Föstudagur, 23. janúar 2009
Sjálfsmorðsþema Stöðvar 2
Lengi vel vildi ég ekki trúa því að þöggun hjá fjölmiðlum gæti verið til staðar.
Mér fannst það svo ótrúlegt að slíkt gæti verið í opnu lýðræðisþjóðfélagi. Hér á landi þurfum við ekki að hræðast neitt eða neinn!
(Hér tek ég mér andartaks hlé á meðan ég næ úr mér aulahrollinum vegna einfeldninnar sem ég greinilega hef þjáðs af, úff).
Það hlýtur að teljast nokkuð fréttnæmt þegar Sigmundur Ernir og kona hans Elín Sveinsdóttir, ásamt Kompásmönnum sem eru með margverðlaunaðan fréttaþátt er sagt upp - á einu og sama brettinu.
Ég og allir sem ég haf talað við hafa verið gapandi hissa á þessu, okkur hefur fundist sjálfsmorðsþema Stöðvar 2 vera tekið ansi langt með þessum gjörningum.
Í fréttum Stöðvar 2 var ekki minnst einu orði á brottreksturinn.
Ekki minnst einu orði á að fólkið hafi verið látið fara vegna endurskipulagningar sem er hin opinbera útskýring kjánanna á stöðinni.
Hins vegar var búið að eyða út bloggi Sigmundar Ernis. Það var búið að klippa hann út úr mynd sem birtist fyrir fréttir af SE, Eddu og Loga.
Alveg þessi: Hér er Sigmundur Ernir og hviss bang, Sigmundur Ernir týndur.
Flytja fréttastöðvar ekki fréttir ef þær gerast á eigin heimili?
Get ég þá reiknað með að héðan í frá verði ekki minnst einu orði á neitt sem viðkemur starfsfólki Stöðvar 2?
Ég persónulega og prívat er hætt að horfa á fréttirnar á þessari þykjustu stöð sem greinilega vill ekki láta taka sig alvarlega.
Ísland í dag er brandari ársins. Þar eru framleiddar helgimyndir af þóknanlegum stjórnmálamönnum og auðjöfrum.
Nú eru fréttirnar úti fyrir minn part líka.
Ég kóa ekki með þessum bjánum þarna.
Svo dauðvorkenni ég því ágætis fólki sem enn starfar á Stöðinni því þeir eru þó nokkuð margir.
Ömurlegt að þurfa að mega bara fjalla um sumt en ekki annað.
Og Ari Edwald?
Eigum við eitthvað að tjá okkur um hann?
Held ekki.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:25 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þessi sjónvarpsstöð er búin að vera.
Sigrún Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 11:24
Tek undir með Sigrúnu, appelsínugula frú. Þessi stöð á eftir að lognast út af og er það vel, allt of hátt afnotagjald og tómar endursýningar á sápu. Var vel Frans!
Rut Sumarliðadóttir, 23.1.2009 kl. 11:41
Dálítið lúalega að þessu staðið. Tók eftir því í morgun að búið var að eyða blogginu. Held eins og þið stöllur að stöðin gefi upp öndina mjög fljótlega.
Ía Jóhannsdóttir, 23.1.2009 kl. 11:48
Heyr heyr kæra Jenfo:) trúverðugleikaharakírí og þó var það ekki mikið fyrir. Sagði upp Voðafón áðan og mikið er það notaleg tilfinning.
Birgitta Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 11:48
Birgitta: Við vorum að hætta frá Voðafón í vikunni og erum kominn aftur á símann. Vegna eigenda OG stöðugra bilana.
Með þessu áframhaldi stelpur þá klárast þetta fljótlega hjá þeim.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 12:13
stöð 2 er búin á því.. fór með spillingaröflunum í ræsið.
Ég mun ekki horfa á fréttatíma þeirra framar.. enda ekki eftir miklu að missa eftir að SE er farinn
Óskar Þorkelsson, 23.1.2009 kl. 12:26
Jenný fannst þér þetta ekki góð tilfinning að skafa grísinn af sér hægt og bítandi - versla ekki lengur í verslunum þeirra og reyni að forða mér frá öllu sem elur græðgigrísinn sem er alveg að springa - því hann var bara loft...
Birgitta Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 12:29
Birgitta: Jú, algjörlega.
Kreppi: Já og nærbuxnamistökin. OMG.
Óskar: Það er ekki hægt að treysta stöðinni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.