Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Hvað gerðist?
Ég hef farið á þá borgarafundi sem haldnir hafa verið í Háskólabíói nema í gær þá geisaði hér styrjöld við bakteríukvikindi.
Ég beið eins og óð fluga eftir fréttum af fundinum en aðrir hafa þegar tíundað skortinn á þeim.
Furðulegt að 8. borgarafundur fyrir fullu húsi skuli ekki vekja meiri athygli en svo að maður þurfi að leita með logandi ljósi af frásögnum um hann.
Nú sit ég hér og veit ekki hvað ég á að halda varðandi ráðherrann sem sendi Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur skilaboð um að hún skyldi tala varlega á borgarafundinum.
Gulli segir ekki ég.
Sigurbjörg segist ekki ætla að gefa það upp hver ráðherrann sé.
Ég las líka einhvers staðar að Sigurbjörg vildi ekki að fókuserað væri um of á þetta atriði og framhjá því sem skiptir máli.
Ég er algjörlega ósammála.
Það skiptir ÖLLU máli ef ráðherra í ríkisstjórn Íslands hótar starfsmanni og varar hann við að tala um ákveðna hluti á lýðræðislegum vettvangi.
Hvað gerðist og hver er ráðherrann?
Guðlaugur kemur af fjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:29 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Guðlaugur á að fara til fjalla!
Himmalingur, 13.1.2009 kl. 14:31
Það hlýtur að skipta mestu máli ef það reynist rétt að fólki sé hótað.Önnur atriði ery bara húmbúkk miðað við það.
Höður Már Karlsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 14:32
Það er ekkert nýtt að fólk fái símtöl og hótanir ef það ætlar að tala á mótmælafundum. Málið virðist bara vera svo eldfimt að fáir þora að tjá sig um það. Hvað segir það okkur um ógnarskoðanakúgunina sem hér ríkir?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.1.2009 kl. 14:38
Hörður Már: Ekki misskilja mig, ég trúi Sigurbjörgu og ekki efi í mínum huga að henni var hótað.
En við erum í lausu lofti, það eru upplýsingar út um allt sem fást ekki staðfestar og mér finnst skipta máli að það sé hægt að negla þessa kóna, gera þeim erfiðara fyrir.
Þess vegna finnst mér algjört grundvallaratriði að fá að vita hver þetta er þó ég telji mig vita það.
Hilmar: Nokkuð til í því.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.1.2009 kl. 14:41
Katrín: Ég veit það, en ég tel þetta skipta miklu máli.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.1.2009 kl. 14:42
Jenný mín þetta gæti verið nánast hvaða ráðherra sem væri, ef hann hún óttaðist að á sig yrði hallað í ástandinu í dag. Þau eru öll í bullandi vörn og afneitun. Enda orðin toguð og teygð af bröltinu í okkur almenningi.
En hvað er það sem heldur í þau að sitja áfram? Það er spurningin sem við hljótum að hafa áhyggjur af. Hvaða tök hefur Davíð Oddsson á þeim öllum saman upp til hópa sem verður til þess að utanríkisráðherra bakkar með öll sín fyrri ummæli um að hann verði að víkja og "treystir" honum allt í einu manna best.
Það liggur þarna einhver skelfilegur skítur sem þau eru hrædd við að komi upp á yfirborðið. Þess vegna er slímseta þeirra hrópandi. Ég veit að þannig var farið með Sverri Hermannsson, hann lét bara ekki hóta sér og því var hann ataður auri, ekki að ég sé að verja hans gjörðir, en það sem hann gerði var gert af öllum bankastjórum landsins. En af því að hann óhlýðnaðist var byrjað að leita að ávirðingum. Hann sagði mér þetta sjálfur. Þetta eru vinnubrögð sem hafa viðgengist lengi virðist vera. Og alltaf eru til kjánar sem vilja ekki trúa neinu, eða hrópa upp til varnar ef hallað er á þetta lið. Ég er alveg orðin yfir mig hissa á hve fólk getur annað hvort verið bláeygt, eða miklir kjánar að halda að hér sé allt í besta standi, stjórnvöld eyði nótt við dag að "bjarga okkur"
Nýja Ísland mun koma, það verður ekki nýtt land fyrir núverandi stjórnvöld eða pótintáta. Það skal verða okkar lýðveldi byggt á sanngirni, heiðarleika og hreinleika.
Fyrst þurfum við sennilega að fara að auglýsa eftir borðinu sem allt á að vera upp á. Það hefur ekki sést til þess ennþá. Ég spyr eins og ég sá hér einhversstaðar HVAR ER BORÐIÐ!!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2009 kl. 14:52
Sigurbjörgu ber að koma fram með nafn þessa ráðherra. Fjölmiðlar upplýsa okkur ekki um eitt eða neitt, stjórnvöld standa ekki vörð um hagsmuni okkar og eftirlitsstofnanir sinna ekki starfi sínu. Þess vegna verðum við fólkið að vinna verkin sjálf.
Sigurbjörg, kláraðu það sem þú byrjaðir á. Annars ertu bara eins og Davíð Oddsson!
Soffía Valdimarsdóttir, 13.1.2009 kl. 14:53
innlitskvitt Jenný.
hafdu gódan dag
María Guðmundsdóttir, 13.1.2009 kl. 14:53
Soffía: Sigurlaugu BER ekki að gera eitt eða neitt.
Ríkisstjórninni BER hins vegar að segja af sér og áður en hún gerir það BER henni að láta DO og forstjóra FME gossa.
Ásthildur: Ég er til í að fara að leita að þessu borði.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.1.2009 kl. 15:02
Geiri og solla hljóta að ganga vasklega fram í að upplýsa málið. Ekki geta þau setið undir því að í ríkistjórnarliðinu séu menn með hótanir í garð fólks. Eða hvað? Leysi stjórnin ekki úr málinu strax og fjarlægi viðkomandi er stjórninni nokk sama. Það var því gott hjá henni að segja ekki til um það hver er á bak við hótanirnar því nú liggur öll stjórnin undir grun og verður að hreynsa sig. Hún neiðist til að hreynsa til eða vera samsek ella
Kristján Logason, 13.1.2009 kl. 15:10
Á ekki að sýna frá fundinum á MIÐVIKUDAGINN, sem sé rækilega ritskoðaðan og klipptan.
Ía Jóhannsdóttir, 13.1.2009 kl. 15:17
Sigurbjörg vill ekki gefa nafnið upp.
Sigurbjörg vill ekki tala um málið eftir að þetta varð fjaðrafok.
Þá verður maður að velta því fyrir sér hvort Sigurbjörg er að sega satt. Ég held að þetta hafi einungis verið klaufalega orðað hjá henni og þetta hafi aldrei átt að hafa verið svona mikið mál.
Spurning hvort Sigurbjörg vilji ekki bara leiðrétta þennan miskilning allann.
S. Lúther Gestsson, 13.1.2009 kl. 15:26
Vissulega ber Sigurbjörgu ekki að gera neitt en mér finnst alveg hiklaust að hún eigi að greina frá því hver á í hlut. Að mínu mati eru ásakanir hennar ekki trúverðugar nema hún segi frá því hvaða ráðherra hafði í hótunum við hana. Hún á ekki að falla í sama pytt og ráðherrann, þ.e. að vera með hótanir á bakvið tjöldin
Sandra (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 15:28
Sandra: Ég er sammála, það væri ákjósanlegt að hún greindi frá nafni ráðherrans. Annars fer hellings orka í að spá og spegúlera í því hver hann sé.
Lúther: Hún á eftir að gera það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.1.2009 kl. 16:10
Auðvitað átti Sigurbjörg að nefna nafnið úr því hún var að þessu á annað borð.
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.1.2009 kl. 17:03
Sæl
Hún á að nefna þann aðila sem lagði fram þessa hótun. Hún á ekki að láta þetta liggja í loftinu því á meðan það er svo er hún ómerkingur. Því miður. Þá er hún eins og Reynir Trausta.
Kv.
Sveinbjörn
SveinbjornK (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 17:20
Reyniði að átta ykkur á þessu. Sigurbjörg getur ekki nefnd neitt nafn. Áður enn þetta kaffærir allt bloggsvæði moggans og fyllir allar tölvur heimilanna af vírusum þá á hún að taka þetta til baka.
Er Sigurbjörg manneskja til þess? Sjáum til.
S. Lúther Gestsson, 13.1.2009 kl. 17:30
Sæl öll
Þá er það komið á hreint að vinkona hennar Ingibjörg Sólrún "hótaði henni" sem vini. Svo getið þið hent upp á hvorri þið trúið, þeirri sem kaus að slá sig til riddar með þessu í Háskólabíói eða hinum vandaða stjórsýslufræðingi.
Það er ekki oft sem ég kýs ISG en það geri ég í þetta skipti. Sorry.
Kv.
Sveinbjörn
SveinbjornK (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 21:56
Sæl aftur smá leiðrétting
Átti að vera "þeirri sem kaus að slá sig til riddar með þessu í Háskólabíói, þessum vandaða stjórnsýslufræðingi eða ISG."
Kv.
Sveinbjörn
SveinbjornK (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 22:01
Við viljum fá beina útsendingu í sjónvarpi frá fundinum. Er ekki líka fólk á landsbyggðinni ?
Margret S (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.