Leita í fréttum mbl.is

Hið mannlega Vörutorg á Stöð 2

Nei sko, hugsaði ég þegar ég sá þetta.

Ari Edwald biður fórnarlamb nauðgana afsökunar.

Auðvitað kom ekkert annað til greina en að biðjast afsökunar á þessum vægast sagt ósmekklega samanburði Ara á líðan þolenda nauðgana annars vegar og starfsmönnum Stöðvar 2 fólksins sem mér skilst að sé samt óvenju viðkvæmt og ég dreg það ekki í efa.  Sumt af þolendum "ofbeldisins" við Borgina mun t.d. ekki hafa þolað við á Þrettándabrennum vegna ótta við blys eftir gamlársdagstrámað.

En Ari er maður að meiri, flott hjá honum að biðjast afsökunar. 

Það er sjaldgæft á Íslandi dagsins.

Annars dauðvorkenni ég fólkinu á Stöð 2 sem vinnur við Ísland í dag, bara svo ég nefni dæmi.

Það hlýtur að vera ömurlegt að hafa metnað og þurfa svo að starfa á mannlegu Vörutorgi.

Ísland í dag var að ég held ætlaður sem þáttur um efni líðandi stundar, bæði pólitík, menningu og því um líkt, ekki ósvipað Kastljósinu.

Núna er Íslandið orðið auglýsingaþáttur fyrir eigendurna og þeirra vini.

Þvílíkur bömmer sem það hlýtur að vera að  þurfa að standa í svona yfirmannatotti.

Í gær sá ég auglýsta umfjöllun Íslands í dag í gærkvöldi þar sem fjalla átti um tilboðsverði á Iceland Express flugmiðum.  Halló!

Einn daginn sá ég lofgjörð um Samskipamanninn og við fengum að vita hvað hann var mikill peningasafnandi dúllurass strax í æsku.  Við fengum að heyra fjölskyldu og vini mæra hann upp að því marki að þetta varð að svokallaðri lifandi minningargrein.

Plís hlífið oss.

Í kvöld var viðtal við viðfangið í þætti kvöldsins á einhverri sportrásinni.  Auglýsingin var spennandi.  Lúxuslifnaður íþróttamanna í útlöndum.  Viðtal við Loga í Íslandi í dag, þá væntanlega um þáttinn í kvöld sem fjallar um hann sjálfan.

Þið munið svo brjóstastækkunardæmið, Worldklassið.  Auglýsingar hvað?

Ég hef ekki tíma til að taka fleiri dæmi, en þetta er grátlegt að horfa upp á, sérstaklega núna þegar almenningar kallar eftir upplýsingum og hlutirnir gerast með ógnarhraða.  Ef einhvern tímann hefur verið þörf fyrir góða magasínþætti þá er það núna.

Kastljós toppar sig kvöld eftir kvöld og það ber að þakka. 

Sáuð þið Kastljósið í kvöld?

Einn eitt spillingarmálið að koma í ljós, nú hjá Gæslunni.

En það er efni í aðra færslu.

Sjitt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég sá kastljós.. og þetta er bara ísland í hnotskurn.. 

Ari er allur að koma til þessi elska 

Óskar Þorkelsson, 15.1.2009 kl. 20:51

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Er alveg hætt að horfa á Ísland í dag.  Kastljósið er bara gott og þar eru "alvörumálin" rædd.

Þessi ráðningarmál hjá gæslunni lykta af því siðspillta Íslandi sem við hrærðumst í og viljum yfirgefa.

Sigrún Jónsdóttir, 15.1.2009 kl. 21:12

3 Smámynd: Beturvitringur

blank_pageÉg bið íslensku sauðkindina afsökunar, en þvílíkur sauður að blogga um eigin afglöp eða spillingu. Hve hátt "IQ" ætli þurfi til að fljúga þyrlu?

Beturvitringur, 15.1.2009 kl. 21:30

4 Smámynd: Beturvitringur

ég vona að tölvan sé ekki að tala til mín; "blank_page"

Beturvitringur, 15.1.2009 kl. 21:31

5 Smámynd: Karl Tómasson

Já, mín kæra Jenný Anna.

Vafalaust er þetta efni í aðra færslu og jafnvel aðra gæslu.

Nei, ég veit það ekki, á þetta ekki eftir að koma betur í ljós?

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 15.1.2009 kl. 21:50

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ísland í dag er alveg komið á botninn. Skjárinn hefur þó haft vit á að krækja sér í Sölva Tryggvason og ætlar hann að verða með alvöruþætti þar á næstunni.

Helga Magnúsdóttir, 15.1.2009 kl. 21:57

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Glamúrinn skal lifa !

Steingrímur Helgason, 15.1.2009 kl. 22:55

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð ágæt.  Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.1.2009 kl. 22:59

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta var nú svo flókið að meira að segja ég - svona vel yfir meðalgreind - datt út fljótlega eftir að barnsmóðir stjúpföður stúlkunnar sem þó var ekki frænka sjálfrar sín mat málið svo að hún væri ekki vanhæf........

Fylltist samt grunsemdum þegar Goggi vildi ekki svara fyrir neitt. Það höfðar alltaf til grunsemdarsellunnar í mér! 

Hrönn Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 23:16

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eitthvað svo einlægt, heimilisleg og blátt áfram að ganga bara frá ráðningum í partíum.

Gæti sem verðið ves ef fólk er búið að gleyma daginn eftir.

Sko, í minni fyrstu meðferð var ég svo dröggeruð í afvötnunni (já ég veit ég er ömurleg búin að fara oftar en 1x) að ég mundi ekkert þegar ég kom í eftirmeðferðina.  Þá var fólk að rukka mig um ískápa og íbúðir sem ég var búin að redda hægri vinstri.  Ég gat varla reddað sjálfri mér á milli herbergja.  Hetjan Jenný Anna.

Þannig að þetta er kannski ekki sniðugur ráðningamáti?

Ég myndi ráða Árna Johnsen á fylleríi og keisarann af Búrúndí líka.

Leggjum þetta í bankann og pælum íessu. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.1.2009 kl. 23:21

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér líst vel á að ráða Árna Johnsen sem keisara af Búrúndí. Davíð gæti verið hans hægri hönd í bankamálum.

Hrönn Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 23:25

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hahaha Hrönn kom með það! Til Búrúndí með alla Árnana og Dabbana

Heiða B. Heiðars, 16.1.2009 kl. 11:31

13 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Er ykkur eitthvað illa við Búrúndímenn?

Yfirmannatott er frábært hugtak, Jenný. En hvað ertu að ergja þig á að fylgjast með ruslstöðinni?

Björgvin R. Leifsson, 16.1.2009 kl. 15:13

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já okkur er það að meinalausu að þeir skelli sér til Búrúndí strákarnir.

Björgvin: Ég er í eftlirsferð, verð að hafa eitthvað að blogga um maður, þú hlýtur að skilja það.  Múhahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.1.2009 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband