Leita í fréttum mbl.is

Og hana nú

Það er sorglegt að þjóðfélagið skuli vera þannig að fólk skuli þurfa að sækja sér lífsnauðsynjar með því að standa í röð hjá góðgerðarstofnunum.

Enn sorglegra er hversu hratt þeim fjölgar sem þurfa á þessari aðstoð að halda.

Það hljóta að vera þung spor fyrir þá sem það þurfa að gera en flestir Íslendingar byggja sjálfsmynd sína á vinnunni enda vinnusöm þjóð.

Að standa svo frammi fyrir því að þurfa að biðja um ölmusu hlýtur að taka mikið á fólk.

Þessari auknu þörf fyrir aðstoð eru gerð góð skil í blöðunum og það er fínt mál, allir þurfa að vera meðvitaðir um hvernig kreppan er að hafa áhrif inn á heimilin í landinu.

En er það ekki einhver undarlegur skortur á innsæi og samkennd að taka myndir og birta af þeim sem eru að leita hjálparinnar?

Hvers lags sauðsháttur er það að smella myndum af fólki í þessari aðstöðu og klína í blöðin þar sem alþjóð getur rýnt í andlitin?

Skerpið ykkur Moggamenn.  Það er nauðsynlegt að frétta af þessum hlutum en algjör óþarfi að bæta við vanlíðanina með þessum hætti.

Ekki misskilja mig, það er engin skömm fólgin í því að leita sér aðstoðar en fólk fer ekki og þiggur úthlutanir á mat eins og ekkert sé.  Ég held að það taki verulega á að gera það.

Myndirnar sem teknar eru aftan á fólk eru líka hvimleiðar en skömminni skárri auðvitað.

Ég held ég verði hreinlega að segja við ljósmyndara blaðanna að nú megi þeir skammast sín og í leiðinni hvetja þá til að sýna aðgát í nærverunni.

Og hana nú.


mbl.is Sífellt fleiri leita aðstoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Alveg nógu þung spor að leita sér þessarar hjálpar þótt fólk þurfi ekki einnig að taka með í reikninginn að vera á forsíðunni daginn eftir!

Kristín Bjarnadóttir, 19.12.2008 kl. 10:42

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Er ekki myndin af starfsfólki mæðró?

Annars er ég sammála þér. Ég hef séð myndir af fólki í þessum röðum og fundist það ósmekkleg myndataka. 

Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2008 kl. 10:46

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er sammála þér með þetta, oft eru þau erfið sporin þangað og þessar myndbirtingar geta verið særandi fyrir viðkomandi...

Jónína Dúadóttir, 19.12.2008 kl. 10:54

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Myndin er af starfsfólkinu, mér finnst í góðu lagi að fólk fái að sjá andlitin á því fólki sem tekur að sér að starfa við úthlutunina, ég held að allir séu þarna í sjálfboðastarfi, þannig að það er bara gott mál.

Ég er sammála því að það á hins vegar ekki að birta myndir af fólki sem þarf að þiggja þessa aðstoð, jafnvel þó það sé aðeins baksvipurinn, hann þekkist líka, og örugglega bara mjög óþægilegt að vita af ljósmyndurum að skjóta hingað og þangað við þessar aðstæður.

Að minnsta kosti þekkti ég um daginn baksvip konu sem fer og fær mat þarna á mynd. Kannski var það af því að ég vissi að hún fer reglulega, hún er í þeim sporum að það er sjálfsagður hlutur að hún nýti sér allt sem fæst á þennan hátt, meðan "strípaður" örorkulífeyrir er ekki hærri en hann er, þar sem hún hefur verið öryrki til margra ára. Það kom jafnvel tímabil hjá henni þar sem hún neyddist til að dvelja í athvarfi fyrir götukonur, þar sem ekki tókst að útvega henni húnsnæði á vegum kerfisins, sem er auðvitað til háborinnar skammar; - hún er alls ekki ein þeirra manneskja sem hvergi þrífst, því var ekki um að kenna, þægilegri manneskju er ekki hægt að þekkja.

Þessi kona lenti meðal annarra hremminga sem hún hefur upplifað í krerfinu í því að það litla sem hún fékk útborgað úr sínum lífeyrissjóði frá því að hún var vinnufær datt niður, vegna þess að sjóðurinn fór á hausinn (eða eitthvað svoleiðis, man ekki alveg hvernig þetta var).

