Leita í fréttum mbl.is

Atvinnulygarar?

Ég var að pæla í því í gær þegar Samfylkingarmenn og Sjálfstæðis rifust í fjölmiðlum, að í stjórnmálum sé beinlínis litið á það sem eðlilegan hlut að segja ósatt.

Alveg fram á síðustu daga ríkisstjórnarinnar lýstu formenn flokkanna því yfir að í ríkisstjórninni ríkti eindrægni, samheldni og trúnaður.

Í raun alveg þangað til Samfylkingin fór á límingunum á Þjóðleikhúskjallarafundinum.

Núna, hins vegar,  þá tala menn úr báðum flokkum eins og þetta stjórnarsamstarf hafi verið helvíti á jörð.

Þið vitið hvað ég meina, nenni ekki að telja upp brigslyrðin, þau má lesa og horfa á í öllum miðlum.

Það er eins og það sé eðlilegasti hlutur í heimi að ljúga eins og sprúttsali ef þú ert alþingismaður eða ráðherra.

Og þá spyr ég ekki vitandi nokkurn skapaðan hræranlega hlut:

Hvernig á maður að trúa orði af því sem þetta fólk segir?

Eins og þetta horfir við mér þá er þetta ógeðisvinna sem getur kostað fólk nætursvefn þ.e. ef það gengst inn á þessi vinnubrögð.

Hvernig er þetta hægt?

Svarið því!

 


mbl.is „Samfylkingin bugaðist"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Pólitíkin er mannskemmandi .....tík.

Sigrún Jónsdóttir, 27.1.2009 kl. 13:28

2 identicon

Ég var einmitt að hugsa það sama í gær.
Þetta kallast ofurhræsni... það fólk sem hefur ráðskast með landið okkar eru hræsnarar upp til hópa.
Þessu fólk má ekki treysta, það er zero heiðarleiki.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 13:32

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Og hvað dettur manni í hug núna þegar þetta fólk opnar munninn og dásamar nýjan veruleika sinn og samstöðu milli sín um að takast á við verkefnin sem bíða. Sannleikur, kjarkur, heiðarleiki, gegnsæi, ábyrgð eða  heilindi???

I dont think so!!!! Ég er komin með algert ofnæmi..nei ég hef alltaf haft algert ofnæmi fyrir þessari flokka og hagsmunapólitík og það er ekkert að batna. Bara versna.  Hef ENGA trú á þessu fólki núna og vil bara sjá Utanþingsstjórn með  hæfum einstaklingum sem við getum treyst fram að kosningum. Björgunarleiðangur flokka sem eru um leið í kosningabaráttu getur hreinlega ekki gengið upp. Hef einhvernveginn grun um að þeir muni allir setja eigin hag framar hag þjóðarinnar..eins og alltaf áður!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 13:51

4 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Þetta liði segir bara það sem hentar því í það og það skiptið

Svo það er erfitt fyrir mann að trúa nokkrum sköpuðum hlut sem tuffast út úr þessum pólitíkusum

Anna Margrét Bragadóttir, 27.1.2009 kl. 13:59

5 Smámynd: Kolbrún Kvaran

Er það nema von að líkamar pólitíkusa gefist upp fyrir lyginni?

Ég meina þarf að telja upp?

Ingibjörg

Geir

Halldór

Davíð

öll eiga þau við alvarleg veikindi að stríða.

Nei ég er ákaflega sátt við það lífsstarf sem ég hef valið mér,þarf ekki að ljúga neitt í því djobbi!

RUSLAKELLING!

Kolbrún Kvaran, 27.1.2009 kl. 14:10

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Og hvort eru vinstri grænir að hugsa um eigin hag eða okkar þegar þeir vilja kosningar í apríl?? Það sé hver heilvita maður að það er ekki nægur tími fyrir ný framboð að koma fram og kynna sig og heldur ekki tími til að breyta kosningalögunum þannig að nýju framboðin eigi séns gegn gömlu flokkshundunum sem eru búnir að tryggja sig bak og fyrir. Er þetta þeirra skilningur á auknu lýðræði??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 14:11

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Fínt hjá þér um lygina, en ég velti fyrir mér orðalagi þínu þegar þú segir: "Samfylkingin fór á límingunum á Þjóðleikhúskjallarafundinum". Er þetta mein á einhvern neikvæðan hátt? Fannst þér að einhver sturlun hafi átt sér stað? Mér finnst miklu frekar að grasrótin í flokknum (hún er hið raunverulega yfirvald) hafi stigið fram og tekið afstöðu með þjóðinni og gefið foringjum sínum skýr skilaboð. Er það að fara á límingunum?

Friðrik Þór Guðmundsson, 27.1.2009 kl. 14:59

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sorglegt bara.  En við skulum fylgjast með og ekki láta frá okkur potta og pönnur.  Þeirra tími er ekki liðin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2009 kl. 15:00

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

FÞ: Þetta er alls ekki meint á neikvæðan máta.

Ég ímynda mér að flokksforustan hafi ekki verið hamingjusöm með þennan fund.

Mér fannst hann hins vegar frábær sem atburður í öllu ferlinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 15:10

10 Smámynd: Einar Indriðason

Það virðist raunar vera skrifað í starfslýsingu stjórnmálamanna að:  "svíkja, ljúga, ýta undir vini og kunningja".

*ÖRFÁAR* undantekningar þar á.... Og, ég held að Jóhanna sé ein af undantekningunum....

Einar Indriðason, 27.1.2009 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.