Leita í fréttum mbl.is

Skemmdarverk!

 Þetta barst mér í tölvupósti fyrir stundu.

"Skemmdarverk hefur verið unnið á nýstofnaðri síðu Nýs lýðveldis, www.nyttlydveldi.is þar sem skorað er á forseta og Alþingi að hlutast til um myndun utanþingsstjórnar og boðun stjórnlagaþings.

Í morgun höfðu þrjú þúsund undirskriftir borist á síðuna en hún hafði þá verið opin í rúman sólarhring. Um svipað leyti urðu aðstandendur síðunnar varir við að eitthvað undarlegt var á seyði, því birtum undirskriftum fór fækkandi. Nú sýnir talingin 0.

Það er sorglegt að svona skuli komið fyrir umræðu og tjáningarfrelsi í landinu á þessum erfiðu tímum; að einhver skuli leggja á sig að eyðileggja frjálsan, opinn, umræðuvettvang til þess að þagga niður þessa eðlilegu kröfu. Það mun ekki takast.

Aðstandendur síðunnar hugleiða nú stöðuna og munu snúa sér með málið til lögreglu
."

Ef einhverjum hefur dottið í hug að það sé ekki blákaldur vilji ákveðinna afla að ekki verði hróflað við ríkjandi valdi og því fyrirkomulagi sem almenningur nú mótmælir víða um land, við hvert tækifæri, þá má sá hinn sami fara og pússa gleraugun.

Svona er komið fyrir gamla Íslandi.

Skömm að þessu.


mbl.is Hvítborðar boða Nýtt lýðveldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sjálfsagt sömu hvítliðar ihaldsins og hafa reynt að eyðileggja mótmælin undanfarið með ofbeldi gegn lögreglunni.

Björgvin R. Leifsson, 24.1.2009 kl. 14:02

2 Smámynd: Einar Indriðason

Aumt þykir mér fara fyrir svona aðgerðum.  Nokkuð ljóst, þegar farið verður að grafa ofan af ... að það mun margt koma í ljós.

Svei attan.

Einar Indriðason, 24.1.2009 kl. 14:21

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Breytingar til góðs, Búkolla

hilmar jónsson, 24.1.2009 kl. 14:43

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Talan á Nýju lýðveldi er nú tæplega 3 þúsund svo vonandi er þetta í lagi. Finnst að inntak mótmæl geti færst á stuðning við kröfu þeirra. Það væri gott millistef fram að kosningum. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 24.1.2009 kl. 15:04

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ömurlegt...

Jónína Dúadóttir, 24.1.2009 kl. 15:37

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gjörsamlega fáránlegt að gera þetta. Ætla að kíkja þangað og skrá mig, var ekki búin að því.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.1.2009 kl. 15:55

7 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Krafan um stjórnlagaþing er óháð kröfunni um stjórnarslit og kosningar. Við skulum gæta þess að láta ekki aðra kröfuna ryðja hinni úr vegi. Báðar eiga jafn mikinn rétt á sér. Verði ekki kosið til stjórnlagaþings í vor verður það krafa lamennings að ný ríkisstjórn látai það verða eitt af sínum allra fyrstu verkum. Þjóðin verður að fá að setja sér nýja stjórnarskrá.

Björgvin R. Leifsson, 24.1.2009 kl. 16:20

8 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Nei, sæll Björgvin. Hvað er þetta "lamennings"? Það skyldi þó ekki eiga að vera "almennings"? Og "láti" orðið að "látai"! Þú verður að læra að blogga hægar en þú hugsar.

Björgvin R. Leifsson, 24.1.2009 kl. 17:20

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

fátt er svo með öllu illt....

þetta varð til þess að þú bloggaðir um málið. sem aftur leiddi til þess að ég fór inn á síðuna og bætti minni undirskrift á listann.

Brjánn Guðjónsson, 24.1.2009 kl. 17:28

10 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Jamm mér datt það svo sem í hug að skemmdarverkið myndi hafa öfugar afleiðingar, nefnilega að auglýsa síðuna og málefnið enn betur. Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem vopnin snúast í höndum stuttbuxnaliðs íhaldsins.

Björgvin R. Leifsson, 24.1.2009 kl. 17:32

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Björgin góður!

Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 20:52

12 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir þetta Jenný - og þið hin.

Síðan er semsagt komin upp aftur (við áttum auðvitað öryggisafrit af öllum undirskriftunum  eða a.m.k. langflestum). Vonandi tekst okkur að hrinda þessu af okkur. Enda látum við ekki þagga svona niður í okkur. Við setjum síðuna upp aftur og aftur og aftur ... og aftur ef með þarf.

Baráttukveðjur.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.1.2009 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.