Leita í fréttum mbl.is

...og ég skammast mín

Ég held að forystumenn Sjálfstæðisflokksins ættu að gera örlítið hlé á sjálfshátíðarhöldunum og fara inn á erlenda miðla og skoða með eigin augum það sem er að gerast á Gaza.

Sjá með eigin augum morðin á börnunum og öðru blásaklausu fólki.

Þorgerður Katrín sér ekki að það sé hægt að skilja á milli Ísraelshers á Gaza og framferði Hamas samtakanna.

Það er nefnilega það!

Ég er ekki að mæla aðgerðum Hamas bót, bara svo þið hafið það á hreinu þið sem viljið veg Ísraelsríkis sem mestan og víðfeðmastan.

Hér er um að ræða þvílíkan aðstöðumun að það er ekki hægt að nefna morðmaskínu Ísraelshers með stuðningi Bandaríkjanna annars vegar og innikróaða, svelta og mannréttindasvipta Palestínumenn hins vegar, í sömu andránni.

Ég hef gert óteljandi mistök á minni ævi.  Sum dýrkeyptari en önnur, ég lifi með því.

En ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn, ekki einu sinni þegar ég var ung og minna gáfuð en ég er núna.

Fyrir það verð ég þakklátari með hverjum deginum sem líður.

Og nú segi ég það og meina fullum fetum.

Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur.


mbl.is Fordæma Hamas og Ísraelsher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Og ég tek undir með þér....

Jónína Dúadóttir, 6.1.2009 kl. 17:54

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég get líka prísað mig sæla að hafa aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn, enda held ég að hún mamma hefði afneitað mér ef það hefði svo mikið sem hvarflað að mér.

Helga Magnúsdóttir, 6.1.2009 kl. 17:58

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Veruleikafirringin er í algjöru hámarki hjá Sjálfstæðisflokksforystunni

Sigrún Jónsdóttir, 6.1.2009 kl. 17:58

4 Smámynd:

Já það er skömm að þessu. Lúðarnir líta bara undan og babbla eitthvað upp úr Bússa bilaða.

, 6.1.2009 kl. 18:30

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sýnir bara hve forystufólk í íslenskum stjórnmálum er ótrúlega einkennilegt.  Maður hefði kannski haldið að þetta lið hefði lært eitthvað uppá síðkastið - en nei.  Eigi er því nú að heilsa.  Tómahljóðið og innihaldsleysið í þessu liði er óskaplegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.1.2009 kl. 18:46

6 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Forysta sjálfstæðisflokksins er Fullkominn Viðbjóður.

Játningar? Ég skal játa að ég kaus hann í fyrsta skipti sem ég kaus, 18 ára. Hann leit ekki alveg vitlaus út á þeim tíma, búinn að standa utan við stjórnarsamstarf og lofaði góðu.

Hinsvegar varð ég ekki heilaþveginn fáviti eins og kjósendur verða oft og læt samviskuna ráða för en ekki hjarðsálina. Og ég sá að mér á fyrsta kjörtímabili, þegar í ljós kom hvílíkur einræðisherra Davíð Oddsson er en  þá var það orðið of seint. Fólk út um allt var gripið skelfingu við allt nema hlýðni og það var sorglegt.

Þetta viðhorf sem Sjálfstæðismenn eru aldir á er í raun kjarninn á því krabbameini sem hrjáir þjóðina. Það er að loka augunum fyrir glæpum. Þetta er sami skíturinn.

Augu mín opnuðust fyrir 15 árum - Þegar kemur að Ísrael/Palestínu hef ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur ALLA tíð síðan ég sá í gegnum lygar Morgunblaðsins, sem stjórnaði vitneskju fólksins í landinu um árabil. Undir forystu Styrmis. Hugmyndasmiðsins. Þið vitið, þessi sem hefur ætíð stutt fjöldamorð í þágu Bandaríkjamanna. Sem gera það af trúarástæðum.

Bandaríkjamenn eru nefnilega að bíða eftir komu frelsarans í miðausturlöndum og trúa því að stríð Ísraelsmanna við araba muni leiða það úr læðingi.

Sem þýðir að Styrmir, Þorgerður Katrín, Geir H. Haarde, Björn Bjarnason og hinir AUMINGJARNIR í ríkisstjórnarflokks sjálfstæðisflokksins eru á kafi í stuðningi við barnamorð vegna trúarstríðs sem á rætur í Biblíunni

Hvernig væri að launa greiðann og segja líkt og þau: "Hugmyndafræðingar sjálfstæðisflokksins eiga skilið að deyja." Er þetta ásættanlegt argúment í augum Þorgerðar Katrínar - Eða kannski bara börnin hennar? Hún ber ábyrgð á gjaldþrotinu, eigum við þá að kála krökkunum hennar. Eða nei, Íslendingar kusu fólk sem vann ofbeldi á þjóðinni með arðránum og að stýra henni í gjaldþrot fyrir úreltar hugsjónir, og þessvegna eiga börnin OKKAR skilið að t.d. Bretar sem finna fyrir eymdinni á Íslandi skilið að vaða yfir okkur og drepa börnin hér. Eða a.m.k. ræna af þeim aleigunni.

Sér fólk hvað þetta er fáránlegt? Þetta er spurning um VIÐHORF, og viðhorf Sjalfstæðisflokksins eru ljós. Eiginhagsmunasemi, græðgi og ábyrgðarfælni eru enn boðorðin á þeim bæ.

Aumingjar!

Rúnar Þór Þórarinsson, 6.1.2009 kl. 18:48

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég held ég láti orð Rúnars Þórs verða að mínum og segi amen eftir efninu. 

Óskar Þorkelsson, 6.1.2009 kl. 18:59

8 identicon

Ja hér.  Ég er ekki alveg að ná  þessum málfutningi hér. 

Sýnist fólk hér nýta sér hræðilegt stríð og slátrun á óbreyttum borgurum og börnum til að geta spýtt út úr sér óhróðri um stjórnmálaflokk.

ÞAÐ er einkennilegt viðhorf.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 20:43

9 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Hvernig gefur fréttin um Hamas og Ísraelsher tilefni til þess að álykta eins og Jenný Anna og viðmælendur hennar í framhaldinu gera?

Og hvaða hvatir búa að baki svona aðdróttunum og svívirðingum?

Af hverju getur fólk ekki tjáð sig málefnalega, af hógværð en rökvisst, um svo alvarleg mál eins og hér er fjallað um?

Það eru margir áratugir síðan ég var í pólitík, ver því engan flokk og bið engum pólitíkus vægðar, en undra mig á þeirri mannvosku sem sumt fólk temur sér hér í bloggheimum, sér í lagi í nafni manngæsku!

Herbert Guðmundsson, 6.1.2009 kl. 20:55

10 identicon

Klikkið á mig

Arnar Þór Kristjánsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband