Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Er enginn með snert af eðlilegri siðferðiskennd?
Ég hef setið sem lömuð í allt kvöld.
Enginn smáskammtur sem okkur hefur verið gefinn af upplýsingum á einum og sama deginum.
Fyrst var það heilbrigðisráðherrann, sem sat órólegur undir harðri sókn Sigmars í Kastljósinu. (Upplýsti reyndar ekkert en það fór ekki á milli mála að hann boðar ekkert gott).
Fyrir utan allar tilraunirnar til að blaðra sig frá kjarna málsins þá hjó ég sérstaklega eftir einu.
Er ekki einn einast ráðamaður í þessu landi sem getur játað ábyrgð án þess að hnýta aftan í játninguna einhverjum bölvuðum hroka?
Guðlaugur viðurkenndi að Sjálfstæðisflokkurinn bæri ábyrgð EN ef flokkurinn ætti að bera hana einn þá ætti hann jafnfram allan heiðurinn af því sem vel hefur verið gert.
Þetta getur gert mig óða. Hrokinn og fyrirlitningin á fólkinu í þessu landi er yfirgengilegur í þessu liði sem Íslendingar hafa kosið til forystu.
Alveg: Ég játa að ég kveikti í húsi nágrannans EN ég bauð honum slökkvitæki sem sárabætur!
Svo var komið að Wade í Kastljósinu. Ég trúi Wade og ég tek mark á öllu sem hann segir, enda hefur maðurinn sýnt sig vita nákvæmlega um hvað hann er að tala.
Framtíðarspá hans er ekki björguleg fyrir Ísland, ég tala nú ekki um ef allt heldur áfram að hjakka í sama guðsvolaða farinu.
Ég bíð spennt eftir viðbrögðum heilbrigðisráðherrans yfir orðum Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur sem lét hótanir hans sem vind um eyru þjóta og sagði frá einu og öðru í framsöguerindi sínu þrátt fyrir símtalið frá Guðlaugi í dag.
Einhver sagði við mig í októberbyrjun þegar við vinkonurnar vorum að hneykslast yfir öllu því sem komið væri upp á yfirborðið varðandi spillinguna, aðgerðarleysi og fleira eftir bankahrunið, að við skyldum spara kraftana. Ástandið ætti eftir að verða mun verra og ósvinnan rétt að byrja að koma í ljós.
Einhver blessaður hafði rétt fyrir sér.
Hvernig hefur allur þessi loddaraleikur getað átt sér stað og enginn - ekki kjaftur - séð ástæðu til að reyna að stöðva það?
Er enginn í ríkisstjórninni með þá eðlilegu siðferðiskennd að stinga niður fæti og segja nei, ég tek ekki þátt í þessu. Öxlum alvöru ábyrgð? Er ekki einum einasta ráðherra nóg boðið og vill ekki halda skrefi lengra?
Ég reyni að fara að sofa, telja niður. Ég er með bullandi flensu eða eitthvað og það hjálpar ekki til.
Later.
Fullur salur í Háskólabíó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 2987151
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 69
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Stjórnarflokkarnir eru samviskulausir. Þeir eru saklaus fórnarlömb kreppunnar sem enginn hafði talað um eða varað við. þegar hún skall á okkur alveg óvænt AAAARRRRRGGGGG
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.1.2009 kl. 01:49
Tekurðu eftir því Jenný hve "sumir" taka það skýrt fram að hugmyndir og verkefnavinna sé af þeirra frumkvæði; "ÉG stóð fyrir" - ÉG var í upphafi í þessu verkefni. - ÉG hafði frumkvæði að.
Heilbrigðisráðherra þurfti líka að nota einmitt svona (man ekki af hverju hann var að gotta sig.
Beturvitringur, 13.1.2009 kl. 01:53
Þú talar um siðferðiskennd í ríkisstjórninni! En hvað með siðferðiskennd alþingismanna? Það eru 63 þingmenn og ekki einn einasti hefur skorast undan að taka ábyrgð á ríkisstjórninni og hennar gjörðum! Með setu sinni á þingi taka jafnt stjórnarandstöðu- sem stjórnarþingmenn ábyrgð á því sem fram fer. Hefði ég setið á þingi væri ég fyrir löngu búinn að segja af mér og jafnvel ganga út og hengja mig. Skinhelgin og hræsnin skín út úr andlitum þingmanna - allra! Líka Steingríms, Ögmundar, Guðjóns og hvað þau öll heita nú (ég man ekki eftir neinni konu í augnablikinu!). Það er ekki nóg að vera óánægður og mótmæla - þeir hafa þann lýðræðislega rétt að segja af sér en gera það ekki og þora ekki einusinni að mæta á mótmælafundi gegn ríkisstjórninni! Þetta eru aumingjar og hananú!
Vona að þér batni flensan - þú þyrftir að fara að taka inn lúpínuseyðið hans Ævars - það er "vont en venst" og eykur mótstöðuaflið!
Kveðja,
Ragnar
Ragnar Eiríksson, 13.1.2009 kl. 02:26
jú þeir hafa góð laun og fína bíla
gisli hjalmarsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 08:51
Já það er spurning hvert þetta allt saman ber okkur. Komumst við til lands eða hrekjumst við upp á sker þar sem brýtur á, á alla kanta. Ætli það sé ekki dálítið undir okkur komið að brjótast út úr þessu. Virkilega taka á og mynda breiðfylkingu fólks sem vill breytingar. Auðvitað eru fullt af fólki sem situr og dæmir bæði aðferðirnar okkar og það sem við gerum. En látum það eins og vind um eyrun þjóta. Það verða alltaf til liðleskjur sem vilja bara sitja og gagnrýna en ekki lyfta hendi til að mótmæla, en nenna að gagnrýna endalaust.
Áfram Nýtt Ísland! Látum drauminn rætast.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2009 kl. 09:40
Vona að þú hristir flensuna af þér fljótt og vel.
Laufey B Waage, 13.1.2009 kl. 10:54
Góðan bata
Hulla Dan, 13.1.2009 kl. 11:28
Ég er orðlaus!
Hrönn Sigurðardóttir, 13.1.2009 kl. 13:38
....og ég er kjaftstopp!
Sigrún Jónsdóttir, 13.1.2009 kl. 13:51
Mér líst vel á það að við, þjóðin öll, tökum til okkar ráðs og búum til hugmyndabanka um hvernig hægt væri að koma þjóðarskútunni á rétt ról án þess að þurfa að fara í ESB. Wade hefur hugmyndir og margir fleiri hafa komið með góðar hugmyndir um uppbyggingu Alþingis og stýringu landsins til hins betra, t.d að ekki senda útbrunna þingmenn í seðlabankann. Það allra fyrsta. Við þurfum að nýta þá fagmenn sem við eigum í þessu landi til að styðja við stjórnarhætti landsins. VIÐ ÍSLENDINGAR ráðum því hvort við kjósum eða ekki. Þannig getum við haft áhrif á það hvernig landinu er stýrt eða ekki stýrt.
Njörður P. kom með góða hugmynd sem mér líst vel á, kannski eru aðrir með betri hugmyndir???
Það er allavega þannig, að á meðan þingmenn geta setið í stjórnum og ráðum út um allt land, eru hagsmunir þjóðarinnar í hættu.
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 13.1.2009 kl. 14:05
See you later Alligator!
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.1.2009 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.