Leita í fréttum mbl.is

Hvað gerist nú?

Það er skelfilega sorglegt að Geir Haarde skuli vera svona veikur.

Auðvitað sendir maður honum óskir um góðan bata ásamt hlýjum kveðjum.

En Geir og ISG ætla að láta kjósa 9. maí en halda stjórnarsamstarfinu áfram.

Fyrirgefið, en það getum við ekki sætt okkur við.

Ríkisstjórnin er jafn vanhæf og hún hefur verið allan tíma frá hruni, ekkert hefur breyst þar.

Reyndar eru báðir forystumenn ríkisstjórnarinnar að kljást við veikindi og ganga því haltir til leiks.

Nú reynir á stjórnarliða og almenna flokksmenn í Samfylkingunni.

Láta þeir þetta yfir sig ganga?

Við verðum að mótmæla sem aldrei fyrr.

Búsáhaldabyltingin lifi!


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er hvort eð er ekkert hægt að kjósa í hvelli, ég get ekki séð annað en þetta sé gott svona, við kjósum 9. mái og hana nú.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2009 kl. 12:51

2 identicon

Nú spyr ég verða mótmælendur einhverntíman sáttir???

Rakel Lúðvíks (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 12:58

3 identicon

Þetta kallast lýðræði..  HALLÓ???

Það er búið að boða til kosninga..

Mótmælendur sögðu að til þess að þeir myndu hætta þá þyrfti að boða til kosninga.  Nú er búið að boða til kosninga þannig að nú er að sjá hvort mótmælendur séu menn sinna orða..

Ríkisstjórnin sýnir ábyrgð!  En hvað gera mótmælendur??

Guðbjartur Þorvarðarson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:00

4 Smámynd: Þorsteinn Þormóðsson

Þetta er ósmekkleg grein hjá þér Jenný!! Auðvitað er þetta þannig hjá þér að þó Geir hafi greinst með krabba þá er það bara aukaatriði!! Svona svipað og þegar þú ert að grobba þig af því að vera búin að vera edrú í 12-13- eða 14. mánuði! Að kjósa 9. maí er hið besta mál og auðvitað þurfa flokkarnir tíma til að undirbúa sig!

Þorsteinn Þormóðsson, 23.1.2009 kl. 13:00

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég neita því að þetta sé ósmekklegt.

Mér finnst alveg ferlega sorglegt að heyra um veikindi Geirs, sama á við um ISG.  Þetta eru ekkert einhver smá veikindi.

En það breytir ekki því að þjóðin er gjaldþrota.

Atvinnuleysið eykst með hraða ljóssins og er komið vel yfir 12.000, enginn hefur tekið ábyrgð í Seðlabanka eða Fjármálaeftirliti, svo maður tali nú ekki um bankana.

Mótmælendur hafa haldið því fram (ég ein af þeim) að ríkisstjórnin sé vanhæf, hún þurfi að fara frá.  Sú krafa stendur óbreytt.

En veikindi forystumannanna eru mannlegir harmar og mér finnst það afskaplega leitt.

Þetta er ekkert persónulegt og á heldur ekki að vera það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 13:07

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Dagný Geir er að draga sig í hlé hann er að hætta skilurðu ekki fréttirnar ??????
Eftir þvi sem að ég les fleiri komment um þetta mál því meir skammast ég min fyrir að vera Íslendingur og það er ekki vegna fjármálaveltu heldur hins andlega tómarúms og skort á hugsun í garð meðbræðra sinna sem að ég les hér á siðunum. Kannski að pottaglamrið hafi eitthvað skemt þarna uppi

Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.1.2009 kl. 13:08

7 identicon

Ljót og illa ígrunduð grein. Skríllinn er búinn að ná sínu fram, með ljótum uppákomum, steinakasti og eyðileggingafýsn sinni. Nú er komið að því að sýna smá samkennd og biðlund því það er búið að boða til kosninga og formannaskipta. Mál að halda grimmdinni inni en heypa smá virðingu út í staðinn.

 Ljótur leikur hefur farið fram síðustu daga í miðborginni þar sem smákrakkar og illa lukkað fólk hefur tekið þátt í að "ráðast á helvítis lögguna" í stað þess að mæta til að mótmæla ríkisstjórninni. Einn mesti viðbjóður sem maður hefur séð um dagana. En svona eru Íslendingar, kunna sér ekki hóf og ganga alltaf lengra en gott þykir.

Gúndi.

Gúndi (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:16

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gúndi: Þú hlýtur að vita að þessir ólátaseggir og brjálæðingar sem réðust að lögreglunni voru ekki hefðbundnir mótmælendur.  Stefán lörgreglustjóri segir að þetta hafi verið góðkunningjar löggunnar.

Hættu svo þessari helgislepju.

Það er enginn að gera lítið úr veikindum Geirs nú eða ISG.

Það eru sorglegar fréttir.

En stjórnin er vanhæf eftir sem áður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 13:19

9 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Kröfur mótmælenda hafa verið nokkrar en tvær hafa borið hæst:

1. Ríkisstjórnina burt

2. Kosningar.

Nú er ljóst að ríkisstjórnin ætlar að verða við kröfu nr. 2 en að því er virðist hundsa kröfu nr. 1. Það er einfaldlega ekki ásættanlegt.

Það var hörmulegt að heyra um veikindi Geirs. Þau breyta hins vegar engu um kröfuna um að ríkisstjórnin fari.

Björgvin R. Leifsson, 23.1.2009 kl. 13:25

10 identicon

Hvað meinar fólk eins og Gúndi og Jón Aðalsteinn?

Það er ömulegt og sorglegt að Geir og Ingibjörg séu veik.  Jú, það er flott að það er stefnt að kosningum í vor, glæsilegt.

Það þarf samt enn að laga til í FME og seðlabankanum.  Það þarf enn að taka til í bönkunum og refsa auðmönnunum.  Þetta hefur ekki enn breyst.

Það er ekkert ósmekklegt við þessa grein hennar Jennýjar.

Ég vil flokkspólítíkina burt og alveg nýtt blóð í stjórn landsins.

Munið svo að þeir sem létu hvað verst við lögguna voru "góðkunningjar þeirra" að þeirra eigin sögn.  Flestir mótmælendur eru að vinna hörðum höndum að því að mótmæla friðsamlega en það má alveg hafa hátt.

Erna Kristín (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:27

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Dauðans della er þetta!

Maður gæti haldið að Jenný hefði komið krabbanum fyrir í Geir! Maðurinn er veikur og það er slæmt..... en það er ekki hægt að bíða fram í maí með að skipta út þessu fólki. Punktur

Heiða B. Heiðars, 23.1.2009 kl. 13:34

12 identicon

Greinin þín Jenny er eins og töluð út úr mínu hjarta.  Stjórnin er ennþá jafn vanhæf og Seðlabankinn og fjármálaeftirlitið þarf að stokka upp strax.  Mannlegir harmleikir einstaklinga breyta engu þar um. Burt með spillingaröflin og mærðina. Lifi byltingin.

anna (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:35

13 identicon

Mér finnst hræðilega sorglegt þegar fólk eins og Gúndi, Þorsteinn Þ. og Jón Aðalsteinn leggja heiðarlegum mótmælendum ljótar hugsanir í té.

Svarið þið þrír mér þessu: Hefur einhver einhvers staðar í mótmælunum eða hér á blogginu óskað eftir því að Geir og Ingibjörg hljóti alvarleg veikindi?? Hefur einhver sagt: Jibbý jei, Geir er veikur!!????? Þetta er afar sorglegt að lesa og mér finnst þið ógeðslegir að halda þessu fram.

Það er samhugur með einstaklingnum Geir ... en eftir stendur: Ríkisstjórnin er jafn vanhæf og hana viljum við burt! Kosningar 9. maí - flott - en hvað gerist þangað til? Getur bráðabirgðastjórn ekki sinnt því sem ríkisstjórnin nú er að gera?

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:39

14 identicon

Björgvin, það verða kosningar núna í maí..

Að þú viljir að ríkisstjórnin víkji núna strax burt er ekkert annað en hrein fáviska og vitleysa..!

Þá fyrst verður þetta land orðir stjórnlaust! Það þarf tíma til þess að undirbúa kosningar. Bráðabyrgðarstjórn kemur ekki til með að gera neitt annað en aðeins verra!

Alveg skeit ég í buxurnar þegar Steingrímur formaður VG hélt því fram að æskilegast væri að segja upp AG? Hversu veruleikafyrrtur þarf maður að vera? Það kemur ekki til með að styrkja stöðu íslendinga á erlendri grundu!

Það er lang best að þessi stjórn sem er nú einbeiti sér að því að gera það sem hún geti til að bæta ástand fram að kosningum og sjá hvað setur þá.. Hvort sem þú ert "krati" "kommi" "anarkisti" "frjálshyggjumaður" eða "xF sjúkur kvótabullari" þá kemur bráðabyrgaðrstjórn ekki til með að gera neitt.

Það fellur síðan væntanlega inn í kröfu 2 hjá þér Björgvin að ríkisstjórnin fari burt.. Jú það kemur víst allt fram í kosningum.. Hver veit hvað gerist þá, sýna smá biðlund.

Eitt veit ég að ef VG kemst til valda er þetta land farið beint norður og niður. Ágæti Steingrímur kann ekki annað en að vera á móti hlutum og hefur ekki hugmynd um hvað hann getur gert til að laga nokkuð.

Ég er svo hjartanlega sammála Jóni Aðalsteini hérna að ofan! Annars eruði eflaust öll ágæt..

Ingvar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:42

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Doddi, Heiða, Anna og þið hin sem náið því hvert ég er að fara.

Mér var farið að líða eins og Jack the ripper.

Helvítis mærð og tvískinnungur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 13:48

16 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jenný mín... hefði getað sagt þér að það er alveg bannað að tala um veika stjórnmálamenn ;)

Einhversskonar heilagleiki grýpur um sig og manni líður eins og hryðjuverkamanni.

Heiða B. Heiðars, 23.1.2009 kl. 13:52

17 identicon

Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja hvers vegna í ósköpunum menn vilja auka á ringulreiðina og heimta nýja stjórn strax.  Það hefur lengi legið í loftinu og er nú ljóst að það verður kosið í vor og þetta mótmælendalið, sem reyndar er ekki nema brot þjóðarinnar, hlýtur að geta sætt sig við það.

En nei það á ekki að láta deigan síga því það er svo gaman að mótmæla þannig að þetta heldur sjálfsagt áfram.

Og ég verð nú að geta þess að lokum að augljóslega eru ekki allir mótmælendur skríll en þegar menn standa enn með skilti sem á stendur "Á HAUGANA MEÐ GEIR" fyrir utan Valhöll eftir tilkynningu um veikindi hans þá hreinlega efast ég um dómgreind fleiri mótmælenda heldur en einungis þeirra sem kasta grjóti og saur í lögreglumenn.

Jón (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:54

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jabb en ég er að hrista þetta af mér og læt ekki á mig fá.

Hananú og kíktu á skilaboðin þín.  Er í kasti.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 13:54

19 identicon

Eftir að hafa lesið allnokkur blogg hef ég ekki séð að neinn gleðjist yfir veikindum Geirs þó þeir hafi glaðst yfir kosningaboði. Hins vegar hafa margir gerst svo ósmekklegir að nota tækifærið til að skjóta á mótmælendur og staðhæfa að þeir fagni því að maðurinn sé kominn með krabbamein.

Börkur Heiðar Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:58

20 Smámynd: Steingrímur Helgason

Má núna perzónugera vandann, Valhallarpennar ?

Gó on girlí...

Steingrímur Helgason, 23.1.2009 kl. 14:00

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Zteini: Ég var einmitt með þennan punkt, hehe, kunni ekki við að demba honum á liðið.  Takk.

Börkur Heiðar: Þeir veltast um í mærðinni sumir, finnst heldur betur hafa hlaupið á meðvirknisnærið.
Bara sorglegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 14:01

22 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég er sammála ad mótmlin verda ad halda áfram tad er engin spurning.Tad er audvitad sláandi tessar fréttir af rádamönnum okkar og ekki skrítid tó eithvad gefi sig vid allt tetta álag.tad var dýru verdi keypt.Vid höldum samt áfram med okkar starf med stykr og tor.

Eigdu gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 23.1.2009 kl. 14:09

23 Smámynd: Heiða B. Heiðars

hahaha...var einmitt að bæta þessu með persónugjörninga inn í mína færslu :D

Heiða B. Heiðars, 23.1.2009 kl. 14:09

24 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þjóðstjórn!

Villi Asgeirsson, 23.1.2009 kl. 14:14

25 identicon

Hann stígur þó til hliðar.

Það eru tveir valdamestu ráðherrar og formenn stjórnmálaflokka að berjast við ÆXLI.

Þau urðu ekki til í gær, sem segir manni að ríkistjórnin hefur verið VANHÆF vegna veikinda. Nú er skýringin komin fram,hvers vegna.

Hildur (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 14:15

26 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heiða: Ég var að deyja úr löngun til þess að setja þetta í færsluna því þetta er algjörlega spot on.

Já við höldum áfram.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 14:18

27 Smámynd: Kristján Logason

Ríkistjórnin burt - Í vinnslu

Kostningar - afgreit

Seðlabanki - í vinnslu

FME - í vinnslu

Önnur mál tekin á dagskrá eftir hreinsun búsáhalda 

Kristján Logason, 23.1.2009 kl. 14:20

28 identicon

Ég gat ekki betur heyrt en að Geir og öll stjórnin hefði verið að segja af sér þe. með því að boða til kosninga.  Ég met stöðuna þannig að það verði einungis til að auka ringulreiðina í þjóðfélaginu að mynda einhverja bráðabirgðastjórn í 3 mánuði.  Sé ekki tilgang í því. 

Ég vil líka taka það fram að ég er ekki að persónugera eitt eða neitt og er ekki að mælast til að stjórnin sitji áfram í skjóli veikinda Geirs og Ingibjargar. 

Það er samt ágætis tilraun til að gera lítið úr skrifum okkar svokölluðu "Valhallarpenna" að kalla þau meðvirkni og persónugeringu.

Jón (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 14:21

29 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Aldrei meiri ástæða til mótmæla! Neyðarstjórn STRAX!

Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2009 kl. 14:28

30 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Megum ekki persónugera vandann.  Utanþingsstjórn strax!

Sigrún Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 14:44

31 identicon

Þeir sem ausa óhroðanum yfir mótmælendur mega ekki gleyma því að trúverðugleiki íslenskra ráðamanna, embættismanna og bankanna er í rúst erlendis (og auðvitað og ekki síst hérlendis). Þess vegna, og vegna getuleysis ríkisstjórnarinnar, verðum við að fá aðra stjórn STRAX, ekki í maí. Stjórn sem er skipuð fólki sem veit hvað það er að gera... og helst ekki stjórnmálamönnum, vessgútakk.....

Guðmundur Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 14:45

32 identicon

Nei nú fór nú restin af virðingunni við mótmælendur:

„Hvað er hann að draga veikindi sín fram í dagsljósið núna?“ sagði Hörður Torfason

Átti hann að draga þau fram áður en hann veiktist ???

Og ég sem hef verið að hæla Herði Torfasyni fyrir að hafa gert marga góða hluti sem talsmaður mótmælenda.

Jón (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:11

33 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek undir með þér Jenný!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.1.2009 kl. 15:21

34 identicon

Var það ekki á miðvikudaginn sem Geir sagði í Kastljósinu að það færi allt til andskotans ef kosið yrði í vor? Hvað hefur breyst annað en veikindin?

Það má benda á að krónan hefur styrkst um 2.8 % síðan upplýst var um veikindi Geirs.

Segir það okkur eitthvað?

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:59

35 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mig langar að benda á að það er ekki búið að ákveða að kosningar verði þennan tiltekna dag þótt þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi lagt það til.

Það er ekki hans að ákveða það, heldur er þetta þeirra tillaga. Síðan verður væntanlega að ræða það við hina þingflokkana og komast að samkomulagi.

Ég tek undir með þeim sem harma veikindi manneskjunnar Geirs Haarde og óska honum innilega góðs bata.

En veikindi hans mega ekki yfirskyggja þá grundvallarbaráttu sem nú fer fram á Íslandi, sem er breytt siðferði, nýtt lýðveldi, alvörulýðræði, breytt kosningafyrirkomulag og kosningalög og ýmislegt fleira sem við viljum sjá í hinu Nýja Íslandi.

