Leita í fréttum mbl.is

Óþjóðalýðurinn ég

36% styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýja þjóðarpúlsi Gallup.

Það er 35,99% of mikið.

Ekki svo að skilja að það eru auðvitað tíðindi þegar föðurflokkur okkar allra er þriðji minnstur.

Vald spillir krakkar mínir, vissuð þið það?

Ég vil hafa endurnýjunarfyrirkomulag á Alþingismönnum.  Átta ár hámark og svo aftur í grasrótina.

Kjötkatlafólkið er orðið samdauna valdinu og heldur að það sé komið með eignarhald á fyrirkomulaginu.

En vandinn er, að það er þannig á Íslandi.  Náir þú inn og sértu í góðum flokki sem styður vel við bakið á sínum mönnum þá eru yfirgnæfandi líkur á því að þú sért kominn með æviráðningu og hana spikfeita með hlussu eftirlaunasamning fyrir allan peninginn.

En hvað er að þessum minnihluta fólks sem enn sér frelsun í Sjálfstæðisflokknum?

Og hvernig stendur á að skynsamasta fólk ver stjórnina með kjafti og klóm bara af því að það kaus annan hvorn stjórnarflokkinn fyrir rúmu ári við allt aðrar aðstæður en nú ríkja?

Það er eins og fólk sé að tapa ærunni ef það hefur slysast til að kjósa flokk sem það trúði á og sá hinn sami flokkur reynist ekki traustsins verður.

Ég meina það.

Svo er ég algjörlega brjáluð úr reiði (ok, frekar róleg samt en öskuill engu að síður).

Það er þetta Stokkhólmsheilkenni sem er að drepa stóran hlut þessarar þjóðar (35,99%) og kemur í veg fyrir að hlutir geti gengið fyrir sig á eðlilegum hraða.

Stokkhólmsheilkennið lýsir sér í grófum dráttum þannig að þú leggur traust þitt á kvalara þinn.

Ferð í sleik niður í kok við vöndinn og biður um meira.

Gott fólk við skuldum tugi milljóna á mann og það sér ekki fyrir endann á því máli. Fjármálaeftirlit gerir sitt besta til að halda öllu leyndu og við verðum að reiða okkur á nafnlausar ábendingar fram hjá eftirlitinu.

Börnin okkar og barnabörn eru blásaklaus skuldug upp fyrir haus.

Fólk missir vinnuna í samlede verker, fólk þarf að sækja sér fátækrahjálp til góðgerðastofnana.

Neyðin vex og vex.

Vaknið!

Við þessar aðstæður er hellingur af fólki sem nær ekki upp í nefið á sér yfir því að hiti sé í mótmælum.

Hrópar "Guð minn góður; eignaspjöll".

Hvað er að þessum forgangi spyr ég?

Hvaða andskotans þjónkun er þetta?

Ég er algjörlega kross helvíti bit á samlöndum mínum stundum.

Held svei mér þá að mér svipi frekar til þeirra frönsku duggara sem elskuðu formæður mínar og gerðu það að verkum að ég genasplæstist á jörðina (guði sé lof fyrir allt mannkyn).

Frakkar sko, þeir kunna að mótmæla.

Þeir eiga sér mótmælamenningu - og nei ég fer þá ekkert bara til Frakklands og mótmæli þar.

Ég ætla að garga mig hása á mínum íslensku torgum alveg þangað til að kórinn verður orðinn svo hávær að "einhvern" fer að svíða í eyrun.

Í guðanna bænum þið sem eruð þjóðin (ég er óþjóðalýður) hysjið upp um ykkur.


mbl.is Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 36% kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Aha! Vissi að ég myndi fatta fyrr en síðar af hverju ég elska þig í tætlur kona!

Heiða B. Heiðars, 2.1.2009 kl. 13:41

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kreppukall: Ég skil vel að fólk feli á sér andlitið með þá vitneskju í farteskjuna að löggan hefur verið að mynda mótmælendur.

Ofsóknarlöggjöf BB tók gildi í gær.  Það þýðir gas-gas-gasleyfi á alla sem standa við Austurvöll ef þeim dettur það í hug.

Ég myndi hins vegar ekki fela á mér andlitið.

Er svo fögur (djók).

Nei, ég myndi einfaldlega ekki fá mig til þess.

