Föstudagur, 16. janúar 2009
Spilling í leik og starfi
Leiðinlegt að brostnar væntingar skuli vera í Landhelgisgæslunni.
En ég fullyrði að sá harmur er öllu minni en minn eftir að hafa horft á Kastljósið í gær.
Mínar væntingar gagnvart íslenskri stjórnsýslu hrundu gjörsamlega.
Ók, ég viðurkenni að klíkuráðningar innan fjölskyldu og frændgarðs yfir höfuð komu mér ekki alveg á óvart. Spillingarfyrirkomulagið er sífellt að verða sýnilegra.
Helvítis stjórnsýslan er meira og minna sundurspillt.
Þörfin fyrir nýtt Ísland gargar á mann í hverjum fréttatíma, í hvert skipti sem manni er litið í blað eða hlustar á útvarp.
En það má sjá eitthvað jákvætt við alla hluti.
Nú má taka matarboð, fermingarveislur og aðrar samkomur í fjölskyldum upp á nýtilegra plan.
Í staðinn fyrir gjafaborðið í horninu má nú setja upp ráðningaskrifstofu.
Ég á t.d. afmæli á þriðjudaginn.
Ætlaði ekkert að gera mál úr því - en nú sit ég við og skrifa boðskort eins og motherfucker.
Svo býð ég í glas, ég á helling af merkilegum ættingjum og vinum.
Ég þekki líka fullt af fólki sem mér er kært og hefur misst vinnuna nýlega.
Á tíunda glasi (gestanna sko, ég er enn alki þrátt fyrir kreppu og held mér í kaffinu) mun ég ráða í stöður eins og enginn sé morgundagurinn.
Mér er alls ekki hlátur í hug - en það er í raun ekki skrýtið að hugurinn flögri til ónefndra Afríkuríkja þegar upplýsist um vinnuaðferðir sumra íslenskra embættismanna bæði í leik og starfi.
Leikhús fáránleikans hvað?
Brostnar væntingar í Landhelgisgæslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Kjaramál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:00 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 2987256
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Já Barbaríið virðist allstaðar ríkja. Trúði þessu nú ekki í fyrstu því mér hefur alltaf þótt Landhelgisgæslan svo heilög stofnun. En svo brotna krosstré sem önnur tré.
, 16.1.2009 kl. 10:12
Úff...nú er óþverrinn byrjaður að príla upp á yfirborðið og greinilega ekkert heilagt í þeim efnum.
En gvöð hvað ég vona að ég þurfi aldrei á þyrlu Gæslunnar að halda... ekki treysti ég þessum galgopa þarna sem bloggaði um framtíð sína plottaða í matarboði.... og virtist stolt af!
Heiða B. Heiðars, 16.1.2009 kl. 11:23
Þar sem er sjálfstæðismaður, þar er spilling!
corvus corax, 16.1.2009 kl. 11:27
Góða helgi, er í fréttabanni
Ásdís Sigurðardóttir, 16.1.2009 kl. 11:58
Tel rétt að dómstóll götunnar bíði með sinn dóm og steinkast þar til dómstólar hafa dæmt í þessu kærumáli en þar mun væntanlega koma fram afhverju sá sem kærði fékk ekki starfið heldur konan/konunar. Það eru ástæður fyrir slíku. Þær voru víst hæfastar!. Það eru nægjanleg rök fyrir mig að þær voru ráðnar til að fljúga björgunarþyrlu. Þeir sem eitthvað þekkja til flugs vita að sálfræðipróf vegur þungt þegar kemur að ráðningu flugmanna.
Einnig skilst mér að LHG hafi reynt að framfylgja jafnréttisáætlun og ráðið konur þegar þær hafa sótt um störf ef þær eru jafn hæfar eða hæfari og í þessu tilfelli voru tvær konur ráðnar inní karlaríki þyrluflugmanna. Það sem háir umræddri konu er blogg hennar og líka það að hún er fósturdóttir yfirflugstjórans og hefur alist upp í þessu umhverfi, það er líka að bitna á forstjóranum í dag.
Varðandi sleggjudóma og fullyrðingar ránfuglsins þá samkvæmt minni ættfræðikunnáttu er um krata að ræða en ekki sjalla!.
bjarni (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 12:08
Bjarni: Sleggjudóma?
Þú getur réttlætt þetta þar til þú ert blár í framan en það sem fyrirliggjandi er nú þegar í málinu nægir til að taka afstöðu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.1.2009 kl. 12:30
Bíddu við, réttlætt hvað? að það séu fordómar að allir sjallar séu gæpamenn eða það að það eigi efitr að koma uppá borðið af hverju það var ráðin umrædd kona sem þyrluflugmaður þar sem hún var metin hæfari, veit ekki hvað er fyrirliggjandi nema heimskulegt blogg. Þú verður að tjá þig skýrar eða ertu of rauð í framan til þess??
bjarni (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:13
Kratisminn táknar skilyrðislausa þjónkun við íhaldið þannig að það breytir nú ekki öllu hvort hér sé um að ræða krata eða sjalla. Þetta mál hefur ekkert með það að gera að fjölga konum í gæslunni þegar það er búið að ákveða fyrir fram að ákveðin persóna verði ráðin.
Björgvin R. Leifsson, 16.1.2009 kl. 15:17
Já djúp speki á bakvið þetta hjá þér Björgvin, er þetta kennt í stjórnmálafræðinni varstu þar?! allt sömu dugleysingjarnir og svikahrappar það er líka allt satt og rétt sem kemur fram á bloggi, annars var ég að fá upplýsingar um það að forstjórinn væri vinstri grænn...réttast að láta hann fjúka!
bjarni (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:37
Bjarni: Vertu kurteis, er þetta persónulegt hitamál hjá þér upp að því marki að þú ferð hamförum yfir því að ég sé ósammála þér.
Staðreyndin er að stúlkan fékk að fljúga þyrlu í almenningseign ÁÐUR en hún var komin með próf og að henni hafi verið lofað stöðu tveimur árum ÁÐUR en hún lauk prófi. Það kom einnig fram að sú ráðning fór fram í matarboði.
Ertu að segja hana ljúga?
Myndir af henni eru til í umræddri þyrlu á námstímanum þar að auki.
Ekki gleyma að þeir sem ráðnir voru, höfðu samanlagða flugtíma sem voru færri en einn af þeim sem sóttu um.
Get a live.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.1.2009 kl. 15:47
Sæll Bjarni. Ég ætla ekki að fara að deila við þig á bloggsíðu þriðja aðila. Ef það er rétt að forstjórinn sé í VG og ef það er rétt að hann hafi átt þátt í spillingarmáli af þessu tagi, þá hlýtur það sama að gilda um hann og aðra, alveg burtséð frá því í hvaða flokki hann er. Ef þú ferð inn á síðuna mína sérðu að ég er líffræðingur. Mér er til efs að hið sanna eðli kratismans komi fram í stjórnmálafræðikennslu við HÍ ef það er það sem þú áttir við.
Björgvin R. Leifsson, 16.1.2009 kl. 15:57
Fyrirgefðu Jenný ef ég er eitthvað dónalegur við þig, ég er kannski farinn að blána í framan!! hvort hitinn í mínu máli er farinn að valda þér roða í vöngum skal ég ekki segja um. Alveg sammála þér í því að það er forkastanlegt að hún sé látin fljúga þessu tæki án prófs, en reikna nú með að stjúpinn hafi haldið um stýrið hinu megin. Hún segir í sínu bloggi til vina og skólafélaga að nú sé framtíðin ráðinn, er það þar með sagt að forstjórinn hafi lofað henni vinnu þarna í matarboðinu? Henni var hafnað tvisvar áður en hún fékk jobbið. Líka enn og aftur, þetta er blogg hjá stelpu sem var á þeim tíma 20+ ára.
Tímarnir í flugi skipta ekki öllu máli þegar verið ráða flugmann, það er hvernig viðkomandi kemur útúr hæfnisprófum sem skiptir máli og þótt menn hafi fullt af tímum getur svo farið að þeir fá aldrei vinnu.
jú þakka þér fyrir sömuleiðis ég á bara ágætt líf
bjarni (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:11
Bjarni: Óke, ég bið þig að afsaka þetta með "Lífið".
En hvernig getur þú verið svona viss um að öll þau atriði sem virðast vægast sagt hæpin séu tilviljanir og pjúra fagmennska hafi ráðið við stöðuveitinguna?
Finnst þér ekki að núna þegar svona mikið er talað um upprætingu spillingar, breytingar á stjórnkerfi svo ég tali nú ekki um hin fleygu orð að "velta við steinum" að það sé bæði sjálfsagt og eðlilegt að kanna vinnulag í þessum ríkisstofnunum sem eru jú reknar fyrir almannafé?
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.1.2009 kl. 16:17
Jú get ekki verið meira sammála þér. En ég vil bíða með að kasta steinum og rífa æru af fólki sem virðist hafa verið að standa sig þokkalega í sínum störfum í gegnum sína embættismannatíð þar til það er ljóst að það hafi brotið af sér. (búið að velta við öllum steinum) í þessu tilfelli er málið í rannsókn og fyrir dómi. Ef það kemur í ljós að það hafi skort fagmennsku í ráðningu þá þarf sannalega að breyta því ferli, en þangað til..góða helgi.
bjarni (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:25
Uuuu Jenný.... má ég koma í party....svona til vonar og vara ;)
Einar Örn Einarsson, 16.1.2009 kl. 20:12
Alveg er magnað hvað fólkið sem segist aldrei treysta fjölmiðlum gleypir svona hrátt.
Jenný, þú veist nákvæmlega ekkert um þetta mál fyrir utan það sem imbinn dældi í þig og samt telurðu þig umkomna til þess að dæma hver sé sekur og hver sé saklaus.
Þú veist ekkert um skoðanir Lárusar, þú veist ekkert um hvaða þættir vógu þyngst við ráðninguna, þú veist ekkert um það hvort það sem stelpan segi er tekið úr samhengi eða hefur komið frá Lárusi sjálfum. Þú veist nákvæmlega ekki neitt um þetta mál og hefur étið upp einhverjar blákaldar æsifréttafullyrðingar frá Helga Seljan af öllum mönnum.
En neinei, þetta kemur ekki í veg fyrir að þú ákveðir hver sé sekur.
Ég hef nú aldrei verið voðalega sammála þér, Jenný, en ég bjóst nú við því að þú sýndir af þér lágmarkshæfileika til þess að beita gagnrýnni hugsun.
Guðmundur Páll Líndal (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.