Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Kynhneigð hvað?
Ég hef mikið álit á Jóhönnu Sigurðardóttur sem stjórnmálamanni og hef alltaf haft. Það er afstaða sem ég hef tekið þverpólitískt með sjálfri mér.
Það lýsir af henni heiðarleikinn, einurðin og hún hefur aldrei verið tekin í bólinu við að hygla sjálfri sér.
Það er nóg fyrir mig. Kynhneigð hennar skiptir ekki máli en ég get skilið að talsmönnum samkynhneigðra þykir þetta skref í átt til jafnréttis.
Ég kannast líka við Jónínu Leósdóttur, blaðamann og rithöfund. Hún skorar fullt hús hjá mér líka.
Um kynhneigð fólks stendur mér á sama.
Athugið eitt. Ef Jóhanna verður forsætisráðherrra þá er hún fyrsti íslenski kvenforsætisráðherrann.
Pælið í því og það algjörlega án tillits til kynhneigðar.
Hvað varðar samkynhneigða forsætisráðherra þá ætti fólk ekkert að missa sig í yfirlýsingunum.
Málið er að við gætum hafa átt fleiri en einn og fleiri en tvo hommíska forsætisráðherra án þess að við hefðum hugmynd um.
Bara í skápnum offkors.
Mikið er annars merkilegt hvað umræðan getur þvælst út í smáatriði sem engu skipta.
Kannski verður þetta þannig eftir nokkur ár að kynhneigð og smekkur í kynlífi yfirleitt verður skráður á umsóknareyðublöð þegar við sækjum um vinnu.
Allt upp á borðinu en aðeins öðruvísi en ég hafði séð það fyrir.
Já kannski.
Jóhanna vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:20 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 2986832
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Það er nú samt svo að kynhneigð manna skiptir suma heilmiklu máli. Mig skiptir það engu máli. Mér væri til dæmis alveg sama þó animalisti yrði dóms-og kirkjumálaráðherra.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.1.2009 kl. 17:06
Jóhanna verður forsætisráðfrú auðvitað. Hún er kona hver sem kynhneigð hennar er, ekki satt?
Svanur Gísli Þorkelsson, 27.1.2009 kl. 17:06
Skiptir kynhneigð manna ekki aðallega óviðkomandi fólk máli?
Ég meina hvern andskotann hefur það að gera með vinnu fólks?
(Ekki snúa út úr Sigurður, ég meina alla venjulega vinnu).
Svanur: Forsætisráðherraþerna höfðar vel til mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 17:08
Fyrsti íslenski KVENforsætisráðherrann hlýtur þú að hafa ætlað að skrifa Við höfum setið uppi með hvern mörlandann á fætur öðrum
Ragnhildur Sverrisdóttir, 27.1.2009 kl. 17:13
Tilvitnun í texta að ofan: "Ef Jóhanna verður forsætisráðherrra þá er hún fyrsti íslenski forsætisráðherrann"
Hafa þeir ekki verið íslenskir hingað til? Fyrsti íslenski kvenforsætisráðherrann verður hún alla vega ;-)
SólveigRagnarsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 17:17
Kommentaði einmitt í þessum dúr á bloggið hans Stebba Fr. einhvern tímann fyrr í dag. Það stakk mig einmitt svo rosalega að fólk skuli yfir höfuð vera að velta sér upp úr svona, árið 2009.
Sigrún P. (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 17:17
Er þá ekki hægt að skilja sem svo að hún sé þerna forsætisráðherra???
Svanur Gísli Þorkelsson, 27.1.2009 kl. 17:22
Mér hefur reyndar alltaf þótt stórmerkilegt að fráfarandi forsætisráðherra sé gagnkynhneigður. Hmmmm
Við hljótum að fá upplýsingar um hina ráðherrana líka, um kynhneigð þeirra sko!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.1.2009 kl. 17:25
Ég er í kasti.
Ragnhildur: Djöfull var hann góður þessi.
Svona er að flýta sér um of.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 17:31
Svanur: Ég geri það ekki endasleppt.
Ætlaði að segja forsætisráðþerna. GARG.
Gurrí: Hahaha, var han nokkuð gagnkynhneigður BDSM-ari? Múha.
Sigrún: Segðu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 17:33
Innilega sammála þessu. Kynhneigð skiptir nákvæmlega engu máli.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2009 kl. 18:05
Ætli þetta skipti ekki álíka miklu máli og að Obama er fyrsti svarti forseti Bandaríkjanna. Semsagt einstaklingur úr "minnihlutahóp" sem fær stöðu sem hún/hann hefði aldrei fengið fyrir 20-30 árum síðan einmitt vegna kynhneigðar, trúarskoðana eða litarhátts.
Þetta er og hlítur að vera stórt mál í réttindabaráttu samkynhneigðra um allan heim,......jafnvel þótt ráðningin hafi ekkert með þá baráttu að gera.
Þetta er stór frétt. Ekki á Íslandi,....en víða. Bara í Færeyjum skilst mér að samkynhneigt fólk eigi vandlifað. Það er hins vegar frábært að þetta skipti engu máli á Íslandi. En á heimsvísu er þetta vissulega frétt,.....hefði ég haldið.
Steini Thorst, 27.1.2009 kl. 18:12
ha kynhneigð?
Ætlarðu að segja mér að hún skipti engu máli? Það kemur sko ekki til greina að ég samþykki einhverja samkynhneigða forsætisráðherra!!
Ekki að ræða það!
Hrönn Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 18:13
Hugsaði þetta þegar ég las þessa frétt alveg magnað að þurfa að vera spá í hennar kynhneigð...en Jóhann verður bara flott sem forsætisráðherra.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 27.1.2009 kl. 18:17
Er þetta ekki bara flott!
Jóhanna og Hörður - samkynhneigða byltingin!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.1.2009 kl. 18:25
Jóhanna er frábær, loksins loksins er hennar timi kominn!!
María Guðmundsdóttir, 27.1.2009 kl. 19:01
Hafði nú ekki hugmynd um kynhneigð hennar og verð að viðurkenna að mér finnst hennar kynhneigð (eða samkynhneigð) bara gefa henni frekar plús en hitt. Hef ávalt borið virðingu fyrir samkynhneigðum og þeir sem ég hef kynnst eru ákaflega heilsteiptar manneskjur og hafa mikið spáð í lífið og tilveruna.
Kynhneigð skipti ekki máli og sérstaklega ekki í þessu samhengi og skil ég ekki hví þurfti að draga hana upp á yfirborðið.
Dísa Dóra, 27.1.2009 kl. 19:05
Jóhanna er heilsteypt og lætur verkin tala. Hún er rétta manneskjan til að taka við af ISG ef sú síðarnefnda dregur sig í hlé.
Marta B Helgadóttir, 27.1.2009 kl. 19:16
Er ekki samkynhneigð grasserandi hjá ráðamönnum? Allavega finnst manni þetta lið hafa tekið mann ósmurt.
En ég er að sjá víða á neti að Jón forseti sem jú var forætisráðherra hafi verið fyrstur þeirra til að vera í hankí pankí með eigin kyni. Hann var drullugóður, efast ekki um að Jóhanna sé snilld, kannski við þurfum bara að fá Friðrik Ómar sem menntamálaráðherra?
Vignir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 19:48
Ég er mjög ánægður hversu "opinská" hún er um samkynhneigð sína - og mér finnst það skipta mjög miklu máli. Það mun verða áhugavert að sjá hvernig henni verður tekið á móti í löndum eins og Póllandi, Rússlandi, Bandaríkjunum, Færeyjum og arabalöndum þar sem fordómar gagnvart samkynhneigðum eru hæstar ... ..(Núna er bara að bíða að sjá hvort að henni verður boðið einhverstaðar í heimsókn).
Brynjar (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 20:03
Jóhanna er snillingur, það er algjör óþarfi að ræða það neitt. Ég er ofboðslega stolt af henni og óska henni alls velfarnaðar í hennar störfum hvort sem hún verður forsætisráðherra eða ekki, því :
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 27.1.2009 kl. 20:03
Persónulega þykir mér það ef einhver telur kynhneigð Jóhönnu henni til minnkunar á einhvern hátt. Það er þvert á móti ástæða til að vekja athygli á þeirri staðreynd að Jóhanna brýtur blað í sögunni líkt og Vigdís gerði á sínum tíma og er að því leiti Íslandi til sóma.
Hvernig hægt er að leiða hjá sér slíka sögulega atburði eða telja að það eitt að á þá sé minnst, sé á einhvern hátt neikvæður dómur yfir Jóhönnu eða störfum hennar er mér ráðgáta. -
Það er nú einu sinni þannig að samkynhneigðir hafa í gegnum tíðina þurft að verja sig fyrir allskyns persónuárásum vegna kynhneigðar sinnar og líkt og aðrir hópar samfélagsins sem stundum eru kallaðir minnihlutahópar, þurft að berjast fyrir eðlilegum mannréttindum sínum.
Í Bandaríkjunum kom til valda fyrir nokkru maður sem er staðfesting fyrir milljónir manna þar í landi og reyndar um allan heim að e.t.v. séu kynþáttafordómar á undanhaldi.
Ég sé Jóhönnu í sögulegu samhengi á sama hátt, nema að hún tilheyrir öðrum minnihlutahópi. Að horfa fram hjá þessu finnst mér eins og verið sé að hunsa mikilvægi þessa áfanga í mannréttinda og jafnréttisbaráttu samkynhneigðra.
Svanur Gísli Þorkelsson, 27.1.2009 kl. 20:15
Persónulega þykir mér það leitt.....átti þetta að vera :=)
Svanur Gísli Þorkelsson, 27.1.2009 kl. 20:16
Hérna.... Hafið þið nokkurn tímann séð Guðmund í Byrginu og fráfarandi forsætisráðherra saman? Nei? Hmm... merkilegt.......... Skildi það þýða eitthvað? Hmm.....
En, sko. Skiptir kynhneigð Jóhönnu bara einhverju máli, yfirhöfuð? Ætlið þið að segja mér að það séu enn til forpokaðir og fordómafullir aðilar hér, sem gera þetta að aðalmálinu? Eh..... ? Svo ég taki mér orð Hómers Simpsonar mér í munn: Well, DÚH!!!!!
Ég er alveg sáttur við að fá Jóhönnu í þennan stól. Kominn tími til, segi ég nú bara. Nú er að láta hendur standa fram úr ermum, loksins, og fara að taka til.
Gott mál.
Einar Indriðason, 27.1.2009 kl. 20:20
Þið eruð frábær.
Var Jón Sig hommi? OMG OG fyllibytta? Ésús Vignir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 20:29
Fyrir klámfengna gæti þetta "allt upp á borðinu" misskilist.
Hvernig dettur mér það í hug?
Jú sennilega vegna þess að ég hlýt að hafa saurugan hugsunarhátt.
Og hættið þessu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 20:30
*ræskj* ég kom áðan á þitt blogg og skildi ekki hvað þú meintir, ég kann mig (stundum of vel) og fór bara, sannfærð um að ég væri auli. Núna sé ég að fyrsti forsætisráðherrann er orðinn fyrsti kvenforsætisráðherrann og mér er stórum létt.
En á hitt ber að líta að Jóhanna hefur ekki verið mikið á þvælingi á forsíðu séð og heyrt og alla tíð haldið sínu einkalífi fyrir sig. Það er frábært hjá henni og ég mun bara alls ekki taka þátt í slúðri um hana Jóhönnu. Hún er bara frábær stjórnmálamaður og á engan sinn líka.
Ragnheiður , 27.1.2009 kl. 20:37
Tekið úr mínu eigin bloggi:
"Ekki það að ég hafi vitað eitthvað um þetta enda er þetta ekki mitt að vita um,ekki frekar en hvort Geir Haarde sofi vinstra megin eða hægra megin í rúminu eða hvort Davíð Oddson er dom eða sub! Eða hvort Ingibjörg drekki mjólkina úr glasi eða bolla!"
Kolbrún Kvaran, 27.1.2009 kl. 20:39
En sérðu ekki fyrir þér, þar sem dómsmálaráðherra sem tekur við af Birni Bjarnasyni er líka leyniþjónustuforingi, að fá Jónsa í svörtum fötum í það djobb. Jónsi myndi ace-a það alveg.
...svo er hann líka með svo hart andlit.
Vignir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 20:56
dom. Algjörlega dom. Passar svo fallega við ítalska orðið ... Don.
Einar Indriðason, 27.1.2009 kl. 21:00
Vignir: Þetta vill ég ekki sjá fyrir mér.. Damn, þar fór nætursvefninn.
Hvað er að vera dom og sub?
Nei annars, ekki svara.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 21:04
Subbinn er sá sem er vinalegur eins og hin dæmigerða íslenska amma, býður í kakó.
Dommarinn býður sömu þjónustu og Radíóverkstæði Sigga Harðar, ísetningu á staðnum.
Vignir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 21:15
V:Arg, ég vil ekki þessa vitneskju.
Farðu í kirkjugarðinn og axlaðu ábyrgð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 21:18
Kallaðirðu mig Varg?
ég er að reyna að fræða þig, ég verð að taka við þar sem skólakerfið brást þér (níundabekks level)
Vignir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 21:21
Vargur: Ég hlaut enga kynfræðslu í skóla fíflið þitt og er sjálfmenntuð. Þeirri menntun er lokið og þegiðu aulinn þinn.
Farðu í garðinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 21:27
Farðu í garðinn?
...lærðirðu ekki einu sinni snyrtingu beða?
ertu að bjóða samt?
Vignir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 21:34
Það eina sem skiptir máli er hæfni & heiðarleiki manneskju til þess að takast á við starfið...
DoctorE (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 22:01
Doktor, ertu að tala um það djobb sem Jenfo virðist vera að reyna að lokka mig í?
Vignir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 22:03
Þar sem jenfó og Vignir eru alveg að missa sig beini ég umræðunni aftur á sömu braut.
Hvað með bústýra eða ráðstýra.
Þar sem stýra þarf fleyi milli skers og báru.
Og svo spurning: hvernig stendur eiginlega á því að allt sem virkilega er markvert gert á þessu skeri er gert af einstaklingum með meira af kvenhormón
Kristján Logason, 28.1.2009 kl. 00:12
Skoðaði hjá þér Hilmar. Þín skoðun er valid, en það er mín líka.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.1.2009 kl. 09:57
Ég hef aldrei skilið þá áráttu margra að draga fram kynhneigð fólks í öllum mögulegum tilvikum. Eru það ekki mannkostir viðkomandi persónu sem skipta meginmáli? Hefði einhverjum dottið hug þegar Geir Haarde tók við að nefna það sérstaklega hann væri gagnkynhneigður sjálfstæðismaður? Eða bara að þessi eða hinn sem tæki við einhverju starfi eða væri að gera eitthvað væri gagnkynhneigður! Alveg ótrúlegt!
Sigurlaug B. Gröndal, 28.1.2009 kl. 12:48
Ég veit að samkynhneigðum finnst þetta stórt skref í réttindabaráttu sinni. Að gera jafnlítið úr því og er get með þessu bloggi finnst mér óviðeignadi.
Þú geir lítið úr þeim raunum sem samkynhneigðir hafa þurft að ganga í gengum. Það eru ekki nema nokkrir áratugir síðan að íslenskt samkynhneigt fólk þurfti að ganga með veggjum og kynhneigð þeirra var algjört TABOO.
Kynhneigð á ekki að vera TABO, eins og mér sýnist þú vera a ðsegja.
Annars hélt ég alltaf að Davíð Oddson hefði verið hommi, það er kannski bara hárið sem var að rugla mig.
Bjöggi (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:14
Gay-pride, gengur það ekki út á að fólk flaksi kynhneigð sinni og sé stolt af því. Jenný vill kannski leggja niður gay-pryde þar sem að kynhneigð fólks skiptir svo miklu máli þar?
Bjöggi (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:47
Mér finnst mikið til í því sem þú ert að segja Bjöggi og einnig það sem kemur fram á hlekknum í athugasemd Hilmars Magnússonar.
Á sínum tíma þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti, fyrst allra kvenna í heiminum, þótti það mikill sigur fyrir kvennaréttindabaráttuna. Því var flaggað vítt og breitt um heiminn og hlaut verðskuldaða athugli. Ekki vegna þess að Vigdís var frábærlega hæfur einstaklingur til að gegna þessu embætti, heldur vegna þess að hún var kona.
Tilraunir til láta sem ekkert sé þótt að Jóhanna sé samkynhneigð og að skipun hennar í forsetráðsfrúarstólinn skipti engu skipti engu máli fyrir réttindabaráttu samkynhneigðra sem á margt sameiginlegt með kveinréttindabaráttunni, er kannski viss tegund af hómófóbíu?
Svanur Gísli Þorkelsson, 28.1.2009 kl. 15:38
Það skiptir engu máli hvort forsetisráðherra sé kona eða karl. Það skiptir engu máli hvort forsetisráðherra sé gagnkynhneigður eða samkynhneigður. Það skiptir hinsvegar máli hvort forsetisráðherra vinni fyrir þjóðina eða flokks eða vinahagsmuni.
Ég hef trú á að Jóhanna setji þjóðarhagsmuni ofar öðru og það kemur hvorki kyni eða kynhneigð hennar við.
Offari, 29.1.2009 kl. 11:51
Það sem mér finnst skipta mestu máli er að núna erum við að fá forsætisráðfrú/herra sem hægt er að treysta. Alla vega treysti ég henni 100%.
Kidda (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 13:48
Ég er eins og Jóhanna
og einnig sef hjá konum.
Flott finnst mér að fá hana
og fyllist nýjum vonum.
Skiptir engu hjá hvoru kyninu þú sefur ef þér líður vel.
Ég óska henni góðs í vandasömu starfi.
Hart (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 15:25
Mér finnst það alveg ágætt að þetta komi fram.... ég vil endilega að það komi fram að við íslendingar látum ekki samkynhneigð stoppa eitt né neitt af.... þetta er stórt skref fyrir samkynhneigða & réttindabaráttu þeirra.
Hér er ísinn brotinn sem gerir öðrum léttara að fara að okkar fordæmi í þessum málaflokk.
Viva la revolution
DoctorE (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 15:33
Siðferði fer ekki eftir gagnkynhneigð eða samkynhneigð (nema að sá samkynhneigði þykist vera gagnkynhneigður)...
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.1.2009 kl. 18:48
Þetta eru spennandi tímar, magnþrungnir - gaman væri að horfa ofan af fjallinu eftir 200 ár og sjá hvað sagnfræðingar þess tíma segja um október 2008.
Varðandi Jóhönnu, þá brá mér þegar ég heyrði frétt RUV þar sem fjallað var um kynhneigð Jóhönnu eins og við séum í einhverju kapphlaupi, já - Ísland í fyrsta sæti, á ekki að spila þjóðsönginn? Finnst bara gott og blessað að Heilög Jóhanna búi með konu, hafði sjálfur ekki hugmynd um það og hélt að þannig væri um marga aðra. Mér er spurn, hvenær hefur Jóhanna gert kynhneigð sína að söluvöru? Aldrei! Rétindabarátta samkynhneigðra, snýst þetta um það? Hvað segir Jóhanna sjálf málið? Eitthvað fannst mér öfugsnúið í þessari frétt og er næstum því :) viss um að það helgast ekki af hommafóbíu hjá mér.
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 30.1.2009 kl. 07:12
Sammála, kynhneigð hennar skiptir engu máli og hefur ekki gert það hingað til. Það sem mér finnst fyndnast er að kynhneigð Jóhönnu, eða annarra ráðherra eða þingmanna, hafa aldrei verið neitt sérstaklega til umræðu fyrr en núna, og þá er það fyrst og fremst vegna umræðu erlendra fjölmiðla.
Fyrir íslendinga hefur þetta ekki skipt neinu máli og við skulum reyna að halda því þannig.
Rún (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.