Alltaf spurning um val og hver mótmælir með sínu nefi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 13:54

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Love u to Skessan mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 13:54

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ormagryfjan er að opnast og ef völvuspárnar hafa rétt fyrir sér er ballið ´rétt að byrja. ósóminn sem nú mun koma ´´i ljós er svo miklu magnaðri en það sem við höfum nú þegar orðið vitni að að fólk verður bilað af reiði og henykslan yfir þeirri spillingu sem hefur þrifist hér svo lengi. Eitt sá ég fyrir utan Borgina á gamlárs..já auðvitað var ég þar....að fólk tók að streynma að þegar útsendingin var rofin og þar á meðal hjón sem eru örugglega bara svona venjulegir miðstéttar íslendingar. Að heyra þeirra reiði og hvað þau langaði að gera við ráðamenn með berum höndum bliknaði algerlega í samanburði við hrópin sem "Ungmennin ógurlegu" "hinn grímuklæddi ofbeldislýður"hrópuðu að ráðamönnum á Borginni. Þau voru bara eins og barnalegir sakleysingjar miðað við þá reiði sem svall í brjhósti þessa fólks. Þetta er fólkið sem hefur unnið hörðum höndum alla ævi fyrir sínu og stendur nú andspænis því að vera rúin inn að skinni og skuldett upp að eyrum ásamt afkomendum sínum. Ofan á það er fólki sínud þvílíkur hroki og vansæmandi framkoma að það er eins og að skvetta olíu á eld þegar ráðamenn opna á sér túlann þessa dagana.

Það sem ég er að segja er .það að við þurfum ekkert að óttast þessa anarkista sem eru bara flottir í sinni borgaralegu óhlýðni. Þeir eru algerlega á móti ofbeldi..en ég skal ekki segja hvað gerist þegar almenningur fær algerlega nóg og missir sig í stjórnlausri reiði yfir síversnandi ástandi og algeru vanhæfi ráðamanna sem neita að víkja. Þær aðstæður mega stjórnvöld algerlega taka á sig...þá geta þau ekki sagt eftir á "við sáum þetta bara alls ekki koma". Það ætti öllu hugsandi fólki að vera það ljóst í hvað stefnir. Það er ekkert elsku mamma framundan. Vona bara að ISG láti ekki út úr sér eina ferðina enn að við seúm ekki þjóðin...manneskjan hlýtur að gera sér grein fyrir hverju hún er að koma til leiðar með þessum fáránlegu og hriokafullu umælum sínum trekk í trekk.

Og Jenný..endilega haltu áfram að skrifa svona skorinort um ástandið. Það hlýtur að koma að því að fólk sem enn stendur með óráðssíubandalöguinum rakni við sér.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 14:07

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mosavaxnastur allra þingmanna er Steingrímur Jóhann Sigfússon ... hefur verið á þingi frá 1982 eða í 26 ár. Hann var ráðherra í þrjú ár eða um það bil þegar miðbarnið mitt fæddist og hann varð 21 árs í nóvember.

Ég tek undir með það að mosavaxnir þingmenn eru til mikils tjóns og það á við þá alla... hvort sem er í stjórn eða stjóraranstöðu.

Þó er Jóhanna Sigurðardóttir undantekning... hún virðist ganga endurnýjan lífdaga á hverju ári.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.1.2009 kl. 14:16

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Íslendingar eru þjóð þversagna. Heyrði í ættingja í gær sem sagðist myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef þeir tækju stefnuna á ESB. Þeir væru stærstir, hefðu alltaf ráðið og væri best treystandi! Þá fylltist ég vonleysi.

Arinbjörn Kúld, 2.1.2009 kl. 14:24

7 identicon

Heil og sæl enn; Jenný Anna, líka sem aðrir skrifarar og innlits þegar, hér á síðu !

Um leið; og við þökkum Jenný, enn sem fyrr, drengskap og þor, gegn illræðis öflunum, hljótum við, að samhryggjast Arinbirni Kúld, að eiga þetta lítilmenni, fyrir frænda. Reyndar; ...... er Jón Ingi Cæsarsson, hinn Eyfirzki, svona viðlíka smámenni, sem frændi Arinbjarnar, enda eru sporslur Samfylkingar frjálshyggjunnar, hjá bæjarstórn Akureyrar Jóni fastari í hendi, en ærlegt mannorð, sem og réttlætiskennd, ósvikul.

Jóhanna Sigurðardóttir hvað ? Meðsek; í öllum glæpagjörningum Haarde hyskisins, nema,...... Jón Ingi, og fleirri, af hans sauðahúsi þykist ei betur vita.

Með ágætum baráttukveðjum, til ykkar hinna - öngvum; til Jóns Inga, og hans líka /

Árnesþingi hinu vestara, 2. I. MMIX

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 14:38

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óskar Helgi er sjálfum sér samkvæmur... hans skoðun er sú eina rétta og þeir sem aðra skoðun hafa eru smámenni og annað viðlíka. Líkist með því nokkuð þeim sem réðu í Kremlarveldi á árunum 1917 - 1990.

Þeir sem ekki brosa og eru viðhlægendur eru réttdræpir enda ekki skoðanafrelsi nema á annan veginn.... veginn hans Óskars 

Jón Ingi Cæsarsson, 2.1.2009 kl. 14:53

9 Smámynd: Héðinn Björnsson

Bara svona til að minna á hvernig svona skoðanakannanir fúnkera:

  • Um fjórðungur af þeim sem eru spurðir segjast vera óákveðnir eða ætla að skila auðu.
  • Ríkisstjórnin er svo með um þriðjungsfylgi af þeim sem taka afstöðu eða um fjórðungsfylgi af heildinni.
  • Venjulega er úrtakið 800 manns og því 0.125% minnsta mælanlega fylgi sem hægt er að fá í svona könnunum sem er stærra en 0%.
Ein merkilegasta niðurstaðan er að ríflega hlemingur aðspurðra annað hvort styður engan núverandi flokk eða styður VG. Takist að virkja þá sem engan flokk styður í nýtt afl væri meirihluti á bak við stjórn án Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar eða Framsóknar. Slíkt væri aldeilis tíðindi en það krefst þess að einhverjum hópi takist að virkja óánægjufylgið sem enn hefur ekki fundið farveg fyrir skoðanir sínar.

Héðinn Björnsson, 2.1.2009 kl. 15:07

10 Smámynd: Dísa Dóra

Já það væri svo sannarlega vert að hafa endurnýjunarákvæði á stjórnmálamönnunum.  Einnig vil ég frekar kjósa fólk en flokka.

Ekki reiknast ég inn í þessum prósentum þarna en verð nú að viðurkenna að ég er þrátt fyrir það hálf ráðvillt um hvað ég mun kjósa þegar kemur að kosningum.  Mér finnst þetta satt best að segja allt sama rausið og ruglið sem kemur upp úr þessum blessuðu ráðamönnum

Dísa Dóra, 2.1.2009 kl. 15:11

11 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Áfram Jenný!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 2.1.2009 kl. 15:12

12 identicon

Komið þið sæl; enn sem fyrr !

O; jú. Komið hefi ég, við kaun Jóns Inga, blessaðs, en vonandi mun hann átta sig á, hver mín raunverulega meining er. Og; einnig vona ég, hans vegna, og hans ágætu fjölskyldu, að hann njóti, sem eftir lifir hans starfsaldurs, 100% hlutfallsins. Svo heppinn; er ég ekki, fremur margra annarra, hvar ég dragnast, á 33% hraða, síðan í Október byrjun - hvað þá, allt það fólk, sem EKKERT fær að starfa, Jón minn.

Því skal þig ei undra; biturð mína, fyrir hönd lands og fólks og fénaðar alls, Jón Ingi !

Kremlar valdhafar; 1917 - 1990, voru jú, að uppistöðu, rekendur óheilla stefnunnar kommúnisma, hvar félagar mínir; Kerensky, og aðrir Hvítliðar, urðu að láta undan síga, fyrir þeim Lenín, því miður.

En; ........ ætli skipbrot frjálshyggjunnar, sem Samfylking Jóns Inga, og þeirra nokkurra annarra er rekin á, sé ekki, svona álíka, tjónvaldur, og þegar kerfi þeirra Marx og Leníns hrundi, þar eystra, forðum ?

Með ágætum kveðjum enn; meira að segja, til Jóns Inga, í þeirri von, að hann sjái, um hvað hin raunverulega barátta snýst, sem framundan er, hér á Fróni, sem víðar. /

Og; megi Jón Ingi ganga, af sinni fölskvalausu flokks trú sinni. Þá yrði vel, um hans hagi, huglægt, að minnsta kosti.

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 15:49

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Óskar Helgi: Góður.

Takk öll fyrir málefnalega umræðu.  Ég elska sollis.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 16:01

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Héðinn: Merkilegt sem þú ert að benda á.  Hver hefði trúað þessu?

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 16:02

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóni Ingi: Við höfum öll okkar djöfsa að draga, ég, þú og Óskar Helgi og allur balettinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 16:03

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er í pilsi

Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2009 kl. 18:05

17 Smámynd: Jack Daniel's

Ég er búinn að klóra mér svolítið í kollinum yfir þessum tölum um fylgi sjallana og verð að segja að annað hvort er fólk svona hrikalega veruleikafyrrt eða hreinlega heimskt.  Annað er ekki stöðunni með þá sem ætla að kjósa sjallana eða segjast ætla að gera það.

En Jenný.  Ég held að þetta með átta ára regluna gangi aldrei upp.  Ég persónulega vil sjá einstaklingsframboð og leggja amk tímabundið niður rottuholurnar. (Lesist flokkana) enda sýnt og sannað aftur og aftur að þar þrífst spillingin best og þá sér í lagi hjá flokknum sem dregur nafn virtustu hallar goðana niður í svaðið, Valhöll.  Með réttu ætti þetta að heita spillingarhöll.

Jack Daniel's, 2.1.2009 kl. 20:15

18 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Smáborgarar þessa lands hneggja og hneysklast sem alldrei fyrr, það er ekki fyrr en meirihluti landsmanna er nóg boðið af spillingu og hvítþvotti að smámenni taka við sér...smáborgarinn vill alltaf vera í liðinu sem hann heldur að sé/verði ofan á og er snöggur að skipta ef leikar snúast.

Georg P Sveinbjörnsson, 2.1.2009 kl. 21:18

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

En Jenný! Ertu reið?

Hrönn Sigurðardóttir, 2.1.2009 kl. 21:24

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég reið?

Nei, bara góð sko.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband