Leita í fréttum mbl.is

"One down - many more to go"

Stundum finnst mér (þori varla að segja það) að á Íslandi ríki meiri lýðræðisást í orði en á borði.

Að minnsta kosti hjá þeim sem hafa keðjað sig og vinina við kjötkatlana.

Eftir að almenningur hóf að mótmæla og það ekki degi of seint, öllum þeim hörmungum sem yfir okkur dynja þá höfum við verið kölluð ýmsum nöfnum af þeim sem mótmælin beinast gegn og svo auðvitað frá undirlægjunum sem ekki þora að koma undan pilsfaldi valdsins.

Skríll, lýður, aumingjar, lúserar, ungmenni (skammaryrði hjá sumum), auðnuleysingjar og fífl.

Svo vorum við tekin á einu bretti þessi sem fylltum Háskólabíó út út dyrum á dögunum og okkur tilkennt af utanríkisráðherra að við værum ekki þjóðin.

Ég alveg: Vó hverjum tilheyri ég?  Tilvistarkreppa sko, biggtæm.

Nú er verið að mótmæla fyrir utan þá aumu stofnun Fjármálaeftirlitið sem gjörsamlega hefur brugðist hlutverki sínu.

Fólk var í Glitni sem á að heita Íslandsbanki og þar var þeim boðið upp á kaffi.

Enda við öll gott fólk á sama hripleka prammanum.

Og mikið rosalega er ljúft að mótmælin skuli vera farin að skila sér.

Tryggvi er hættur en það alvarlega er að skilanefndum og öllum ábyrgum aðilum hafi fundist það í lagi að ráða hann svona yfirleitt.

"One down- many more to go."

Nu går jag og handlar julkappar!

Jajamen.


mbl.is Mótmælt utan við Fjármálaeftirlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kemur í ljós með nýju ári.

Ía Jóhannsdóttir, 18.12.2008 kl. 12:56

2 Smámynd:

Húrra

, 18.12.2008 kl. 13:13

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góð byrjun...

Jónína Dúadóttir, 18.12.2008 kl. 13:19

4 Smámynd: Ellen Björnsdóttir

Nú þarf að fylgja eftir þeim borgarfundum og mótmælafundum sem haldnir hafa verið, og vinna úr þeim hugmyndum sem þar komu fram, og fylkja okkur svo um þær.  

Ellen Björnsdóttir, 18.12.2008 kl. 13:29

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hvernig framtíð viltu Jenný? Þjóðnýta fyrirtækin? Fæ hvergi svör við því hver ástæðan er fyrir því að VG er eini flokkurinn sem ekki leyfir opna og lýðræðislega aðkomu félaga í stefnumótun um ESB.

Lýðræðisást er að praktisera það sjálfur á heimavelli.

Að axla ábyrgð er að praktisera það sjálfur og stunda lágmarks viðleitni í átt að "real politik" og lausnum.

Það þýðir ekki að láta eins og Steingrímur sem mælti með virkjun neðri hluta Þjórsár, sem skynsamlegasta kosts í orkuöflun út frá umhverfisforsendum, en þegar hann sá hvað logaði vel í mótmælaglæðunum þá breytti hann um skoðun og vað á móti.

Það er auðveldast að vera bara alltaf á móti og nærast á því að aðrir séu spilltir og láta þá algjörlega skrifa handritið. Biða sem hælbítar á verk og gjörðir annara.

Mér finnst þú engu að síður flottust Jenný þó ég tali hraustlega inn í málefnaumræðuna. Gangi þér vel.

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.12.2008 kl. 14:17

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

kvedja til thin Jenný, thú hefur alltaf góda punkta i umræduna. hafdu gódan dag.

María Guðmundsdóttir, 18.12.2008 kl. 14:28

7 Smámynd: Isis

Gunnlaugur; "Lýðræðisást er að praktisera það sjálfur á heimavelli."

Er það ekki akkúrat það sem almenningur í landinu er að gera þessa dagana? Þó reyndar sé mis mikið (eða lítið...) hlustað á okkur.

ESB er varla mikil lýðræðisást eða ást á nokkrum hlut yfir höfuð. Og er ég þó ekki VG né neitt annað for that matter, sinnuð.

Síðan veit ég ekki betur en að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú einfaldlega að fara breyta stefnuskrá sinni til þess að troða þessu ESB drasli inn hjá sér. Er það bara sjálfstæðisflokkurinn sem má skipta um skoðanir en ef VG gerir það þá er það alltaf bara til að vera á móti öllu?