Veikindi forsætisráðherra breyta því ekki að spillingin grasserar ennþá, Seðlabanki og Fjármálaeftirlit eru rúin trausti og þar verður að skipta út fólki, heilbrigðisráðherra er á fullu að einkavinavæða heilbrigðisþjónustuna, bankarnir að afskrifa skuldir auðmanna og lána þeim meira o.s.frv. o.s.frv.

Enn er mjög langt í land og við verðum að halda áfram að mótmæla og berjast fyrir þessum breytingum. Ef samúð með núverandi forsætisráðherra verður til þess að fólk dregur í land er það sem þó unnist hefur farið fyrir lítið.

Fólk má alls ekki blanda saman eða ruglast á persónunni og embættismanninum. Höldum baráttunni ótrauð áfram!

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.1.2009 kl. 16:06

36 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hafið þið lesið bloggfærslunar sem tengdar eru við Moggaviðtalið við Hörð Torfa?

Endilega gerið það.  Merkileg lesning.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 16:07

37 identicon

Þorsteinn, ég er nú reyndar búinn að fylgjast með genginu í allan dag og það byrjaði að styrkjast um leið og gjaldeyrsimarkaður opnaði í morgun og hefur styrkst jafnt og þétt síðan þá.  Ég er nú ekki með það nákvæmt en ég held að styrkingin hafi verið orðin um 2% í hádeginu áður en yfirlýsingin kom þannig að þetta er beinlínist rangt hjá þér og hefur ekkert með veikindi Geirs að gera.

Ég varð nú ekki var við að Geir talaði um að allt færi til andskotans þótt kosið yrði í vor.  Hann talaði hins vega um að rétt væri að bíða eftir skýrslu rannsóknarnefndarinnar áður en kosið yrði.

Jenný.  Ég er búinn að lesa flestar þessar bloggfærslur og er sammála þér.  Þetta er merkileg lesning.  Skyldi þó ekki vera rödd þjóðarinnar sem þarna talar ?

Jón (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:19

38 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

góður og hárbeittur punktur hjá Steingrími og ekki í fyrsta skipti!

Og góður er hann sömuleiðis minn gamli kumpáni kristján ljósmyndari Logason!

Annars er líka rétt að bæta við hjá lafði Láru Hönnu, að stjórninni hefur nei ekki verið slitið og það gerist ekki öðruvísi í stöðunni, en annar stjórnarflokkanna gangi úr skaftinu og geti svo eða vilji mynda nýja stjórn með öðrum. En formlega er forsætisráðherran með umboðið og því yrði fyrst að skila til forsetans á Bessastöðum og svo að afhenda hinum nýja forsætisráðherra. (eða forystumanni þess flokks sem ætlað væri að mynda viðkomandi stjórn)

Magnús Geir Guðmundsson, 23.1.2009 kl. 16:36

39 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Um að gera að halda áfram mótmælunum, almenningur er eftir sem áður í baráttuhug þangað til kröfurnar heyrast og eitthvað á listanum verður framkvæmt.

Eva Benjamínsdóttir, 23.1.2009 kl. 16:56

40 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ef það skapast fordæmi fyrir tafarlausri afsögn vegna krabbameins sem er einkennalaust færi fólk einfaldega inn í skápinn með sett krabbamein og aðra einkennalausa sjúkdóma. Að Geir sýni æðruleysi og styrk í veikindum sínum gefur öðrum sem eiga við sömu veikindi að stríða von.

Það er svo margt sem getur haft áhrif á starfsþrek og einbeitingu en það er fráleitt að dæma fólk sem hefur krabbamein til útlegðar. 

Benedikt Halldórsson, 24.1.2009 kl. 12:39

41 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Hörður hefur sem betur fer beðist afsökunar á ummælum sínum. Gott hjá honum.

Benedikt Halldórsson, 24.1.2009 kl. 17:09

42 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Það verður gaman fyrir bæstu kynslóðir að lesa um búsáhaldabyltinguna í sögu í framtíðinni

Já hvað nú?   Ótrúlegt hvað fólk telur sig ómissandi sem er við stjórn

Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.1.2009 kl. 23:53

43 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 25.1.2009 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2987152

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband