Leita í fréttum mbl.is

Appelsínugula byltingin er hafin - úje

appelsínuguliborðinn

Það er enn slatti af fólki niður við Alþingi og flestir í appelsínugulu. Sú litfagra bylting er hafin og ég er hluti af henni.

Það má sjá á síðunni minni, ég er ekkert fyrir hálfkák, allt líf mitt er appelsínugult fram að þjóðstjórn, eða réttara sagt, fram að stjórnarslitum.  Frá því verður ekki vikið.

Appelsínugult er litur búddistanna.  Það eru flott trúarbrögð.  Fylgjendur þeirra eru ekki að troða trú sinni upp á annað fólk, elska friðinn og svona. 

Ef ég vildi endilega ganga í trúfélag þá færi ég þangað.  En ég vil ekki fæðast aftur sem kakkalakki eða könguló, það er bara ekki ég.  Ég vil fæðast aftur sem John Lennon eða Martin Luther King.

Já, ég á mér draum.

Appelsínugulur matur er fínn.

Gulrætur og appelsínur.  Nammi.

Blóm eru falleg í þessum tón og fleira og fleira.

Hér verða borðaðar gulrætur út í eitt þar til yfir líkur.

Ég vil benda ykkur á tilmæli frá Röddum fólksins að mótmæla ekki eftir klukkan átta annað kvöld og á laugardagskvöldið.

Þá er djamm í bænum og djammararnir myndu kannski vilja slást í hópinn með afleiðingum.

En á laugardeginum verður fundur á Austurvelli kl. þrjú eins og venulega.

Svo má auðvitað fremja trommuslátt niðri við Alþingi allan guðslangan morgundaginn.

Svei mér þá ég á ekki til appelsínugula flík í öllu mínu fatasafni.

Ekki lit að sjá í skápunum.  Ekki einu sinni hálsklútur.

Allt svart, brúnt og grátt.

Hvernig átti ég að vita að ég væri á leið í byltingu og að mig myndi vanta júníform?

Jæja, farin að lúlla.

Friður og hamingja veri með yður öllum.

Hari Kristna.

P.s. Ég ætla að segja ykkur það svona í trúnaði að í mínum huga heitir þessi bylting ekkert annað en pottabyltingin.


mbl.is Mótmælt í góðri sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábært

Sigrún Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 01:07

2 Smámynd: Ragnheiður

Farðu í búð, einhverja búð og náðu þér í flíkur í öllum regnbogans litum, þá ertu ávallt tilbúin eins og skátarnir...

Góða nótt skvís...

mótmælabarnið mitt er enn ekki komið heim....

Ragnheiður , 23.1.2009 kl. 01:08

3 Smámynd: Tómas Ingi Adolfsson

Fólk er búið að vera að dreifa appelsínugulum borðum í dag og í kvöld þannig að það er ekki erfitt að nálgast slíkt...

Tómas Ingi Adolfsson, 23.1.2009 kl. 01:11

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þegar ég, gamli Brjánn hrekk upp af, endurfæðist ég sem nýi Brjánn. laus viðn skuldirnar en held öllu hinu. svona á aðn gera þetta Jenný. Orange er líka fínt. mér finnast appelsínur góðar.

Brjánn Guðjónsson, 23.1.2009 kl. 01:20

5 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Kreppukallinn góður .

Hörður B Hjartarson, 23.1.2009 kl. 01:25

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Að hætti Úkraínubúa sem eiga hina upphaflegu "orange" byltingu ætti sú íslenska að enda núna í Janúar. Þeirra bylting stóð frá síðari hluta nóvember 2004 til janúar 2005.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.1.2009 kl. 01:38

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég þarf að finna mér eitthvað appelsínugult fyrir helgina

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.1.2009 kl. 01:56

8 identicon

Hagkaupspokar  eru appelsínugulir. Hægt að binda þá um handlegginn,svona smá kreppuráð var með svoleiðis í dag

Guðbjörg Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 02:30

9 Smámynd: Eygló

væri ekki hægt að komast í vestin sem bæjar/borgarstarfsmenn klæðast til að sjást.

Létt, órans, skjól, endurskin, vatnshelt (má spúla)

eru ekki hlauparar með eitthvað svipað

Annars er það bara Rauði krossinn með e-a órans dulur og flíkur sem hanna mætti auðkennisborða úr.

Eygló, 23.1.2009 kl. 03:47

10 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Ég tek undir með kreppukallinum, þegar lögreglan ber appelsínugulan borða þá skal ég bera hann, annars er mér illa við að flokka mig sem appelsínugulan þegar ég er svona svakalega svartur

Óskar Steinn Gestsson, 23.1.2009 kl. 05:46

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Appelsínugula búslóðabyltingin!

Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2009 kl. 06:35

12 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Kona eins og tú med allt appelsínugult í kringum sig mætir bara á svædid tad sjá allir appelsínugula litinn.Tú ert bara svo frábær.

Gangi ykkur vel.Sammála ad mótmæla ekki á helgarkvöldum.

Kvedja frá Jyerup

Gudrún Hauksdótttir, 23.1.2009 kl. 08:03

13 Smámynd: María Guðmundsdóttir

bara flott, uss..geturdu ekki reddad thér gódum sjóstakk?? yrdir megaflott i honum en list vel á thetta ad sleppa helgunum,thad yrdi bara tómt rugl.

Hafdu góda helgi Jenný

María Guðmundsdóttir, 23.1.2009 kl. 08:42

14 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Pottabyltingin, já. Gott orð!

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 23.1.2009 kl. 09:00

15 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Einhverntíma átti ég þennan líka fagurappelsínugula sjóhatt.  Hvar er hann í dag?  Nú væri ég til í að bera slíkt höfuðfat........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.1.2009 kl. 09:11

16 Smámynd:

Er styðjandi appelsínugulri pottabyltingu  Ef ekki vill betur má bara þræða appelsínur upp á band og hengja um hálsinn

, 23.1.2009 kl. 09:23

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Björn: Góður.

Dagný: Þú ert með þetta.

Lísa: Þá er að kafa ofan í skúffur og skápa.

Ingóflur: Frábært og lýsandi byltingarheiti og alls ekki ógnandi.

María: Ég er tildurrófa, ég enda með að kaupa mér eitthvað í Karen Millen eða Evu!

jyderrupdrottning: Takk fyrir þetta.

Óskar Steinn og kreppukall: Ég er í raun sammála ykkur að vel flestu leyti.

Hrönn: Flott.  Hehe.

Guðbjörg og Eygló: Við finnum út úr þessu.

Jóna Kolbrún: Farðu og leitaðu í skápunum.

Svanur Gísli: Sjitt að þeir skuli hafa verið á undan.

Hörður: Kreppukallinn er alltaf góður.

Brjánn: Sounds like a plan.

Tómas Ingi: Hárborðar eru flottir og líka svona eins og á myndinni hjá mér.

Ragga: Góð hugmynd.

Sigrún: Sjáumst í byltingunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 09:52

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Potta og pönnu byltingin er líka hægt að nota, félagi Björn. Það hefur margar sniðugar skírskotanir í íslensku málfari. Í slíkri byltingu er fólkið sjálft potturinn og pannan í öllu saman.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.1.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.