Ég fatta ekki svona rökfærslur...

Langar fólki í alvörunni til þess að enda sem leiguaðilar í sínu eigin landi? Ég, og er það þá mín persónulega skoðun, er ansi hrædd um að það yrði niðurstaðan við inngöngu í ESB. 

Menn eru alltaf talandi um einhverjar samningaviðræður og að við förum aldrei inn í ESB nema ef við höldum okkar fiskimiðum og öðrum auðlindum. 

Er fólk í alvörunni svo grænt að það haldi það að ESB vilji bara fá okkur inn fyrir ekkert? Hvað ætlum við að gefa þeim í staðinn? 

Já, nei takk...

Síðan er það algjörlega fyrir neðan allar hellur að ætla sér að fara blanda þessari ESB umræðu saman við Kreppu á Íslandi sem hefur ekkert með ESB aðild að gera... bara ekki neitt. 

----

 En annars að þessu bloggi...

Mé finnst mjög gaman að vera titluð sem "ungmenni"... komin hátt á þrítugsaldurinn, finnst samt leiðinlegt að það skuli samt vera gert að einhverju neikvæðu, enda vorum við öll ungmenni einhverntíman.

Og! (ég lofa... þetta er það síðasta) Ég er ótrúlega ánægð með að Tryggvi hafi haft vit á því að hlusta og taka pokann sinn, Það er vonandi að einhverjir fleiri, margir fleiri, komi til með að fara að hans fordæmi. 

Lifi blytingin!

Isis, 18.12.2008 kl. 17:05

8 identicon

ISIS og þið önnur,

Tókuð þið eftir að Tryggvi sagði að dóttir sín væri farin að líða fyrir meðhöndlunina á sér og það væri okkur og mótmælendum að kenna því hann væri alsaklaus!    Maðurinn laug hreint og klárt um tengslin við Baug, stofnaði seinast í fyrra fyrirtæki með Baugi.   Þessi maður og Elín bankastjóri eru svo siðlaus í ligum sínum að maður næstum dáist að þeim - og reyndar Björgvin líka.     Það hlýtur að vanta marga kafla en ekki blaðsíður í hann!

Ragnar

Ragnar Eiríksson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 17:43

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

starfsmaður Landsbankans sagði mér í gær að hann addna Sigurjón, ráðgjafi í Apótekinu, sé farinn þaðan. kannski þarf það samt ekki að tákna neitt. það má vel fjarstýra utan úr bæ, á þessum tæknivæddu tímum.

Brjánn Guðjónsson, 18.12.2008 kl. 18:20

10 Smámynd: Isis

Það vita það allir, Einar, og það viðurkenna það allir sem hafa einhvern vott af heilbrgiðri skynsemi að krónan er handónýtur gjaldmiðill, en að ætla sér að ganga í skrímsli eins og ESB bara fyrir það eitt að fá að taka upp evru einhverntíman seinna eftir það finnst mér algjörlega fáránlegt.

Svaraðir heldur engum spurningum mínum... Þú segir að ESB muni ekki arðræna Íslendinga... heldur þú semsagt að við fáum bara inn göngu í ESB með öllum okkar sérstöku óskum af því að við erum svo sérstök? Heldur þú að ESB standi með opinn faðminn þessa dagana afþví að þeim langar svo mikið til þess að hjálpa okkur útúr þessum vandræðum okkar bara af einskærri góðsemi? Þeir "meira að segja" vilja veita okkur flýtimeðferð inni í sambandið vegna "sérstækra" aðstæðna okkar.... sætt.

ESB verða seint talin einhver góðgerðarsamtök... 

Þar fyrir utan eru til fleiri leiðir til að fá nýjan gjaldmiðil, sem og eru til mun fleiri gjaldmiðlar en bara evra. Afhverju þurfum við endilega að taka um evru? 

Síðan má líka alveg benda á það að t.d Svartfjallaland tók upp evru löngu áður en þeir sóttu um aðild að ESB. Erum við eitthvað öðruvísi?

Isis, 18.12.2008 kl. 19:20

11 Smámynd: Isis

Já! gleymdi einu....

Í sambandi við alla þessa velvild ESB í okkar garð, sýndu þeir ekki alveg sitt rétta andlit þegar þeir kúgðu okkur til þess að taka á okkur ábyrgð sem við berum enga ábyrgð á og hreinlega tóku af okkur, rétt okkar til þess að sækja þessi bankamál öll fyrir dómstólum? 

