Leita í fréttum mbl.is

Uppblásnar varir og endaþarmshvíttun

Pappírsmiðlar eru að verða óþarfi.  Netið er hin nýja leið til að lesa blöðin.  Því trúi ég.

Fréttablaðið og Mogginn í pappír eru mér stöðugt kvalræði samviskulega séð. Ég nenni ekki í endurvinnsluna og dembi heilu rjóðrunum í tunnuna.  Já ég skammast mín.

Annars þurfa 365 ekki að hafa miklar fjárhagsáhyggjur held ég.

Þeir eru með eindæmum frjóir í hugsun þessa dagana.

Eins og t.d. þátturinn Ísland í dag sem með nýjum stjórnendum eiga örugglega eftir að slá í gegn.

Búið að reka hann addna Sölva sem var alltaf á kafi í stjórnmálaumræðunni, spillingunni og svoleiðis leiðindum.

Nýir tímar hafa verið innleiddir í þáttinn.  Mál mánaðarins er auðvitað líkamsrækt.

Allir fara í líkamsrækt í janúar, það veit hvert barn og ALLAR konur eru annað hvort nýkomnar úr fegrunaraðgerð eða á leiðinni í eina svoleiðis.

Þess vegna snertir þetta mál okkur öll.  Munu Íslendingar verða heimsmeistarar í endaþarmshvíttun og uppblásnum vörum?

Þetta er mál sem verður að kryfja til mergjar núna á Nýja Íslandi.

Svo kemur febrúar.  Hvað er mál þess mánaðar?

Ég veit hvað brennur á mér.  Hér koma tillögur á hraðbergi;

23 hægfara aðferðir við rúllupylsugerð.

Hvernig við getum sippað okkur út úr kreppunni og losnað við lærapokana í leiðinni.

Gæludýrahald, getum við fengið dýrafeldinn til að glansa fallega með lítilli fyrirhöfn?

Marínering á roðum,beinum og íslensku handritunum.  Beggi og Pacas koma svo.

Ég vil óska "fréttastofu" Stöðvar 2 til hamingju með nýja Ísland í dag.

Núna fyrst eru þeir farnir að höfða til hugsunarinnar.

Takk, takk.

 


mbl.is Útgáfudögum Fréttablaðsins fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert ágætErtu sem sagt með kort í ræktina í vasanum á úlpunni,  á leiðinni í lýtaaðgerð... eins og við öll ? 

Eigðu góðan dag

Jónína Dúadóttir, 6.1.2009 kl. 13:29

2 Smámynd: Linda litla

Jebb ræktin og lýtaaðgerðir..... það er málið.

Gleðilegt ár Jenný.

Linda litla, 6.1.2009 kl. 13:35

3 Smámynd: Ragnheiður

Ég er nú búin að föndra við að vaxbera hvert hár á Kela undanfarið, ég átti semsagt ekki að gera það fyrr en í febrúar ?

Ég er auli, endurvinnsluauli. Ég er búin að skipuleggja eldhússkápinn þannig að ég set gler og járn til hliðar í viðbót við þetta sem þegar fer í endurvinnsluna.

*dæs*

Ragnheiður , 6.1.2009 kl. 13:38

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þau eru klossföst í "góðærinu"....kreppa hvað?

Sigrún Jónsdóttir, 6.1.2009 kl. 13:49

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

forgangsröðun margra er á hreinu, hvíttun endaþarms

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.1.2009 kl. 14:34

6 Smámynd: K Zeta

Við eigum heimsmet í svo mörgu, t.d. fjölda kvenna í vinnu hjá hinu opinbera.

Af hverju vilja konur síður vinna hjá einkafyrirtækjum?

K Zeta, 6.1.2009 kl. 15:19

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mér fannst verðlistinn hjá lýtalæknunum svo sanngjarn og eðlilegur. Hvað munar mann um 400.000 kall fyrir nýjum og smart brjóstum?

Helga Magnúsdóttir, 6.1.2009 kl. 15:41

8 Smámynd: Isis

Ég er endurvinnsluplebbi af stærðargráðu sem ég held að þekkist ekki víða á Íslandi... en sji hvað það er hundleiðinlegt samt, allt of mikið vesen... Eins gott að þetta verði framtíðinn einsog ég er búin a ðvera láta ljúga að mér í gegnum árin, annars brjálast ég... En þú verður að fara taka þig taki kelling! Þýðir ekkert að henda endurvinnslusneplum í ruslið!  tala nú ekki um á þessum síðustu og verstu!

En annars, til að svara Helgu aðeins, þá fannst mér þessi verðlisti fremur furðulegur, að auki þá kemur tryggingastofnun þarna inni í líka, eða í það minnsta einhverjum tilvikum. Minnir að vinkona mín hafi borgað einhverjar skitnar 130kall á brjóst svo það er nú ekki *nema* 260kall, það þótti nú ekki mikið í góðærinu og er líklega enn minna í dag

Isis, 6.1.2009 kl. 16:26

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Mér finnst við hæfi að í febrúar sýni þau myndir af konum sem fara ómálaðar út úr húsi. Það er löngu kominn tími á það. Síðan væri hægt að tileinka mars karlmönnum með strípur, svona svo þeir séu ekki útundan...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.1.2009 kl. 17:34

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað ætli verið tekið fyrir í kvöld krakkar?

Brjóstastækkun?

Vel snyrt er konan ánægð og grjótheldur kjafti?

I love it.

Kata: Já karlmenn með strírpur hafa legið algjörlega óbættir hjá garði, það þarf að bæta úr þessu og það í mars.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.1.2009 kl. 17:54

11 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þú addna! Það tók mig korter að þrífa tölvuskjáinn þegar ég frussaði því litla bótoxi sem eftir var í vörunum við lesturinn:

23 hægfara aðferðir við rúllupylsugerð.

Ertu ekki í lagi?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 6.1.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.