Föstudagur, 9. janúar 2009
Tryggvi - éttu innmat - og áríðandi skilaboð
Eftir að allt hrundi til grunna í haust og við fórum á höfuðið og stöndum þar enn, líður mér eins og mér sé haldið ofan í vatni. Einstaka sinnum fæ ég að koma upp og anda og er rétt að byrja að fylla lungun af lofti þegar ég er keyrð á bólakaf aftur.
Það er gott að græðgis- og spillingarverkin séu að koma upp á yfirborðið - auðvitað - en hvern hefði órað fyrir hversu mikill andskotans óþverri þreifst (og þrífst enn) á bak við hin glæstu Pótemkintjöld gróðærisfurstanna?
Ekki mér og var ég þó aldrei með glýju í augum yfir "el þotots del jeppos und þyrlupallos and gleymum helvítis heiminn í einum bitavæðingunni".
Í kvöld urðu mér á þau leiðu mistök að detta út yfir Stöðvar 2 fréttunum og vakna við að hafa sofið af mér fréttatímann MINN á RÚV og Kastljósið.
Það er nú ekki mikill skaði skeður svo sem þar sem ég horfi á hvorutveggja á netinu en gat verið að einn friggings fréttatími gæti liðið án þess að upp kæmist um enn eina lygina, siðleysið og klíkuskapinn í bankamálunum? Nei, nei, nei.
Er það nema von að almenningur treysti engu lengur?
Er skrýtið að við treystum ekki stjórnvöldum sem ítrekað hafa lofað nýjum tímum, nýju fólki og nýjum vinnubrögðum? Hvar er siðbótin? Svara.
Það eru sömu jakkaföt í bönkunum og þeir ljúga sig bláa í framan. Jakkarnir hafa í besta falli skipt um penna og bindi og víxlað skrifborðum. Aular.
Hvar er bankamálaráðherrann? Mun hann segja af sér vegna stórkostlegs klúðurs og handabakavinnu í eftirleik hrunsins? Nei.
Mun bankastjóri Landsbankans vera látinn fara og allir hinir úr innsta hring gamla bankans? Nei.
Mun Árni Matt segja af sér vegna brots á stjórnsýslulögum þegar hann réð Þorstein Davíðsson minna hæfan er þrjá aðra umsækjendur? Neibb.
Mun einhver segja af sér vegna stærsta klúðurs Íslandssögunnar sem mun færa okkur aftur um áratug og skerða lífskjör okkar allra? Nei, nei, nei.
Mun einhver axla alvöru ábyrgð?
Ég ætla ekki einu sinni að svara þessu.
Tryggvi - éttu innmat og þið sem látið þetta viðgangast....
Stundum er best að þegja.
Jájá.
ÁRÍÐANDI SKILABOÐ FRÁ LÁRU HÖNNU
Tryggvi hafði bein afskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 10.1.2009 kl. 03:43 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Það er ekki skrýtið að hann hafi flúið bankann eftir mótmælin - maðurinn veit upp á sig skömmina!
Þetta eru nú meiri lufsurnar allt um kringum okkur.
Edda Agnarsdóttir, 9.1.2009 kl. 23:55
Nákvæmlega! Til hvers var verið að leggja í einhvern kostnað með að stofna nýjar kennitölur um bankana? Þetta er allt sama tóbakið í nýju pípunni.
Og af hverju hefur þessi ríkisstjórn ekki sagt af sér? Eru þau heimsk? Og af hverju eru bræðurnir Klemenzsynir enn í vinnu?
FOKK
Hrönn Sigurðardóttir, 9.1.2009 kl. 23:57
Mér finnast stjórnarliðarnir, bankafólkið og eftirlitsfólkið hafa framið landráð. Með spillingu, óráðsíu og samtryggingu. Mín kreppusótt er að nálgast hámark, ég er orðin dofin þegar ný spillingarmál koma fram í dagsljósið. Og allir sitja sem fastast á sínum valdastóli.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.1.2009 kl. 00:19
Enn & aftur dettur þú í þá gryfju að tala illa um innmat !
Mér er skapi næst að 'foie graza' ofan í þig mitt gæzarkæfunammilaði með bláberjasultu & brauði gegnþurrkuðu, & þunnt sneiddu gröfnu hreindýrahjarta á beði, með balsamic sýrópi & melónubitum & klettakáli. Léttswizzuð andarhjörtu með furuhnetum gætu bæzt við.
En, þú bæði baugazt & bugazt með innmatinn Tryggva, ótuggið ?
& hrognatíð nýbyrjuð ?
Á áunnið verulega illa uppalið & bæði van- & -óhugzað til enda matarblæti þitt að eyðileggja alla umræðu um okkar ömurlega þjóðfélagzástand ?
Steingrímur Helgason, 10.1.2009 kl. 00:19
Ég vil foi graz Zteini. Ég vil bara ekki iður úr lömbum matreiddan á íslensku. En lifrarpaté er gott ásamt öðru menningarlegra stöffi.
JK: Já landráð er orðið.
Hrönnsla: Já helvítis fokking fokk.
Edda: Segðu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.1.2009 kl. 00:22
Þarna hittirðu naglann á höfuðið... sem er ofan í vatnsfötu. Nákvæmlega svona líður mér, hryn niður í volæði, ákveð svo að fara með æðruleysismöntruna, finnst hún ekki duga, verð brjáluð, tilkynni öllum að ég sé hætt að hlusta á fréttir, ætli að rækta mitt nánasta umhverfi, hlusta svo á allar fréttir OG fer á netið, fyllist svartsýni, fyllist bjartsýni (sjaldan), sem sagt, áhættufælna ég er í rússibanareið allan daginn. Mér var hrint í þennan rússibana og er öskureið út þann sem það gerði. Veit bara ekki nákvæmlega hver það var. Það er verst. HFF.
Solveig (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 00:23
Solveit: Hahaha, nákvæm lýsing á mér þessa dagana.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.1.2009 kl. 00:28
Zteini: Fyrst tökum við matarumræðuna og SVO þjóðfélagsástandið.
Sko ég kunni ekki við að skrifa "éttu skít" þannig að ég tók það sem næst var hendi af matarsmekk(leysi) við hirðina.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.1.2009 kl. 00:30
Nú, þá skil ég náttúrlega betur ...
Steingrímur Helgason, 10.1.2009 kl. 00:36
Hehe.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.1.2009 kl. 00:44
Datt einhverjum einhverntímannn í hug að Tryggvi segði satt?
Jens Guð, 10.1.2009 kl. 00:53
Blessuð Jenný.
Takk fyrir góða líkingu. Því miður voru strákarnir í Súkkat ekki sannspáir þegar þeir kyrjuðu; Þetta er vont, en það venst. Þetta versnar alltaf. Vilji litlu ljótu klíkunnar til að endurreisa þjóðfélagskerfi auðmanna, en núna í skjóli IFM, er einbeittur og ekkert stoppar hann nema ?????????
En mig langar aðeins að kommentera á þetta með hann Árna og dómararáðningar Sjálfstæðisflokksins. Það er mikið rætt að sá hæfasti sé ekki ráðinn og hvergi var það augljósara en þegar hann Ólafur Börkur fékk sitt dómarasæti í Hæstarétti, fyrir meinta visku í Evrópurétti. Glæpurinn við pólitískar ráðningar er ekki ákkúrat sá að hæfasti umsækjandinn sé settur til hliðar. T.d var Jón Steinar ekki siður hæfur en hinir umsækjendurnir en það var samt rangt að ráða hann. Glæpurinn er sá að fyrirfram komu hinir umsækjendurnir ekki til greina. Það var búið að ákveða hver fengi stöðuna áður en auglýst var eftir umsækjendum og þó t.d sérfræðingur hjá Evrópudómstólnum hefði sótt um á móti Ólafi, þá hefði Björn Bjarna metið meiri vægi þriggja eininga ritgerðar Ólafs um Evrópubandalagið, sem hann skrifaði þegar kona hans var í framhaldsnámi við Lundarháskóla og Ólafur var heimavinnandi húsmóðir (sem reyndar var flott hjá honum og Björn hefði frekar átt að nota það í rökstuðningi sínum því þar sýndi hann ábyrgð í hjónabandi og slíkt gæti komið sér vel í hjónarétti). Eins hefði það ekki skipt máli þó að Eiríkur Tómasson hefði sótt um stöðuna hans Þorsteins, jafnvel þó að Sigurður Líndal hefði fylgt með sem ólaunaður aðstoðarmaður.
Það er þetta sem er hin pólitíska spilling og í raun á ekki að gera Sjálfstæðismönnum það til geðs að ræða um hæfnismat og hæfni umsækjenda því allt það ferli er til óþurftar í þeirra augum (Gísli Marteinn sagði eitthvað slíkt í Kastljósi í kvöld) og í raun skrípaleikur að ræða þessi mál eins og um alvöruráðningar sé um að ræða.
Vona að þú náir andanum vel í fyrramálið og komist í mótmælin og haldir jafnvel ræðu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.1.2009 kl. 00:56
Jenný, það gæti verið snjallt að benda sumum á að "snæða óhreinindi". Mjög spælandi en ótrúlega kurteislegt.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.1.2009 kl. 01:06
Jamm hér þarf sko að rippa upp allt helvísis kerfið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.1.2009 kl. 02:17
Af hverju ferð þú ekki í ræðustól á mótmælafundunum ? Þú átt fullt erindi þangað !
Eigðu góðan dag
Jónína Dúadóttir, 10.1.2009 kl. 06:01
já nú tek ég bara undir med Jónínu, i rædustólinn med thig Jenný og ekkert múdur!
eigdu góda helgi Jenný
María Guðmundsdóttir, 10.1.2009 kl. 08:44
Go Jenný .. með tilheyrandi pom pom ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.1.2009 kl. 10:23
Gurrí.... þú getur verið enn kurteisari, og þérað viðkomandi: "Mætti bjóða yður, virðulega skrípafígúra, að snæða óhreinindi þau er úti hafa frosið".
Einar Indriðason, 10.1.2009 kl. 11:07
Ég styð það Jenný að þú talir á mótmælafundi.
Annars er þetta með ólíkindum hvernig maður er hvað eftir annað færður í bólakaf í eftirmálum kreppnnar - eins og þú lýsir svo réttilega.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.1.2009 kl. 12:42
Kínverjar eiga þessa bölbæn:
Megir þú eiga viðburðaríka ævi.
Björgvin R. Leifsson, 10.1.2009 kl. 12:50
Takk fyrir komment.
Ég hef núll persónulegan metnað til að fara að gapa á fundum.
Það eru aðrir fullfærir til verksins en takk samt.
Einar og Gurrí: Þið hafið gefið mér hugmynd að næstu árnaðaróskum til óvina minna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.1.2009 kl. 14:02
Hohohoho..... Eigi mun ek vilja yðar óska-árna yðar óvina lista, á vera.
Einar Indriðason, 10.1.2009 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.