Sýndu Bretar ekki líka sitt rétta andlit þegar þeir skelltu á okkur hryðjuverkalögum og komu okkur í enn verri aðstæður en við vorum í fyrir, bara til þess að Gordon litli gæti krækt sér í nokkur atkvæði og jákvæða umfjöllun, sem var eitthvað lítið af í fjölmiðlum þar ytra?...

Er það ekki eitthvað undarlegt og bogið við það að sama aðildarsambandið og kallaði okkur glæpamenn og ræningja skuli koma eftir að við höfum tæknilega farið á hausinn og vilji endilega fá okkur inn? 

Afhverju vilja þeir allt í einu vera memm núna?... Er það af því að viðerum svo eftirgefanleg og þæg og dugleg að beygja okkur fyrir valdinu?.... 

Isis, 18.12.2008 kl. 19:25

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Aðalkosturinn við að ganga í ESB finnst mér að þá verði haft eftirlit með góðvinavæðingunni, frændhyglinni og spillingunni allri. A meðan þetta er svona allir undan öllum verður ástandið hér aldrei í lagi.

Helga Magnúsdóttir, 18.12.2008 kl. 19:39

13 Smámynd: Isis

Nei ég lít ekki á ESB sem eitt ríki, hinsvegar eru nokkur lönd innan ESB sem hafa meiri völd þar en aðrir, samasem bretar og þjóðverjar etc. Ekki reyna því að klína einhverjum skoðunum eða hugmyndum upp á mig... Ég vissi líka vel að ESB samanstæði að 27 ríkjum.

Ég er heldur ekki talsmaður glitnis eða baugs eða neins, ég er alls ekki að samþykja þeirra aðgerðir og aðfarir að íslensku jafnsem erlendri bankastrafsemi... en það er svosem alveg týpiskt fyrir fólk sem ekki er með standpínu yfir ESB sé stimplað sem slíkt... 

Ég get hinsvegar bara ekki séð það hvernig ég, börnin mín né aðrir íslendingar og tilvonandi íslendingar geti borið ábyrgð á því sem einhverjir einkareknir bankar gera í útlöndum. Ég skil ekki hvernig það gat gerst að íslenskir, einkareknirbankar gátu sett heila þjóð sem einhverja baktryggingu ef allt færi til fjandans. 

Þeir gerðu það samt. En það er hinsvegar, eða var öllu heldur réttur okkar að sækja það mál fyrir evrópu dómstólum og rétt mæti þess að við værum að taka á okkur skuldir annarra sem við áttum engan þátt í að stofna.  ESB hreint og beint kúgaði okkur til þess að gera það ekki með því að segja okkur það að það væri svo slæmt fyrir önnur aðildarríki ESB... afhverju var það slæmt fyrir þá? Gæti það verið vegna þess að bankakerfið innan ESB er ekki byggt á neinum kletti frekar en önnur bankakerfi? 

Þar fyrir utan, hvað kemur það íslendinum við hvort að ESB eigi í einhverri tilvistarkreppu í sínu reglugerðarríki? 

Rússar voru síðan fljótir að bjóða okkur lán, það hátt að við hefðum jafnvel ekki þurft að fá IMF hryllingin yfir okkur... það strandaði hinsvegar á Íslenskum stjórnvöldum að taka við því... einhverra hluta vegna... (eða þannig... pleh)

Norðmenn eru síðan bara eins og þeir eru, þar fyrir utan held ég að þeir eigi alveg nóg með sjálfan sig rétt eins og flestir aðrir. 

Hvernig hefði ég meðhöndlað bankaglæpamennina?

Ég hefði fyrst eignir þeirra um ekki seinna en strax eftir að bankarnir féllu, ég spyr ennþá af því afhverju það var og er ekki gert. 

Síðan, ef ég væri eitthvað yfirvald, hefði ég sótt þá til saka, stungið þeim í fangelsi, tekið peningana þeirra, sem þeir þá áttu (en áttu samt ekki) selt eignir þeirra og borgað þeim sem áttu peningana, almenningi, peningana til baka. 

Þannig hefði ég höndlað það, og einhvernvegin held ég að í öllum öðrum siðvenjuðum ríkjum heimsins hefði það verið gert einhvernvegin svona... 

bara ekki á Íslandi... enda erum við svo sérstök... 

Þar að auki þekki ég alveg fjöldan allan af fólki sem býr í ESB ríkjum sem er alls ekkert sátt, bæði íslendinga sem og útlendinga... reyndar hef ég fátt heyrt gott um ESB nema frá einhverjum ESB sinnum á íslandi... svo ég leyfi mér að stórlega að efast um ágæt i ESB þó auðvitað hafði það sína kosti... en ég hinsvegar tel það hafa mun fleir galla...

Ég legg til að við tökum upp dollar... punktur. Held ég hafi ekki gleymt neinu....... 

Isis, 18.12.2008 kl. 20:47

14 Smámynd: Isis

Talaði ég um útlendinga? þú ert algjörlega að misskilja mig...

Auðvitað eiga þeir að fá peninga sína til baka, en ég á ekki að þurfa að borga þeim þá. Enda var það ekki í mínu nafni sem íslenskur, einkarekinn banki, ekki í minni eigu, sem stofnaði þessar skuldir þeirra. 

Ég hef aldrei vitað til þess, nema þá bara í heimi fíkniefna og annarra vafasamra viðskipta þar sem það viðgengst að láta aðra borga brúsan fyrir aumingana sem geta ekki borgað skuldir sínar sjálfir...

Þú fyrirgefur... en ég bara sé ekki hvernig íslenska ríkið getur verið gert ábyrgt fyrir einhverju sem Jón Ásgeir, Hannes Smárason eða Björúlfur Thor Guðmundsson gerðu sjálfir til þess að græða á því sjálfir.

Og bendi einnig á það, að það voru ekki bara útlendingar sem töpuðu á viðskiptum sínum við þessa menn... Við íslendingar gerðum það einning. 

Isis, 18.12.2008 kl. 22:13

15 identicon

Æ, mér finnst svo leitt að fara að tjá mig um mál sem ég veit ekki almennilega um, það vantar konkret upplýsingar, við giskum á hitt og þetta, hlustum á móðursýkislegar athugasemdir stjórnmálamánna, en það er ekkert sem hald er á takandi. Ég þoli illa að fá skammtaðar upplýsingar frá stjórnvöldum, eitthvað sem á að stýra umræðunni, sem breytist síðan þegar aðrar upplýsingar berast. Óþolandi. Um leið og það gladdi mig að sjá í Kastljósi að gröfturinn sem vellur út úr fortíðinni, þ.e. fyrir hrun bankanna, er orðinn sýnilegur, þá er ég um leið örg út af því af hverju í andskotanum sagði Aðalsteinn þetta ekki fyrir löngu síðan? Og hvað var Davíð að pæla liggjandi á einhverri skýrslu frá ImG frá því í júlí? Gröfturinn er að koma út, smám saman, því fleiri sem þora að tjá sig um ástandið eins og það var, því betra verður að hreinsa sárið. Komi þeir sem flestir í ljós, nýju græðararnir, sem vilja heila landið, hreinsa út gröftinn og lækna sárið.Og fari þeir sem flestir sem stráðu sýklunum og bjuggu til sárin. Amen.

Nína S (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 22:38

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega það sem ég hugsaði í dag, best að taka þá svona niður einn í einu.  HVer af öðrum, þangað til lúsahreinsunin er búin.  Ég varð rosalega reið þegar ég hlustaði á útlendinginn í Alþjóðagjaldeyrissjóðinum, sem sagði okkur að þeir ætluðu að setja upp eftirlitsstofnun í Reykjavík til að fylgjast með okkur.  Ég var ekki reið við hann, ég var ofsalega reið við Ingibjörgu og Geir að hafa kallað þessa vansæmd yfir okkur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2008 kl. 22:39

17 Smámynd: halkatla

fólkið sem situr við kjötkatlana er löngu orðið veruleikafirrt af gufunum sem stíga uppaf kötlunum, það hlýtur að vera úldin skata þar í að malla eða eitthvað

en það er ekki annað sagt en að mótmælandi fólkið sé hið glæsilegasta, annað fólk vogar sér ekki að gagnrýna þá sem eru reiðir og gera eitthvað í því - nema í skjóli hugleysis bakvið tölvuskjái og lyklaborð! 

Þið mótmælendur eruð að reyna að bjarga Íslandi frá brjálæðingum - gleymið því aldrei

halkatla, 18.12.2008 kl. 22:47

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir góðan pistil Jenný.  Það var örugglega ekki meiningin en ég fór að brosa.  Tryggvi í dag, hver verður það á morgunn?  Og hann Gylfi forseti er að koma til.  Kanski er hann eftir allt ekki jólasveinninn  Óþurftarskemill.

 Einar. Þú ættir að íhuga vel þetta með ríkisborgararéttinn.  Vandinn okkar á skerinu er nægur þótt við þurfum ekki að lesa vandlætingu þína.  Það er auðvelt að rífa kjaft þegar maður situr ekki í súpunni og útúrsnúningur þinn gagnvart Isis var ómerkilegur.  Í neyðarlögum ríkisstjórnarinnar var ekki nein mismunun eftir þjóðerni.  Stjórnin reyndi að bjarga ÍSLENSKA HLUTA BANKAKERFISINS OG HÚN VAR Í FULLUMALÞJÓÐLEGUM RÉTTI TIL AÐ GERA ÞAÐ.  Þjóðverjar og Danir, bretar og Thailendingar fá allir sama rétt og Íslendingar búsettir á Íslandi.  Íslendingur búsettur í Hollandi, sem átti innistæðu í ICEsave þar í landi hefur sama rétt og Hollenskur nágranni hans, engann gagnvart Íslenskum skattgreiðendum en sama rétt og Hollendingurinn gagnvart Hollenska ríkinu.  Það þarf mikinn afturkreistingahugsunarhátt til að snúa útúr þessu og það er pólitík hjá ESB að krefjast ábyrgð Íslenskra skattgreiðenda á innlánum annarra ESB landa.  Þessi pólitík stenst hvorki ESB lög eða Alþjóðalög, enda hefði það tekið Evrópudómstólinn 10 mínútur að dæma Íslandi í óhag, miðað við mikilvægi málsins, ef einhver lagastoð hefði stutt kröfur þeirra.  Heldur þú virkilega að lagaspekingar ESB hefðu sett tilskipun þar sem fræðilega hefðu skattgreiðendur örríkis getað og átt að ábyrgjast innlánsmarkaði stórríkja?  Hvaða ábyrgð er í því fólgin?  Hvernig getur venjulegur maður verið svona vitlaus að halda slíku fram.  Enda hefur ekki nokkur maður í ESB verið svo heimskur að rökstyðja slíka fjarstæðu.  Rök ESB voru ákaflega einföld.  Við stöðvum gjaldeyrisflutninga til ykkar og við hindrum að þið fáið aðstoð IFM í gjaldeyrisvandræðum ykkar.  Pottþétt rök á sinn hátt og virkuð t.d vel hjá skriðdrekaher Þýskalands á sínum tíma gagnvart Tékklandi.  Fantar á skólalóðum nota líka mjög oft svona röksemdafærslu gagnvart yngri börnum.  En svona röksemdafærsla hefur ekkert með lög og lögfræði að gera. 

 Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.12.2008 kl. 23:03

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Nína.

Ef við virkilega viljum að nýtt og betra þjóðfélag þá eigum við að hætta þessarri Davíðs umræðu.  Hans ábyrgð er mikil en en hann er bara einn af mörgum bútum púslunnar.  Davíð gat ekki legið á skýrslu IFM.  Hjá Seðlabankanum vinna tugir hagfræðinga og ef kallinn hefði farið í einhvern feluleik þá bar þeim lagaleg skylda að láta sína yfirmenn vita og Davíð hefði þurft að víkja daginn eftir.  Þannig eru lögin og það er refsivert fyrir starfsmenn Seðlabankans að fara ekki eftir þeim.

Bankarnir okkar voru tæknilega gjaldþrota í ársbyrjun þegar ljóst var að þeir fengu ekki endurfjármögnun á millibankamarkaði.  Davíð hafði ekkert með það að gera heldur hið áhættusækna viðskiptamódel bankanna.  Og ALLIR sem eitthvað höfðu með málefni bankanna og Íslenska ríkisins vissu þetta og ef þeir ekki vissu þetta eins og til dæmis Össur og Björgvin eru að reyna að telja okkur í trú um, þá eru viðkomandi einstaklingar algjörlega vanhæfir í störfum sínum.  Bankar sem treysta á skammtímaendurfjármögnun og fá hana ekki í upphafi alþjóðlegrar bankakreppu eru gjaldþrota, því hin alþjóðlega bankakreppa átti ekki eftir neitt annað en að dýpka. 

Sannleikurinn er sár en svona er hann.  Afhverju ekkert var gert er svo allt annað mál og það verða viðkomandi ráðamenn að svara.  En að segjast ekkert hafa vitað vegna þess að Davíð Oddson gat þess ekki beint í skýrslum Seðlabankans, það er annaðhvort lygi eða hreinskiptin yfirlýsing að viðkomandi sé fáráðlingur.  Hvort er betra?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.12.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2987211

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband