Leita í fréttum mbl.is

Kom, sá og gjörtapaði

Það er ekki oft sem maður fær tækifæri til að sjá viðbrögð Sjálfstæðisflokks þegar hann verður af völdunum.

Reyndar ættu fræðingar af öllum tegundum um mannlegt eðli að hanga á húni Vallhallar þessa dagana og fylgjast með fyrirbrigðinu "fúll Sjálfstæðismaður".

Þeir eru eins og umskiptingar eftir stjórnarslitin.

Þeir segjast sjálfir vera fúlir, sem er auðvitað kurteist orðalag yfir bandbrímandibrjálaðir.

Samfylkingin hefur tekið frá þeim það sem þeir telja sig réttborna til - að stjórna íslenskum lýð.

Í viðtölum við Þorgerði Katrínu á báðum stöðvum í gær var hún ekki að skafa utan af því.

En Ragnheiður Elín í Kastljósinu í gær kom sá og gjörtapaði - konan var bitur.  B-i-t-u-r!

Það krúttlegasta og jafnframt besti vittnisburðurinn um veruleikafirringu íhaldsins sést best í "áhyggjum" þeirra af mögulegu klúðri nýrra ráðherra á fjármálum þjóðarinnar.

Hverjir hafa haft ábyrgðina á fjármálum íslenska ríkisins s.l. 15 ár eða lengur?

Nú nema hvað, hinir réttbornu.

Miðað við hvernig fyrir okkur er komið þá er það æði skondið að þeir skuli trúa því að það séu skelfileg örlög íslenskrar þjóðar að missa þau úr peningamálunum.

Það er til eitthvað sem heitir að horfast í augu við raunveruleikann.

Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að drífa í því.

Ragnheiður Elín í Kastljósi gærkvöldsins.

 


mbl.is „Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í fjármálaráðuneytinu í tæp´18 ár og 42 af þeim 64 árum sem eru liðin frá stofnun lýðveldis 1944.

Vel skrifaður pistill og allt rétt í honum varðandi biturleika Sjálfstæðisflokksins.

Magnús Paul Korntop, 28.1.2009 kl. 10:10

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Auðvitað eru þeir fúlir, búið að taka frá þeim beinið sem þeir lékur sér með, eða bandhnykilinn, eftir hvort þeim er líkt við hund eða kött.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 28.1.2009 kl. 10:22

3 Smámynd: Linda litla

Þó fyrr hefði verið :o)

Linda litla, 28.1.2009 kl. 10:52

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Geir Haard trúði því fram á síðustu stundu að hann gæti kjaftað sig út úr stjórnarslitum.... Sjálfstæðismenn eru ekki búnir að átta sig á því að við hlustum ekki lengur á þessar óperur þeirra.... eða annarra ef út í það er farið

Heiða B. Heiðars, 28.1.2009 kl. 11:11

5 Smámynd: Anna

Ég hef alltaf talið að breytingar eru af hinu góða en svo verður nú kosið í maí sem getur þítt breyting á mönnum eina ferðina enn.

Þetta er sannarlega þjóðkreppu breyting.

Anna , 28.1.2009 kl. 11:33

6 identicon

"Bitur, neineinei, við lítum á þetta sem mikið tækifæri ..."

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 11:47

7 Smámynd:

Já nú getur maður ekki annað en brosað

, 28.1.2009 kl. 12:02

8 identicon

Þegar ég var að horfa á Ragnheiði Elínu í Kastljósinu í gær, þá datt mér í hug illa kvalinn grís - gott á hana og hitt pakkið í hinum hægriöfgasinnaða og siðblinda Sjálfstæðisflokki.

Stefán (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 12:14

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Já, þeir eru svo sannarlega broslegir í sínum viðbrögðum....og ekki veitir manni af því að brosa svolítið

Sigrún Jónsdóttir, 28.1.2009 kl. 12:22

10 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Búið að vinna hérna þrekvirki segir Ragnheiður....... Vandinn lá bara í því að hafa ekki látið þjóðina vita það nógu vel. Úff, liggur vandinn þar?

Er þá ekkert efnahagshrun á Íslandi? Bara lélegar auglýsingastofur?

Ævar Rafn Kjartansson, 28.1.2009 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2986892

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.