Leita í fréttum mbl.is

Hriplek Samfylking ala gamla Framsókn

Ég verð þreytt og leið í hvert einasta sinn sem þingmenn Samfylkingar opna munninn.

Málið er að þeir eru að verða eins og gamla Framsókn, opnir í báða enda og líka í miðjunni.

Hriplekir alla leið.

Tveir ráðherrar flokksins úr ríkisstjórninni hafa lýst yfir að þeir vilji kosningar, gerðu það strax eftir hrun.

Svo hafa komið mis gáfulegar einkaskoðanir þingmanna flokksins í fjölmiðlum með reglulegu millibili.

Fyrst hélt ég að það hefði þýðingu, að ráðherrar og þingmenn lýstu yfir andstöðu við stjórnina sem þeir sitja í.

En eins og með Framsókn þá meina þeir ekki endilega það sem þeir segja og segja ekki endilega það sem þeir meina.

Nú segir Ágúst Ólafur það óhjákvæmilegt að kjósa í vor.

Varaformaðurinn hefur talað.

Held ég að þetta sé einhver tímamótayfirlýsing og Samfó sé á leið í stjórnarslit?

Nei, ekkert endilega.

En ég skil þessa krísu hjá Samfó.  Þeir eru að misbjóða sjálfum sér og því sem þeir standa fyrir á hverjum einasta degi.

Í Samfylkingunni er fullt af góðu fólki, ég held að því svíði undan hegðun flokksins þessa dagana.

Og hvaða alvöru jafnaðarmannaflokkur hangir með íhaldinu í stjórn og varpar flestum sínum prinsippum fyrir róða nema það kosti hann heilan helling?

Ég dauðvorkenni þessum nútíma Framsóknarflokki.

Ójá.


mbl.is Óhjákvæmilegt að kjósa í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er allavega búin að snúa baki við Samfylkingunni og næst fær Vinstrihreyfingin - grænt framboð mitt atkvæði nema Samfylkingin snúi við blaðinu með afgerandi hætti.

Helga Magnúsdóttir, 21.1.2009 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband