Leita í fréttum mbl.is

Lýðræðið sigraði

Þar sem ég sat yfir fréttum og Kastljósi sló það mig fast í höfuðið og tók síðan beina stefnu í hjartað og gerði það að verkum að ég fór að grenja úr gleði.

Þetta það var að ég áttaði mig á því sem hefur raunverulega gerst á Íslandi og hvers vegna.

Að í dag hafði fólkið,  við mótmælendur sigur, í hvaða formi sem við lögðum hald á plóginn.

Það eru svo langar í mér leiðslurnar að þessi dásamlegu tíðindi voru að renna í gegnum fattarann fyrst núna.

Þessi hryllilega ríkisstjórn er fallin.

Það verða kosningar í vor.

Á meðan verður farið í helstu mál eins og björgunaraðgerðir fyrir heimilin í landinu.

Stjórnlagaþing (ætla ég rétt að vona).

Þessi dagur verður ávallt í minnum hafður.

Í dag varð lýðræðið alvöru á Íslandi.

Fólkið hafði sigur!

Eruð þið búin að ná þessu?


mbl.is Ný ríkisstjórn í kortunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Jahá

Sigrún Jónsdóttir, 26.1.2009 kl. 20:44

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er að koma já...

Óskar Þorkelsson, 26.1.2009 kl. 20:53

3 identicon

Baugsstaðabóndinn lætur nú ekki svona skussa eins og ISG  hanka sig. Hverjum langar virkileg að sjá minnihlutastjórn með þessun handónýta liði. Nú hef ég fulla trú á að forseti vor sé með plott í gangi eins og honum einum er lagið. Eftir útrásasukkið á karlinum þá fær hann hérna móment til að stimpla sig inn aftur. Hann gerir auðvitað það eina rétta og myndar utanþingsstjórn. Gefur þessu liði á þingi einn á snúðinn og veitir nú ekki af.

Já ekki vanmeta Baugsstaðabóndann, hann er með eitthvað uppi í erminni.

Helgi (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 20:57

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Hægt en markvist..

hilmar jónsson, 26.1.2009 kl. 20:58

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

verð þó að viðurkenna, að þegar ég las fréttina á Vísi í morgun, um að Joð yrði fjálmálaráðherra kom bara eitt orð upp í huga minn...

 ...Hjálp!!!

Brjánn Guðjónsson, 26.1.2009 kl. 21:03

6 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Ég vil bara benda á að sá flokkur sem kom okkur í þessi vandræði mun styðja Samfylkingu og VG í vinstra bandalagi, Framsókn er búinn að spena í 60 ár í íslenskri pólítík.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 26.1.2009 kl. 21:03

7 identicon

Lýðræði felst sem sagt í minnihlutastjórn

jáhá þið vinstri pakkið eruð ágætt

Kjarri (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 21:09

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Góður dagur: Fólkið hefur talað. og forsetinn hefur endurómað raddir fólksins.

A very happy day.

hilmar jónsson, 26.1.2009 kl. 21:39

10 identicon

Eruð þið að segja mér það að þetta sé sigur!!!! Hvað er í gangi? er það sigur að stöðnuð sé minnihlutastjórn með aðkomu Framsóknarfloksins? Eruð þið orðin eitthvað lasin. Þetta er engin lausn. Við stefnum til helvi..... Steingrímur Joð í.................. Nei hjálpi mér nú allir. Þið sem eruð búinn að vera mótmæla undanfarna 16 laugardaga, eruð þið nú södd.......?????

Þórður Möller (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 22:43

11 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ég grét í gærmorgun þegar Björgvin sagði af sér og tók FME með sér. Ég vissi að það myndi leiða til þess sem við horfðum á í dag og nú brosi ég hringinn. Fólkið, skríllinn, þjóðin vann sigur en nú ríður á að við stöndum saman um að byggja upp sanngjarnt samfélag og reyna allt sem hægt er til þess að bjarga heimilunum og fyrirtækjunum í landinu.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 26.1.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2986891

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.