Leita í fréttum mbl.is

Góður hárdagur og sannfæring fyrir róða?

So far so good gæti ég sagt vegna þessara orða ISG.

Hún vill kosningar í vor og allt kemur til greina.

En það er eitt (af mörgu reyndar) sem er að bögglast fyrir brjóstinu á mér.

Ég sá t.d. Steinunni Valdísi í Kastljósinu í gær þar sem hún talar um að það verði að kjósa, verði að hlusta á fólk en svo endar hún mál sitt á því að hún muni samt hlýða forystu Samfylkingarinnar í þessu máli.

Ergo: Steinunn vill kosningar og telur stjórnina ekki á vetur setjandi EN hún ætlar að fara að vilja flokksforustunnar sem þýðir þá væntanlega að hún lætur sig hafa það verði niðurstaða hennar önnur en endregin afstaða Reykjavíkurfélags Samfylkingarinnar um hið gagnstæða.

Það er talað um það á tyllidögum að þingmenn eigi fyrst og fremst að fara eftir sannfæringu sinni.

Aldrei hefur verið ljósara en núna að það er vilji formanns og forystu sem ræður, sannfæringin er hliðarbúgrein.

Mér sýnist sem Geir og ISG hangi á samstarfinu og muni reyna að gera það fram að kosningum í vor.

Hvað með vilja þjóðarinnar ISG?

Hvað með vilja þingmanna flokksins?

Í nýrri skoðanakönnun kemur fram að stór hluti þjóðarinnar treystir ekki stjórninni.

Það þurfti svo sem ekki skoðanakönnun til.

Á að halda áfram að líta fram hjá vilja fólksins og horfast í augu við getuleysi núverandi stjórnar til að taka á vandanum?

Ég auglýsi hér með eftir stjórnarþingmönnum sem eru til í að setja sannfæringu sína í fyrsta sæti en láta flokksforustuna á hliðarlínuna, þar sem hún á heima.

Annars er ég góð sko.

Vaknaði upp í morgun og sá að enn einn góður hárdagur var runninn upp.

Jess.

Viðtalið við þingmenn í Kastljósi


mbl.is „Allt kemur til greina"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góðan hárdag.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.1.2009 kl. 10:21

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Vonum bara að ISG komist til heilsu.  Kveðja inn í góðan dag.

Ía Jóhannsdóttir, 23.1.2009 kl. 10:23

3 Smámynd:

Það þarf að hvíla ISG og hjúkra henni til heilsu og láta hana vera á meðan. Engin hemja og alger ónærgætni að taka viðtal við hana á sjúkrabeði í Svíþjóð  Fyrir nú utan að hún er væntanlega enn órauntengdari en vant er á meðan á þessum hremmingum stendur hjá henni.

, 23.1.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.