Sunnudagur, 11. janúar 2009
"Kommer ikke til grene"
Frá áramótum hefur kreppan ráðist á sálina í mér af fullum þunga.
Mér hefur fundist að ekkert á þessari jörð geti kallað fram breytingar á spilltu og ónýtu kerfinu sem við búum við.
Enginn tekur ábyrgð, það er sama hvað gerist, almenningi er sent stór og feitur fingurinn af stjórnmálamönnum, ríkisstjórn og þeim stofnunum sem eiga að kallast eftirlitsstofnanir.
Ég var farin að velta því í alvöru fyrir mér að fara til Indlands og setjast að í hugleiðslustöð og eyða lífinu í að stynja OM allar vökustundir alveg þangað til að ég leystist upp í frumeindir mínar.
Það er of sárt að vera til stundum. Mér finnst eins og ég andi að mér rakvélablöðum oft á tíðum, svei mér þá.
En sem betur fer er ég aldrei lengi í einu í vonleysinu. Það er fullt af litlum hlutum sem gleðja mig, eins og fólkið mitt og ég hef örugglega sagt ykkur að ég á besta fólk í heimi.
Svo gerast stórir hlutir af og til sem hreinlega kveikja í mér upp á nýtt. Gera það að verkum að ég eflist um meira en helming og mig langar út að breyta heiminum.
Njörður P. Njarðvík hreyfði við mér í Silfrinu og það svo um munaði.
Ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir manninum. Hann er í öflugu hjálparstarfi í Afríku. Einn af þeim mönnum sem lætur verkin tala.
Hann talaði um nýtt lýðveldi. Auðvitað; hugsaði ég, það núverandi er ónýtt, smánað og í öndunarvél og það er borin von um bata með þeim meðulum sem fyrir hendi eru.
Hörður Torfa er líka svona íkveikjukall. Eva aðgerðarsinni og fullt af öðru fólki.
Og allt í einu hlakkaði ég til að fara á borgarafundinn í Háskólabíói annað kvöld.
Ég á hugleiðslusetur til að omma frá mér lífið?
Kommer ikke til grene eins og mætur maður sagði einu sinni.
Hörður: Mótmælin rétt að byrja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:55 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 11
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2987255
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Fyrirgefðu Jenný en ég bara verð: "... hlakkaði ÉG ..."
Góður pistill eins og yfirleitt. Doesn't come to the green.
Björgvin R. Leifsson, 11.1.2009 kl. 16:52
Ommmmmmmmm
Laufey B Waage, 11.1.2009 kl. 16:52
Takk. Hehe, hvað er að mér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.1.2009 kl. 16:53
Stofnum nýtt lýðveldi
Sigrún Jónsdóttir, 11.1.2009 kl. 16:53
helv. var Silfur í dag, mín bara að þvo þvott. Hvað er að. Góð eins og alltaf!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 11.1.2009 kl. 17:29
Jónína Dúadóttir, 11.1.2009 kl. 18:31
Sá ekki Njörð en heyrði eftir honum haft og þá kviknaði líka von í mínu brjósti....auðvitað eigum við að stokka allt upp og gefa okkur tíma til að endurreisa þetta samfélag okkar. Ommmm Þykist vita hvaða þú ert að lesa þessa dagana. Og sú endar vel og fallega. Troðfullt af ást og hamingju.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.1.2009 kl. 20:06
Framtíðin verður Nýja Ísland.
Heidi Strand, 11.1.2009 kl. 21:08
Hljómar vel. Ekki þó þetta með rakvélablöðin
Jóna Á. Gísladóttir, 11.1.2009 kl. 21:54
Takk fyrir góðan pistil.
Mér fannst Silfur Egils ákaflega gott. Fólkið málefnalegt, þarna komu gagnlegar hugmyndir fram, sem við þurfum að skoða. Enginn „ráðamaður“ var í þættinum. Var hann svona góður þess vegna?
Njörður er með lausnina: 2. íslenska lýðveldið. É held að það sé nauðsynlegt að láta það heita eitthvað í þá veru, til að aðgreina frá því gamla.
Sálfræðingurinn, sem hefur unnið hjá vinum mínum Dönum, skýrði kreppuferli mjög vel út frá sálfræðinni. Var það ekki hann sem sagði: eins og þjófur úr heiðskíru lofti? Sennilega ekki mismæli, heldur lýsing á INNRÁSARvíkingunum, sem áður voru í útrás.
Svo eitt að lokum fyrir háttinn: Bannað að gefast upp. Ef við stöndum saman mun okkur takast að búa til nýtt og betra þjóðfélag.
Jón Ragnar Björnsson, 11.1.2009 kl. 23:22
Sammála Nyrði, nýtt Ísland, allir á fundinn annað kvöld ef bara druslan dregur. Gott Silfur í dag og Lára Hanna bætti mér upp það sem ég missti af. Sjáumst, takk fyrir mig Jenný Anna. GN
Eva Benjamínsdóttir, 11.1.2009 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.