðu voru , eru og verða hvalveiðar umdeildar , og við teflum á tvær hættur , með að leyfa þær , en tefldum við ekki á fleiri en tvær hættur er við fórum í hvert þorskastríðið á fætur öðru . Áttum við ekki að fara í þau . Leggjum höfuðið í bleyti og reynum að hugsa hundrað ár framm í tímann , það sama á við um þetta "blessað" lán sem við tókum hjá Alþj.gj.sj. Ég vil taka það framm að ég hef hvergi hagsmuna að gæta , varðandi þetta mál , eingöngu afkomendur , og þannig er það líka um "blessað" lánið .
Hörður B Hjartarson, 29.1.2009 kl. 01:10
Jenní mín það er ekki verið að tala um hvað sé rétt og hvað sé rangt,það sem er verið að reina troða í hausin á hval friðunar sinnum er BALLANSINN í náttúrunni.Ef við ætlum að borða fisk í framtíðinni verður að vera BALLANS,svo er hvalkjöt naturligt ógeðslega gott elskan mín.
klakinn, 29.1.2009 kl. 02:17
Djenný Darling, Þú ert alveg að misskilja þetta matsjó-dæmi með hvalina; því það er það sem það er. Kristján Loftsson er alltaf að borga svona frekar mikið inn í kosningasjóði Sjálfstæðisflokksins.
Plús það að okkur vantar smá fæting í útlöndum; sökum yfirgengilegra vinsælda þar sem stendur.
Svo skortir næstu stjórn líka verkefni...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 29.1.2009 kl. 03:40
Jónína Dúadóttir, 29.1.2009 kl. 06:29
já held ad thad verdi allt vitlaust ef vid førum af stad i thetta aftur...en er thad samt ekki akkúrat thannig ad hvalurinn étur svo mikid af thorski og ødrum fisktegundum ad ef enginn veidir hval thá minnka allir adrir stofnar? spyr sá sem eiginlega ekkert veit um thetta thannig...
Hafdu gódan dag Jenný
María Guðmundsdóttir, 29.1.2009 kl. 07:58
Er ekki naudsynlegt ad grisja hvalastofninn???Er tad ekki tannig ad hvalurinn etur upp torskstofninn ?tetta er kenning sem ég herydi á mínum frystihúsa árum vestur á fjördum fyrir margt löngu sídan.En hvalkjötid er rosalega gott..Prufadu bara.Ef tad fæst tá enntá.
kvedja á tig Jenný min og takk fyrri öll tín skemmtilegu blogg.Tad fara fáir med tærnar tar sem tú ert med hælanna í frásagnarhæfni og skemmtilegheitum hér í bloggheimum.
Kvedja frá Hyggestuen.
Gudrún Hauksdótttir, 29.1.2009 kl. 08:23
Hey.......! Ég fer á sveitaböll
Ég var þeirrar skoðunar fyrir Kastljós að það væri í lagi að grisja aðeins í hvalastofninum. Eftir Kastljós vil ég ekki láta veiða neina hvali!
Hann var ekki alveg að gera sig hann þarna hr. Hvalur! Maður notar ekki "So what!" sem rök í Kastljósi.
Hrönn Sigurðardóttir, 29.1.2009 kl. 08:35
Það gleymist stundum í þessari hvalumræðu að t.d. langreyður er skíðishvalur og lifur fyrst og fremst á svifkrabbadýrum og að litlu leyti á sílategundum og loðnu. Hann étur sem sagt ekki þorsk eða ýsu.
Langreyðurinn er flökkudýr og er hér við landið aðeins yfir sumartímann, en yfir veturinn einhvers staðar suður í höfum.
karlk (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 08:58
Ekki til að bæta ástandið útávið. Skil ekki hvenig ráðherra datt þessi endemis vitleysa í hug.
Ía Jóhannsdóttir, 29.1.2009 kl. 09:39
Já Sjallarnir fá gilda sjóði frá Hval. En hvalkjöt er ekki markaðsvara svo hvers vegna að veiða þá. Reyndar éta þeir ógrynni af síld svo það er í lagi að grisja aðeins stofninn og éta heima. En ef við ætlum að taka þátt í alþjóðasamfélaginu á nýjan leik held ég að þetta sé arfavitlaust útspil hjá fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og megi hann skammast sín í hnút.
, 29.1.2009 kl. 10:01
Skítt með fiskana og hvalina. Við verðum að slá á þessar oþolandi vinsældir og íslendinga aðdáun í útlöndum. Enda þurfum við ekkert á neinni aðstð og velvilja að halda. Nei, betra er að tyggja skro og spýta en að þykjast boðleg í kokkteilboð útlendinga sem ekkert vita um alvöru líf alvöru fólks sem býr í alvöru landi.
Kýs alveg pottþétt sjallana næst, enda hafa þeir staðið sig svo vel.
Villi Asgeirsson, 29.1.2009 kl. 10:06
Mín kæra, SKO!!
Þú mátt vera Kommi, Femmi og allt litrófið í pólitíkk EN EKKI og ég meinaEKKI koma milli mín og HVALRENGISINS með tilheyrandi ROMMI!!!!!!
Skilið??
Við megum sko alveg skjóta þessar beljur sjóvarsins, líkt og við skjótum mu mu og étum með bestu lyst, að vísu úr kjötborðunum ætíð sem Nautakjöt eða Umgnautakjöt, aldrei kýrkjöt..
Við seljum Japönum kjötið, --þeir halda að ,hann" styrkist eitthvað af því og við étum RENGIÐ!!!SEEEEE???
Svíar eru tvöfaldir í roðinu, reka mengandi Kjarnorkuver og selja hergögn, svo þykjast þeir vera obbó miklir trjáfaðmarar og hel Grænir, elsak alla í þróunarríkjunum og sérstaklega brnin sem ekkert geta gert við stríðinu,----en svo selja þeir bæði byssur og annarskonar vopn til beggja aðila stríðsrekstursns.
SVona lið ætti að grjóthalda kjafti, því þetta seru slíkir falshundar að það hálfa væri kappnóg.
Afsakið á meðan ég æli eins og Megas sagði forðum.
Reykjavíkurnætur ummmmm...ummm
Mibbó
Bjarni Kjartansson, 29.1.2009 kl. 10:18
Azzgoti, sem ég er hallur undir íhaldið þezzu máli.
Steingrímur Helgason, 29.1.2009 kl. 10:33
Munið þið eftir því þegar alþjóð hló að Einari K Guðfinnssyni fyrir það að láta Alþingi senda út öll jólakortin sín af því að hann týmdi ekki að kaupa frímerkin sjálfur ? Þar sýndi kallinn skítlegt eðli og nú aftur með því að kasta fram hvalveiðileyfi bara til að reyna að hleypa stjórnarmyndunarviðræðum upp. Og munið þið hvað það gekk rosalega illa hjá Herra Hval að selja síðustu hvalina sem voru veiddir hér ? Það var sko ekki neitt smá pínlegt að fylgjast með því.
Stefán (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 10:51
Þið eruð frábærir, Zteini, Mibbó og Stefán.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.1.2009 kl. 10:57
Þar kom að því! Jenny, þú þessi stórmerkilega manneskja sem hefur skrifað fjöldann allan af fræbærum pistlum, enn lætur sig hafa það að skrifa um eitthvað sem þú hefur ekki hundsvit á.
Við erum þegar búin að senda "fokkmerki" um allan heim í peningamálum. Skrifaðu heldur um skoðun þín á kjarnorkueðlisfræði eða eitthvað einfalt sem allir skilja. Skammtafræði eða eitthvað....
Ég les samt bloggið þitt Jenny, því þú ert algjör stjarna! Enn ég nota ekki neftóbak, né eitt eða neitt nema kaffi.
Þér misheppnaðist alveg herfilega núna. Skeður fyrir besta fólk, sem ég er viss um að þú sért. Skrifaðu um hluti sem þú hefur vit á.
Nenni ekki að kommentera "aðdáendur" þína í þessu máli. Þeir eru á sömu línu og þú í þessu máli flestir, og vita ekki neitt.
Kær kveðja elsku Jenny mín,
Óskar Arnórsson, 29.1.2009 kl. 11:12
Eru þeir í útrýmingarhættu? Eða er í gangi Keikókrútt-heilkenni í heiminum? Nú eru komin samtök sem tala um fiskinn í sjónum sem sæta kettlinga sem ætti ekki að myrða. Hvenær fer fólk að ættleiða litla, sæta þorska? Ég persónulega er þó alveg til í að hætta hvalveiðum um leið og t.d. Svíar hætta að smíða vopn og selja ... og Kaninn hættir að drepa mannverur í stríði. Veit að þetta tengist áliti heimsins en er ekki hægt að breyta því? Þetta er bara matur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.1.2009 kl. 17:02
Það sem ég hef aldrei skilið er þessi tilhneiging mannskepnunnar til að láta eins og það sé nauðsynlegt að hún "grisji" dýrastofna til að dýralífið fari ekki á hvolf. Gerir fólk sér ekki grein fyrir því að náttúran sér um það og hefur séð um það sjálf í milljarða ára? Hvernig halda menn að dýralífið gangi fyrir sig á þeim svæðum þar sem engin mannskepna er? Er dýralífið á þeim svæðum allt í rúst?
Held að við mannfólkið mættum aðeins minnka hrokann stundum.
Guðrún (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 18:34
Guðrún!
Geturðu skýrt þetta komment þitt á barnamáli? Ég er nefnilega svolítið tregur og vangefin...
Óskar Arnórsson, 30.1.2009 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.