Hins vegar er henni sem betur fer vel sinnt af kerfinu í dag og fær alla aðstoð sem hún þarfnast, kominn tími til, enda eru framfarirnar miklar hjá þessari greindu og skemmtilegu konu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.12.2008 kl. 11:04

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Gréta og Jenný.

Þetta mun örugglega gerast í miklu mæli en við skulum vona og trúa að þetta þyki ekki sjálfsagt mál.  Í krepppunni fyrri þá fóru bátaeigendur á sjó en þeir létu alltaf hluta aflans til nauðstaddra og þess vegna svalt enginn úti á landi, að minnsta kosti ekki á mínum heimaslóðum fyrir austan. 

Jenný kom með mjög athyglisverðan punkt um bein inngrip ríkisins til að stemma stigu við hungri fátækra.  Kostar kanski ekki meira en laun ráðherrabílstjóranna.  

Landið á í stríði við erlend ógnaröfl og leppa þeirra innlenda.  Kvíslingar og hýennur slá mikið um sig og hía mjög á landann.  Það er auðvelt að borga skuldir óreiðumanna sagði konan í pelsinum og frestað naglasnyrtingunni fyrir jólin.  Sama upphæð kostaði öryrkjan jólasteikina, og öllum sem ráða er sama.  Konan í pelsinum mun halda sín jól en fátæklingarnir ekki nema einhver hjálpi þeim til þess.  Þetta sérð þú Jenný en því miður ert þú ekki félagsmálaráðherra.  

Betur væri, að svo væri.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.12.2008 kl. 11:17

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Á allan hátt afskaplega sorglegt og von að fólk sé reitt og sárt meðan stjórnvöld gera nákvæmlega ekkert til að heimta tíundina af útrásarliðinu og skattaskjólunum þeirra.  Ætli það leynist ekki meðal þeirra einhverjir slíkir til dæmis yfirmenn í Kaupþingi sem hafa vitað af áætlunum ríkisins, eru ekki sumstaðar tengsl þar á milli?  Ó jú ætli það ekki, enda var vælt hér í blöðum um hver erfitt það væri að liggja undir svona grun.  En hvers vegna í andskotanum ætti mann ekki að gruna ýmislegt, sérstaklega í ljósi nýjustu upplýsinga um brottflutning mörghundruð milljóna úr bönkunum daginn fyrir hrunið?  Skíturinn vex og vex, svo vinsamlegast ríkisstjórn þessa lands farið frá, víkið, svo hægt sé að þrýfa skítinn eftir ykkur, og hægt að fá fólk með bein í nefinu og vit til að vinna að málunum til bjargar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2008 kl. 11:35

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

mikid sammála. thad hlýtur bara ad vera mjøg óthægilegt fyrir fólk sem thangad leitar ad vita af ljósmyndurum ad taka myndir i ofanálag. finnst alveg nóg ad birta thá mynd af starfsfólkinu.

Hafdu gódan dag Jenný

María Guðmundsdóttir, 19.12.2008 kl. 11:53

8 identicon

Já, þetta er dýpra en við höldum. Okkar kynslóð (40-60? ára) tókum dyggilega við föður-og móðurarfleifð okkar í gegnum uppeldið. Skilaboð eldri kynslóðarinnar voru: vinna og aftur vinna, vera dugleg, ekki þiggja aðstoð frá neinum, það er skömm að því, standa á eigin fótum, annars er maður aumingi og þarf að vinna meira. Og meira. Ekki sýna tilfinningar. Harka af sér. Þrauka. Ósköp skiljanleg skilaboð frá langömmu og langafa í þessu harða landi. Fólk með slík viðhorf á mjög erfitt með að þiggja aðstoð, hvað þá biðja um hana. Það fer allt á hvolf í huga þess, tilfinningum, hjarta og huga. Togstreitan er gífurleg. Það er ekkert skrýtið þó skömmin geri vart við sig. Við fengum þá skömm í arf, því við áttum að vera dugleg og sjálfstæð. Að birta myndir eykur enn við skömmina. Þetta er þung spor. Svoooooo þung og erfið spor. Fjórða kynslóðin verður vonandi veraldarvanari og meira meðvituð um rétt sinn og henni væri trúlega fjandans sama þó hún yrði mynduð í bak og fyrir, með hnefann á lofti og pólitískar athugasemdir á reiðum höndum. Guði sé lof.

Nína S (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband