Miðvikudagur, 17. desember 2008
Mig vantar kraftaverk
Það gerðist kraftaverk í Austurríki, lamaður drengur fór að ganga.
Flott.
Mér veitti ekki af eins og einu slíku af himnum ofan.
Það er nefnilega þannig að óttinn við framtíðina, hvað bíður á nýja árinu, malar í bakgrunninum alveg frá því ég vakna á morgnanna.
Ég er svo heppin að vera frekar glaðsinna frá náttúrunnar hendi þannig að ég hristi þetta af mér þó þessi lamandi tilfinning hverfi aldrei alveg.
Þetta er eins og að vera óléttur af steini. Þung meðganga sem tekur á.
Þegar ég er stressuð þá verð ég gleymin. Ég týni hlutum, man ekki hvað ég ætlaði að gera næst, er komin inn á mitt gólf einhverra erinda og þar sem ég stend eins og þvara átta ég mig á að erindið er mér gjörsamlega horfið.
Ég þarf því að bakka aftur á upphafsreit og stundum, bara stundum rennur upp fyrir mér ljós.
Sumir segja að þetta sé aldurinn og við því segi ég; Bölvað ekkisens kjaftæði.
Mitt fólk verður gamalt og það man eins og nýsmurð róbót með ofurheila.
Ég man nærri því of mikið undir eðlilegum kringumstæðum.
Ég týndi geymslulyklunum, líka varalyklinum, reyndar voru þeir á sömu kippu sem má teljast óheppilegt en hvernig gat ég vita að þeir myndu týnast?
Smekklásinn var þykkur og nú reyndi á innbrotshæfileika eiginmannsins sem aldrei hafa fengið að njóta sín fyrr en núna. Á meðan horfði ég á Kiljuna.
Jú ég skammast mín smá.
Erindið í geymsluna var akút, þar er flotta gervijólatréð sem minn heittelskaði fékk mig til að kaupa fyrir tveimur árum. Ég var reyndar dálítið góð með mig í haust þegar talað var um að vegna kreppu yrðu kannski ekki til alvöru tré. Hugsaði alveg: Hohoho, ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Nananabúbú.
Mér var nær. Inn í geymsluna komumst við á endanum og sjá; Jólatréð var þar fyrir en fóturinn ekki.
Ég hef sennilega hent honum í flutningunum.
Ég hreinlega man ekki hvað ég gerði af bévítans fætinum, nú er ég í vondum málum. Samt minnir mig að ég hafi gengið kyrfilega frá þessum fæti svona líkt og lyklunum. Þannig að ég myndi örugglega finna hvorutveggja.
Ég gæti sagt að kreppan gerði mér hluti en það er of einföld og hversdagsleg lýsing á líðan minni.
Ég er hreinlega ekki með sjálfri mér og það er ekkert grín.
Eftir að ég horfði á Kastljós kvöldsins þá hélt ég að ég væri að fá fyrir hjartað, svei mér þá.
Þetta er farið að verða líkamlega hættulegt ástand.
Og það sér svo sannarlega ekki fyrir endann á því.
En eins og skáldið sagði forðum.
Á morgun kemur nýr dagur og ég vona svo sannarlega að sá verði reglulegur falalalala-dagur.
Mér veitir ekki af ég sverða.
Lamaður drengur gengur á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Jólafár, Menning og listir, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:45 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
ertu að grínast, Jenný? Eins og þú vitir ekki að álag, hraði og spenna eykur álag sem veldur streitu sem veldur einbeitingarskorti sem veldur minnisleysi og blablabla. Ef svo er ekki, gætu þunglyndisáhrif verið að gerjast hjá þér. Kraftaverkið er einfaldlega fólgið í góðum nætursvefni, fríi frá fréttum og bloggi o.s.frv. eins og þú veist. En það er gott að þú vekur athygli á þessum streitu og/eða þunglyndiseinkennum. Mér finnst gott að þú tekur svona létt á þessu. Veit að þú veist hvað veldur þessu ástandi. Gangi þér vel. Kannast við allt sem þú segir hér að ofan.
Nína S (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 00:17
Rosalega hvað ég kannast við þessa lýsingu þína...
Já eða eins og jörðin sé að klemma mann.. og maður nær ekki andanum
Hrikalega óþægilegt... að vera svona..
En eigum við ekki að láta jólin líða og vona að allir fái góða jól Jenný mín...
Við vitum það báðar að þessi kreppa er komin til að vera og ekki bara á Íslandi heldur í öllum heiminum...
Nú verður hver að bjarga sér eftir áramótin það er sko á hreinu.
Því ég er ansi hrædd um að margir reyni að þrauka jól og áramót
Kærleikur til þín og þinna hér frá Esbjerg Dk Dóra
Dóra, 18.12.2008 kl. 00:23
Jólastress
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 18.12.2008 kl. 00:30
Þú þjáist af kreppusótt á háu stigi
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.12.2008 kl. 00:46
Jenny !!! Ég veit um Svarið. Og það er bara einni bæn í burtu. Svarið Er Jesús!
Andri Jóhannesson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 00:56
Sofðu vel Jenný mín - fátt er betra en góður nætursvefn.
En ég verð eins og þú þegar ég er undir álagi, gleymi öllu í kringum mig. Ef þú bara vissir hverju ég hef gleymt undir slíkur kringumstæðum.
Annars hefur rassinn á mér staðið út úr skápum og geymslum í dag - ég er að gera allsherjar geymslu-, bóka- og skjala tiltekt. Þvílíkt og annað eins. Ætli ég bloggi ekki bara um það á morgun.
Góða nótt mín kæra.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 18.12.2008 kl. 01:08
Jenný mín ég var búin að skrifa hér langa klausu fyrst af öllum en díítaði henni þar sem ég vildi ekki feta í spor Össurar og skrifa á nóttunni en eitthvað sat fast hér í mér svo ég læt núna fakka.
Er ekki tími til kominn að hugsa um sína nánust heldur en velta sér upp úr endalausum áhyggjum af þjóðmálum. Við breytum engu fyrir jól vertu viss en eftir áramót getum við öll komið fílefld fram og hellt okkur yfir þessa andsk... jólasveina sem stjórnað hafa landi og þjóð. En fyrst og fremst vil ég að þeir auðmenn sem komið hafa landinu okkar á kaldan klakan verði látnir svara til saka.
Allt um það en snúum okkur nú að jólatrésfætinum, halló kaupa bara nýjan kæra vinkona, svo auðvelt er það mál. Fara í Bónus ef ekki er betri búð i nágrenninu.
Jenný mín við lifum bara einu sinni (ja svo er okkur sagt) og nú er hátíð ljóss og friðar að ganga í garð, hvers vegna að eyða orku okkar í eitthvað sem við fáum um engu breitt?
Njótum samvistar með fjölskyldu og vinum, það er það dýrmætasta sem við eigum í henni veslu.
Ía Jóhannsdóttir, 18.12.2008 kl. 01:12
Hver vill ekki kraftaverk núna ?
Linda litla, 18.12.2008 kl. 06:41
Eigðu góðan dag, slökktu á útvarpi og sjónvarpi, hentu blöðunum ólesnum og dúllaðu þér við jólaundirbúning konaStress er æði oft heimatilbúið og einu ráðin til að draga úr því, verða líka að vera heimatilbúin
Jónína Dúadóttir, 18.12.2008 kl. 08:28
Þetta heitir áfallastreita. Er búin að vera með hana svo lengi að ég man varla annað. Er annars komin með þennan fína veruleikaflóttadagdraum, sem deilist hér með af annáluðu örlæti.
Gerast sjóræningjabrúður í Sómalíu !
Nánari útfærsla fylgir síðar. Johnny Depp kemur við sögu, auðv. sem Jack Sparrow, nú í hinni mögnuðu sjóræningjaborg Uhl á Sómalíuströnd, sem er til í alvöru.
Við þangað stelpur, ef þetta verður einum of hérna...
Fyrst við þurfum hvort sem er að leggja lag okkar við glæpona, hvers vegna ekki frekar hafa þá glamorus -í góðu veðri ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.12.2008 kl. 08:40
Athyglisvert. Ég hef ekkert spáð í þetta fyrr en núna við þennan lestur, því ég er ótrúlega steikt í hausnum þessa dagana. Gullfiskaminnið hefur náð nýjum hæðum og ég er að drepast úr þreytu endalaust. En í mínu tilfelli get ég ekki ímyndað mér að þetta hafi eitthvað að gera með fréttaflutning því ég hlusta ekki á fréttir nema í einhverri minimal útgáfu. Orka það ekki.
Jóna Á. Gísladóttir, 18.12.2008 kl. 09:05
Jónsí: Þetta nær manni þó maður liggi ekki í fréttafltuningi. Allir eru að einhverju leyti markeraðir af kreppunni.
Hildur Helga: Góð. Ef við þurfum að vera í vondum félagsskap verum það þá með stæl.
Ía: Takk, ég nýt mín alveg en það er ekki hægt að komast hjá því að finna fyrir kreppunni, fólk er hrætt, því líður illa, og það er ástæða fyrir því, því miður.
Jónína: Ég tek úr sambandi stressfaktórinn á Þorláksmessu, þangað til fylgist ég með. Hehe.
Linda: Jabb, við þurfum öll eins og eitt kraftaverk í jólagjöf.
Ólína: Mér er sagt að þetta sé aldurinn en ég vísa því alfarið á bug.
Andri: Takk fyrir fallega hugsun í minn garð en ég verð áfram á eigin vegum, mér finnst það öruggast.
Dóra, Nína og þið hin: Takk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.12.2008 kl. 09:18
Ég vona að fóturinn finnist nú. En eru ekki allir pínu gleymnir þessa dagana? Það er svo gott að gleyma núna og nánast nauðsynlegt, þó svo að stundum sé það til vandræða. Ég þurfti að fara með buxur í styttingu um daginn, en svo kom í ljós 2 vikum síðar að ég fór aldrei með þær, enda voru þær enn í bílnum!! Frekar vandræðalegt. Nú sér bóndinn um að fara til saumakonunnar.
Hvernig er þetta annars með þig tjelling...................... fæ ég færi á að smella á þig jólaknúsi????
Tína, 18.12.2008 kl. 09:29
Hver vill ekki kraftaverk ? Þú ert það sem þú hugsar.
Hafðu góðan dag.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 18.12.2008 kl. 09:51
Blessuð vertu. Ég labba af stað hérna í íbúðinni á leið til að gera eitthvað - stend svo allt í einu og man ekkert hvert ég var að fara eða hvað ég ætlaði að gera. Og íbúðin er ekkert það stór að ég sé að labba einhverja km á "áfangastað". Meðan ég man eftir því að ná í barnið á leikskólann þá er ég fín.........
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 18.12.2008 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.